Máttur Golfstraumsins og afleiðingar veikingar hans

Í þessum fróðlega fyrirlestri frá Earth101 talar Stefan Rahmstorf um mögulegar afleiðingar þess að Golfstraumurinn hægi á sér. Stefan færir rök fyrir því að veiking Golfstraumsins sé jafnvel hafin nú þegar. Stefan kom til landsins árið 2016 og hélt fyrirlesturinn á vegum Earth101. Á vef Earth101 má einnig finna marga aðra athyglisverða fyrirlestra sem fjalla um loftslagsmál, m.a. frá helstu sérfræðingum heims.

Af vefsíðu Earth101:
“Stefan Rahmstorf er haffræðingur og loftslagsfræðingur. Frá árinu 2000 hefur hann verið prófessor í hafeðlisfræði við háskólann í Potsdam og hann er einnig deildarformaður loftslagsrannsóknarstofnunarinnar í Potsdam. Hann var einn af aðalhöfundum Fjórðu yfirlitsskýrslu IPCC og er meðlimur í Bandaríska jarðeðlisfræðifélaginu (AGU). Hann er einn stofnenda RealClimate bloggsins og var nefndur sem einn af tíu fremstu loftslagsvísindamönnum heims í Financial Times árið 2009.”

Tengt efni á loftslag.is

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.