Frétt: Meðalsjávarhiti í ágúst sá hæsti fyrir mánuðinn síðan mælingar hófust

Meðal sjávarhiti  ágúst mánaðar var sá hæsti af öllum ágúst mánuðum síðan mælingar hófust samkvæmt NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration). Meðal sjávarhitastig mánaðarins mældist 16,4°C sem er 0,57°C yfir viðmiðunartímabilinu. Á tímabilinu júní – ágúst var meðalhitastig sjávar einnig það hæsta sem mælts hefur á því tímabili síðan mælingar hófust. Sameinaðar hitatölur fyrir land og haf sýna að meðalhitastig ágúst mánaðar var næst hæsta gildi Ágúst mánaðar síðan mælingar hófust, aðeins 1998 var heitari. Þess má geta að síðasti ágúst mánuður þar sem meðalhitastigið mældist undir viðmiðunartímabilinu var 1978. NOAA fylgist með þróun hitastigs í heiminum og gögnin sem þeir nota ná aftur til ársins 1880.

Hitafrávik fyrir tímabilið júní - ágúst 2009 - viðmiðunartímabilið er 1961-1990

Hitafrávik fyrir tímabilið júní - ágúst 2009 - Hér er viðmiðunartímabilið er 1961-1990

Þrátt fyrir að sólblettasveiflan sé í lágmarki þessi misserin, þá eru heimshöfin mjög heit. El Nino fyrirbærið er í uppsveiflu, en styrkur þess er enn ekki mikill. Talið er að El Nino styrkist áfram og muni standa yfir fram á næsta ár. El Nino hefur áhrif á meðalhitastig sjávar þegar það er í gangi. Meðalhitastig fyrir bæði land og haf fyrir janúar til loka ágúst er 5. heitasta fyrir tímabilið frá upphafi (jafn 2003), meðalhitastigið var 14,5°C sem er 0,55°C yfir viðmiðunartímabilinu. Á myndinni hérundir má sjá þá þróun frá 1880.

Hitafrávik fyrir land og haf - janúar - ágúst

Hitafrávik fyrir land og haf - janúar - ágúst

Stutt vídeó byggt á gögnum NOAA, er varðar frávik í hitastigi jarðar 2009 miðað við viðmiðunartímabilið 1961-1990, má sjá hérundir.

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.