Í nýlegri grein í Nature birtist önnur mynd af bráðnun Grænlandsjökuls en áður hefur verið talið, en hann er talinn hafa bráðnað mjög hratt þegar hitinn var sem hæstur á nútíma (e. Holocene climatic optimum – fyrir 6000-9000 árum síðan). Þeir telja þetta vera vísbendingu um að hlýnunin geti haft dramatískari afleiðingar en áður hefur verið talið.
Um er að ræða ískjarnarannsókn og ætlunin var að finna út hvernig fornloftslagsbreytingar gengu fyrir sig á Grænlandi. Á fyrrnefndu hlýindatímabili (e. holocene climatic optimum – oft kennt við birkiskeiðið fyrr hér á Íslandi) var óvenju hlýtt á jörðinni, sérstaklega á norðurhveli jarðar. Hingað til hafa ískjarnagögn bent til þess að þetta hlýindatímabil finnist ekki á Grænlandi og niðurstaðan hefur því almennt verið sú að Grænlandsjökull bregðist ekki hratt við aukningu hitastigs og að hann hafi jafnframt verið nokkuð stöðugur síðastliðin 12.000 ár.
Höfundar greinarinnar rannsökuðu og efnagreindu ískjarna á sex mismunandi stöðum á Grænlandsjökli og komust að því að þetta hlýindatímabil hafði einnig áhrif á Grænlandsjökul – hitinn á Grænlandi var þá um 2-3°C hærri en nú – en þá missti hann um 150 m af þykkt sinni og hopaði um allt að 200 kílómetra við jaðrana.
Höfundar benda á að ef slík hlýnun verður í framtíðinni, þá sé líklegt að Grænlandsjökull muni missa jökulísmassa sinn hraðar en áður hefur verið talið – með tilheyrandi hækkunar sjávarstöðu, sem gæti orðið meiri og hraðari en áður hefur verið spáð.
Heimildir
Hægt er að lesa ágrip af greininni hér (en greinin sjálf er fyrir áskrifendur): Holocene thinning of the Greenland ice sheet
Ég var bjarsýnn um að þetta væri fróðleg og skemmtileg grein í byrjun, en svo þegar koma setningar eins og
“..að hlýnunin geti haft dramatískari afleiðingar en áður hefur verið talið.”
og…:
“..að Grænlandsjökull muni missa jökulísmassa sinn hraðar en áður hefur verið talið – með tilheyrandi hækkunar sjávarstöðu, sem gæti orðið meiri og hraðari en áður hefur verið spáð.”
…æ, það klingja viðvörunarbjöllur í eyrum mér.
Hér er verið að orða hlutina á svipuðan hátt og virðist koma frá höfundunum sjálfum, sjá frétt.
hraðar en áður var talið? hvað er það langur tími? var talið að hann gæti hopað eins og hann gerði á hlýskeiðinu umrædda á 6000 árum hér áður en núna er það komið niður í 3000 ár?
Talið var að Grænlandsjökull hefði verið nokkuð stöðugur síðastliðin 12 þúsund ár út frá fyrri ískjarnarannsóknum – en þessi rannsókn sýnir annað.
þannig að hann hopaði en náði sér svo aftur á stryk til þess styrks sem jöklar voru í hámarki við upphaf síðustu aldar á tilltölulega skömmum tíma?
þar af leiðandi er líklegt að það taki hann tæplega 3000 ár að bráðna eins mikið og hann gerði á síðasta stóra hlíðskeiði?
Ég hef ekki aðgang að þessari grein og ekki lengur aðgang að fréttinni sem ég vísaði í hér fyrir ofan, svo ég get hvorki svarað af né á – ef einhver hefur aðgang að greininni þá má hann endilega svara Fannari. En eftir því sem ég kemst næst þá er þetta mun hraðari bráðnun en talið hefur verið hingað til – og væntanlega þá átt við að sjávarstöðubreytingar samkvæmt IPCC séu vanáætlaðar.
en hvað er það. hratt á mælikvarða míns lífs? hratt á jarðfræðilegan mælikvarða þar milljón ár eru bara rétt smá tikk? miðað við þetta, þá var síðasta hitatímabil um 3000 ár að bræða jökulin niður í það sem hann var minnstur. er tvöfalt heitara í dag en þá sem þýðir að sama bráðnun tekur bara 1500 ár?
Sæll Fannar
Það kemur fram í greininni að vísindamennirnir telji sig hafa sýnt fram á meiri bráðnun en áður hafði verið talin hafa átt sér stað á þessum tíma. Það getur gefið okkur vísbendingu um hvernig jökullinn muni bregðast við hlýnun þeirri sem nú stendur yfir.
En að álykta sem svo að með þeirri hitaaukningu sem nú á sér stað, þá muni bráðnun taka 1500 ár, er bara ekki hægt út frá þessum gögnum sem um er rætt. Það er meira spurning um hversu hratt núverandi hitaaukning verður, samanborið við þá hitaaukningu sem varð fyrir 6000-9000 árum.
Mig langar einnig að benda á tengil á okkar síðu þar sem hægt er að lesa sér betur til um orsakir fyrri loftslagsbreytingar
This is a great post and makes me think of where I can fit in. I do a little bit of everything mentioned here and I guess I have to find my competitive advantage.
Áhugavert þessir wowgold póstar. Greinilega eru höfundar þessa róbóta að sleppa framhjá spamsíunni…Sem er merkilegt, því hún hafnar annarri hverri athugasemd frá mér!
Ég skil heldur ekki alveg hvernig þessi hefur komist fram hjá kerfinu. Komst að því áðan að það er svo langt síðan ég setti formið inn að ég man ekki hvernig á að breyta textanum við hliðina á boxinu þar sem skrifa á bókstafina. Finn út úr því fljótlega 😉
En þangað til þá vil ég taka fram að það er sniðugt, ef það líður langur tími frá því byrjað er að skrifa athugasemd þangað til maður ýtir á [Submit comment], að ýta á takkann sem er með tveimur örvum í hring (refresh) við hliðina á myndinni með bókstöfunum. Þannig fær maður nýja og fríska stafi og ekkert mál verður að senda athugasemd, samkvæmt minni reynslu 🙂