Heitt: Kólnun næstu 10-20 árin?

Norður-Atlantshafsveifluvísirinn. Á leið til kólnunar?

Norður-Atlantshafsveifluvísirinn. Á leið til kólnunar?

Nú eru menn einstaklega heitir við að túlka ummæli Mojib Latif (einn af  loftslagsfræðingum IPCC) sem sagði að búast mætti við töluverðri kólnun á næstu 10-20 árum, samkvæmt loftslagslíkönum. Taldi hann að breytingar í Norður-Atlantshafssveiflunni (e. North Atlantic Oscillation – NAO) myndi tímabundið yfirgnæfa þá hlýnun sem verður vegna aukningar í gróðurhúsalofttegundum, eins og kemur fram í frétt NewScientist um málið.

Þeir sem efast um (afneita) hlýnun jarðar af mannavöldum hafa gripið þetta á lofti. Menn eru þó ekki á eitt sáttir um túlkun á orðum Latifs, sjá hér og hér.

Þessi skyndilega trú efasemdarmanna á loftslagslíkönum og loftslagsfræðingum IPCC er merkileg. Einnig skal bent á að þó að þessi “spá” hans rætist, þá segir það ekkert um hlýnun jarðar af mannavöldum. Náttúrulegar sveiflur í loftslagi er nokkuð sem loftslagsfræðingar eru almennt sammála um að muni gerast, þótt erfitt sé að spá fyrir um þær. Á eftir niðursveiflu náttúrulegra ferla sem hafa áhrif á loftslag kemur venjulega uppsveifla – þá er voðinn vís.

Hitt ber þó að geta að svo virðist sem þetta hafi verið svona “Hvað ef” dæmi og svo virðist sem hann hafi sagt í lokin að þó þetta myndi gerast, þá kæmi hlýnunin óhjákvæmilega aftur.

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál