Nú eru menn einstaklega heitir við að túlka ummæli Mojib Latif (einn af loftslagsfræðingum IPCC) sem sagði að búast mætti við töluverðri kólnun á næstu 10-20 árum, samkvæmt loftslagslíkönum. Taldi hann að breytingar í Norður-Atlantshafssveiflunni (e. North Atlantic Oscillation – NAO) myndi tímabundið yfirgnæfa þá hlýnun sem verður vegna aukningar í gróðurhúsalofttegundum, eins og kemur fram í frétt NewScientist um málið.
Þeir sem efast um (afneita) hlýnun jarðar af mannavöldum hafa gripið þetta á lofti. Menn eru þó ekki á eitt sáttir um túlkun á orðum Latifs, sjá hér og hér.
Þessi skyndilega trú efasemdarmanna á loftslagslíkönum og loftslagsfræðingum IPCC er merkileg. Einnig skal bent á að þó að þessi “spá” hans rætist, þá segir það ekkert um hlýnun jarðar af mannavöldum. Náttúrulegar sveiflur í loftslagi er nokkuð sem loftslagsfræðingar eru almennt sammála um að muni gerast, þótt erfitt sé að spá fyrir um þær. Á eftir niðursveiflu náttúrulegra ferla sem hafa áhrif á loftslag kemur venjulega uppsveifla – þá er voðinn vís.
Hitt ber þó að geta að svo virðist sem þetta hafi verið svona “Hvað ef” dæmi og svo virðist sem hann hafi sagt í lokin að þó þetta myndi gerast, þá kæmi hlýnunin óhjákvæmilega aftur.
Ef ég fæ rétta mynd af þessu, þá er þessi Mojib Latif ekki
loftslagsfræðingur í eiginlegri merkingu orðsins eins og ég skil það ( rannsakandi vísindamaður) heldur líkanasmiður ( modeler ) hjá IPPC,
og ummælin sett fram í “svona einhvern veginn í forbifarten” í sambandi við grein eða fyrirlestur sem hann var að halda eða skrifa um hvað þyrfti til að hægt væri að gera sér vonir um að hægt sé að smíða líkön , sem séu nothæf til skemmri tíma spámennsku,og umrædd ummæli verið dæmi um hvernig skammtímaáhrif geti falið lengri tíma “trend” , en ekki einhver stóri sannleikur um hvað sé raunverulega að gerast. Semsé hann var eiginlega ð fjalla aðalalvandamál tölvulíkanasmiða “Garbage in –> Garbage out” effectinn , og ummælin sjálf því ekki nothæf sem eitthvað “pro” eða “contra” argument, þessi heita frétt er því bara “gúrka í gróðurhúsi æsiblaðamennskunar”.
En annars ég hef stundum kíkt á loftslagsbloggin þín og því ég hef dálítinn áhuga á því hvað er að gerast í þessum geira , og vona ( fingers crossed) að þessi nýja síða ykkar reyni að þræða einhverja aðra slóð en öngstrætin í Real Climate og BBC.
Og svo að lokum Páfinn er búinn að aflétta bannfæringunni á Henrik Svensmark , er ekki rétt að þú uppfærir líka það sem þú hefur um hans verk að segja. Hann og samverkamann hans hafa ( með tilraunum, en ekki líkönum eða vafasamri tölfræði) sýnt fram á eðlisfræðilegt orsakasamhengi orsakasamhengi milli sólvirkni, geimgeislunar og skýjamyndunar á jörðinni, og hjá CERN er að endurvekja og gangsetja gamla CLOUD “projectið” hans, þetta sem var kæft pólitíska CO2- réttrúnaðargenginu þar á bæ fyrir einhverjum 10 árum eða svo, en nú virðist svo komið að það er ekki lengur hægt , allar mótbárur þrotnar og því á að veita myndarlegri fjárhæði í það næst sjö árin.
Þetta er eiginlega meira svona ekkifrétt, þess vegna er þetta undir liðnum heit málefni en ekki sem eiginleg frétt – en undir þessum lið er meira verið að benda á umræðu sem við rekumst á, sérstaklega út í hinum víða heim.
Ekki er ætlunin að loftslag.is verði einhvers konar íslensk útgáfa af RealClimate, en RealClimate er skrifuð af loftslagssérfræðingum og því er erfitt að troða okkar tám þar sem þeir hafa hælana. Við verðum þó vissulega fyrir áhrifum frá þeim, því ef hægt er að taka mark á einhverju efni um loftslagsmál á netinu þá hlýtur það að vera það sem loftslagsfræðingar skrifa.
Varðandi Svensmark, þá ætlum við að fjalla um kenningar hans á næstu dögum og óhjákvæmilega verður umfjöllun RealClimate notuð til viðmiðunar – þar sem það er eina almennilega umfjöllunin á netinu sem við höfum fundið um þessa nýlegu grein Svensmark – flestar aðrar umfjallanir t.d. á Wattsupwiththat taka efnið frá Svensmark hrátt upp án gagnrýni – en til að meta kenningar þarf að skoða þær með gagnrýnu hugarfari. Ef þú getur bent okkur á góða umfjöllun um kenningar Svensmarks á netinu þá væri það vel þegið (svargrein í ritrýndu tímariti væri best).
Hún er reyndar orðin aðeins köld þessi “frétt” – en rétt að halda til haga hvað Latif segir sjálfur: Sjá viðtal við hann á Climate Progress