Umfangsmikil rannsókn á jöklum Suðurskautsins og Grænlands sýnir að jökulþynning á Grænlandi er byrjuð á Norður-Grænlandi og hefur dreifst um allt Suðurskautið. Þynningin er að aukast inn á land á báðum jökulbreiðunum (e. Ice Sheet), samkvæmt nýrri grein í Nature. Í greininni kemur fram að þynningin hefur haldið áfram í áratugi eftir upppbrotnun íshellna/jökulþylja (e. Ice Shelf) og segir þar að ástæða þess sé hlýrri sumur, en þó ennfremur hlýrri hafstraumar.
Einn aðalhöfunda, Pritchard hjá Breskum Suðurskautsrannsóknum segir í viðtali sem birtist í PlanetEarthOnline: “Jöklar geta minnkað vegna minni snjókomu, vegna aukinar sumarbráðnunar eða vegna þess að jöklar byrja að flæða hraðar – sem gerir þá óstöðuga. Við sýnum fram á að margir jöklar á báðum svæðum eru óstöðugir, vegna þess að þeir eru að bráðna hraðar”.
Vísindamennirnir notuðu gögn frá NASA, úr svokölluðum ICESat gervihnetti til að bera saman mismun á hraða jökulstrauma – gögn frá árinu 2003-2008. Niðurstaðan bendir til að jöklar hafi þynnst vegna hröðunar í átt til sjávar – svokölluð aflræn þynning (e. dynamic thinning) og Pritchard sagði ennfremur “Við höldum að þetta sé það sem gerðist með stóru jökulbreiðurnar í lok síðustu ísaldar. Rannsóknir sýna að þetta er að gerast á mörgum stöðum á Suðurskautinu og Grænlandi. Við urðum undrandi á því hversu umfangsmikil þessi bráðnun er”.
Margt bendir til þess að vindar séu búnir að breyta sjávarstraumum og séu farnir að ýta hlýjum sjó í beina snertingu við fremsta hluta jöklana, en þeir jöklar sem eru að þynnast hraðar eru Pine Island jökullin, en einnig Smith og Thwaites jökullinn, en báðir eru á Vestur-Suðurskautinu. Þeir eru að þynnast um 9 m á ári.
Jökulhörfun vegna aflrænnar þynningar er eitthvað sem lítið er vitað um, svo lítið að IPCC ákvað að taka það ekki með í reikninginn við áætlanir sínar um mögulega hækkandi sjávarstöðu. Það er ein af ástæðunum fyrir því að margir vísindamenn eru nú að spá meiri sjávarstöðuhækkunum en IPCC gerði, þeir eru farnir að gera ráð fyrir aukinni bráðnun Grænlands- og Suðurskautsjöklum. Pritchard segir að “aflræn þynning á Suðurskauts- og Grænlandsjöklum getur orðið langstærsti þátturinn í hækkandi sjávarstöðu … mesta þynningin er þar sem hröðun jökla er mest vegna uppbrotnunar íshellna”.
Ágripið á ensku:
Many glaciers along the margins of the Greenland and Antarctic ice sheets are accelerating and, for this reason, contribute increasingly to global sea-level rise. Globally, ice losses contribute 1.8 mm yr-1 , but this could increase if the retreat of ice shelves and tidewater glaciers further enhances the loss of grounded ice or initiates the large-scale collapse of vulnerable parts of the ice sheets. Ice loss as a result of accelerated flow, known as dynamic thinning, is so poorly understood that its potential contribution to sea level over the twenty-first century remains unpredictable. Thinning on the ice-sheet scale has been monitored by using repeat satellite altimetry observations to track small changes in surface elevation, but previous sensors could not resolve most fast-flowing coastal glaciers. Here we report the use of high-resolution ICESat (Ice, Cloud and land Elevation Satellite) laser altimetry to map change along the entire grounded margins of the Greenland and Antarctic ice sheets. To isolate the dynamic signal, we compare rates of elevation change from both fast-flowing and slow-flowing ice with those expected from surface mass-balance fluctuations. We find that dynamic thinning of glaciers now reaches all latitudes in Greenland, has intensified on key Antarctic grounding lines, has endured for decades after ice-shelf collapse, penetrates far into the interior of each ice sheet and is spreading as ice shelves thin by ocean-driven melt. In Greenland, glaciers flowing faster than 100 m yr-1 thinned at an average rate of 0.84 m yr-1, and in the Amundsen Sea embayment of Antarctica, thinning exceeded 9.0 m yr-1 for some glaciers. Our results show that the most profound changes in the ice sheets currently result from glacier dynamics at ocean margins.
Heimildir:
Greinin í Nature (áskriftar þörf) Pritchard o.fl 2009, Extensive dynamic thinning on the margins of the Greenland and Antarctic ice sheets
hrykalega er þetta lélegt. lang stærsti hlutinn er ekki sýndur. er það útaf því að þar er að þykkni ís að aukast? svæðunum sem er sleppt að sýna frá eru á við evrópu að flatarmáli.
jöklarnir fara ekki að skríða hraðar nema að það sé aukinn þrýstingur á þá. semsagt aukinn úrkoma og ísmyndun. sama hvað þú kemur með þá er undirlag jöklanna ekki að hlýna. þar er gaddfrost sem yfirborðs hiti hefur engin áhrif á.
Sæll Fannar
Þetta er ein viðamesta rannsóknin sem gerð hefur verið á þessu sviði. Það sem rannsóknin sýnir m.a. fram á er aukin þynning jökulíssins á ákveðnum svæðum. Svæðið sem skoðað var, er mjög víðáttumikið eins og sést á kortinu. Hitastig við undirlag jöklanna er ekki skoðað þarna, enda ekki verið að rannsaka það sérstaklega.
Hér má sjá greinina, ef þið eruð ekki með aðgang að Nature. Rannsóknarsvæðið er að mestu takmarkað við ströndina, því þar eru breytingarnar hvað mestar – hluti af svæðinu sem ekki er kortlagt er í kringum pólinn og mér skilst að gervihnettirnir hafi ekki náð þangað. Austur Suðurskautið er stabílt ofan við 2500 m og því ekki með í þessum mælingum.
Aukinn þrýstingur (togþrýstingur) getur myndast við að jöklarnir bráðna og verða óstöðugir fremst þar sem þeir eru í snertingu við sjóinn – vegna hlýrri hafstrauma eins og talið er að sé ástæðan í þessu tilfelli.
ef ég skil þetta rétt þá er allt það sem er merkt blátt það svæði sem ís er að aukast.
Það passar, ís hefur aukist víða vegna aukinnar úrkomu. Mér skilst þó að í heildina séu báðir jöklarnir að missa töluverðan massa – Grænlandsjökull og Vestur Suðurskautið þó mun hraðar en Austur Suðurskautið.
Það sem menn hafa mestar áhyggjur af, er að þetta virðist mun útbreiddara en áður hefur verið talið – þ.e. þessi aflræna þynning, en áður var talið að hún væri eingöngu á litlum hluta Vestur Suðurskautsins og suðurhluta Grænlands…
þetta er öldungis rétt 😀