Fréttir liðinnar viku

Ritstjórnin hefur tekið ákvörðun um að útbúa vikuyfirlit yfir ýmsar fréttir sem við rekumst á við fréttaöflun vikunnar. Þetta verða stuttar fréttir sem í flestum tilfellum tengjast loftslagsmálum á einhvern hátt, beint eða óbeint. Við munum segja stuttlega frá innihaldi frétta og tengjum svo á þær, svo lesendur geti kynnt sér málið betur ef áhugi er á því. Þetta geta verið ýmsar fréttir sem við rekumst á, en skrifum ekki frekari um í undanfarinni viku. Einnig verður hér stutt yfirlit yfir færslur vikunnar af Loftslag.is.

Stuttar fréttir:

Flóð í Atlanta

100 ára veður viðburðir eru veðurfyrirbæri sem er svo öfgakennd, að öllu jafna má aðeins búast við því að atburðurinn eigi sér stað einu sinni á hverri öld. T.d. getur þetta átt við um storma, mikla úrkomu og fleiri þess háttar atburði. Það er misjafnt eftir svæðum hvaða atburðir teljast 100 ára veður viðburðir. Í borginni Atlanta í fylkinu Georgíu í BNA, hefur verið fossandi rigning að undanförnu. Þetta er veðurviðburður sem hægt er að flokka sem 100 ára veður viðburð. En verða 100 ára veður viðburðir aðeins einu sinni á hverri öld? Í raun er verið að tala um líkur á að ákveðin atburður geti átt sér stað miðað við fyrri reynslu, en þeir geta í raun gerst með nokkura ára millibili þó slíkt sé mjög sjaldgæft. Sjá nánar frétt af vef Live Science.

nile_sbsSökkvandi óshólmar er vandamál sem virðist vera að aukast á flestu þéttbýlustu svæðum heims. Hér er þó ekki hægt að kenna hlýnandi loftslagi um, en það gæti aftur aukið á vandan sem hækkandi sjávarstaða í framtíðinni getur valdið og gera svæði sem milljónir manna búa á í aukinni hættu vegna storma og flóða. Ástæðan er talin vera margs konar, meðal annars út af stíflum sem koma í veg fyrir frekari framburð fljótana og vegna aukinnar búsetu á þeim – sem eykur á þyngsli jarðlaganna. Einnig er dæling vatns úr jarðlögum undir óshólmanum líklegur orsakavaldur. Sjá nánar frétt á vef BBC.

Mikið moldviðri var í Sydney fyrr í vikunni, en Einar Sveinbjörnsson fjallaði um það allvel. Einnig er góða umfjöllun að finna á vef BBC.

Yfirlit – fréttir og pistlar vikunnar:

Laugardaginn 19. september opnaði síðan Loftslag.is formlega. Fyrsti gestapistillinn er eftir Halldór Björnsson og ber titilinn “Um gróðurhúsaáhrif og afleiðingar þeirra“. Síðan hafa ýmsar fréttir birst í vikunni, m.a. um myndun íshellunnar á Suðurskautinu, hitastig sjávar í síðastliðnum ágústmánuði, um niðursveiflu í virkni sólar og um nýjar rannsóknir varðandi bráðnun í Grænlandsjökli fyrir 6000-9000 árum, svo einhver dæmi séu tekin. Fyrir utan bloggfærslur þær sem birtust á opnunardaginn, þá hefur Höskuldur bloggað um eldvirkni og loftslag. Síðast en ekki síst viljum við nefna gestapistil eftir Emil Hannes Valgeirsson, nefnist pistill hans “Er hafísinn á hverfanda hveli?“.

Við viljum þakka gestapistlahöfundunum sérstaklega fyrir vandaða pistla. Við hlökkum til að afhjúpa næstu gestapistlahöfunda og gerum við ráð fyrir að birting gestapistla verði fastur liður á fimmtudögum.

Athugasemdir

ummæli

Tags: ,

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.