Tenglar: Sjávarstöðubreytingar með Sea Level Explorer

Maður heyrir oft um hækkandi sjávarstöðu en það er ekki alltaf víst að maður geri sér grein fyrir því um hvað þetta snýst. Nýlegar rannsóknir á bráðnun jökla á Grænlandi og Suðurskautinu benda til þess að hækkun sjávarstöðu geti gerst hraðar en spár hafa gefið til kynna hingað til; fyrir tveimur árum þá heyrði maður hæstu tölur í kringum hálfan til einn metra í lok þessarar aldar – nú heyrir maður oftar tölur sem eru nær 1-2 metrar. Það eru í raun ekki háar tölur – en með því að skoða kort af heiminum í dag, þá sér maður að búsvæði milljóna manna er í hættu – um 100 milljónir manna búa nú á svæðum sem eru innan við metra fyrir ofan núverandi sjávarstöðu. Auk þess er talið að einungis nokkrir tugir sentimetra sé nóg til að auka hættu af sjávarflóðum tífallt.

Hægt er að skoða hvað hækkun sjávarstöðu þýðir með því að skoða kort sem sýna hvar hækkandi sjávarstaða mun hafa mest áhrif, endilega skoðið Sea Level Explorer frá Global Warming Art.

Kort sem sýnir áhrifasvæði hækkunar sjávarstöðu (Sea Level Explorer - Global Warming Art)

Kort sem sýnir áhrifasvæði hækkunar sjávarstöðu (Sea Level Explorer - Global Warming Art)

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál