Léttmeti: Torfþök á öll hús

mg20427284_900-1_300Það er víst ekki sama torfbær og torfbær, samkvæmt nýrri rannsókn á því hversu mikið hús með torfþaki binda mikið kolefni. Þau sem stóðu að rannsókninni skoðuðu 12 torfþök og byggðu að auki sitt eigið hús með torfþaki.

Það kom í ljós að þessi torfþök náðu að binda allt að 375 grömm á fermetra, þau tvö ár sem rannsóknin stóð yfir.

Það hljómar ekki mikið, en ef milljón manna borg myndi taka upp á því að skipta um þak fyrir allar sínar byggingar, þá myndi það binda jafn mikið CO2 og tíuþúsund jeppar losa á ári.

Sá hængur er á að það tekur allt að sjö ár fyrir þakið að byrja að binda kolefnið í nægilega miklu magni til að vinna upp allt kolefnið sem fer í að gera það. 

Heimildir

Getter o.fl. 2009: Carbon Sequestration Potential of Extensive Green Roofs (ágrip).

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál