Blogg: Gestapistlar komandi vikna

IMG_4140-1Þrátt fyrir góðar tilraunir til að fá gestapistil þessa vikuna, þá hefur það ekki gengið sem skyldi, því þótt allflest af þeim sem við höfðum samband við, hafi tekið vel í þetta, höfðu þau ekki tíma til þess í þetta sinn.

Þetta þýðir einfaldlega að við fáum ekki gestapistil í þessari viku, en við getum látið okkur hlakka til ýmissa pistla á komandi vikum. Við látum þeim sem skrifa gestapistla alfarið um efnistök, en við viljum þó koma inn á þau efni sem við teljum líklegt að tekin verði fyrir á næstu vikum. Við teljum líklegt að inn komi pistlar sem tengjast m.a. umhverfisþönkum, farfuglum, orkunotkun, kolefnisbindingu og sólkerfinu svo eitthvað sé nefnt til sögunnar. Það eru bæði sérfræðingar og áhugamenn sem koma til með að rita pistlana, svo gaman verður að fylgjast með á komandi vikum.

Við viljum líka nota tækifærið og þakka þann áhuga sem þeir aðilar sem við höfum haft samband við hafa sýnt þessu verkefni okkar. Í þessum rituðu orðum erum við einnig að senda út tölvupósta á aðila sem okkur þykja hafa eitthvað fram að færa í þessari umræðu. Okkur þætti einnig vænt um að fá ábendingar um aðila sem lesendur telja að séu líklegir til að hafa skemmtilegt og fróðlegt innlegg í loftslagsumræðuna. Ef þið munið eftir einhverjum, þá er hægt að senda okkur tölvupóst eða einfaldlega gera athugasemd hér fyrir neðan.

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.