Frétt: Tengsl hafíss við loftslagsbreytingar síðustu 30 þúsund ár

Rannsóknin fór fram í setlögum á botninum í Fram-sundi (Fram Strait). Mynd af Wikipedia.

Rannsóknin fór fram á setlögum af hafsbotnin Framsunds (Fram Strait). Mynd af Wikipedia.

Unanfarna áratugi hefur hafís Norðuskautsins minnkað töluvert og þar til nú, þá hafa vísindamenn ekki vitað hvort þetta var hluti af hinum náttúrulegum sveiflum eða ekki. Þó vísindamenn hafi verið vissir um að loftslag og hafísútbreiðsla væru tengd, þá voru ekki til góð gögn um það.

Ný rannsókn bendir til tengsla milli hafísútbreiðslu á Norðurskautinu og loftslags, allavega síðastliðin 30 þúsund ár. Rannsóknin birtist í nýlegu hefti Nature Geoscience, en skoðaðir voru steingerðar þörungaleyfar í setlögunum og út frá þeim útbúin samfeld mynd af sveiflum í útbreiðslu hafíss í Framsundi (e. Fram Strait).

Framsund er eina djúpsjávartengingin á milli Norður-Íshafsins og Atlantshafsins og gefa setlög af því svæði góðar vísbendingar um sveiflur í hafísútbreiðslu. Niðurstöðurnar benda til þess að hafís Norðurskautsins bregðist ákaflega vel við jafnvel skammtímaloftslagsbreytingum.

Með því að skoða lífrænar leifar í setkjörnunum gátu vísindamennirnir tímasett hvenær Framsund var annað hvort þakið hafís eða íslaust. Notaðir voru efnaleifar þörunga sem myndast í hafís (IP25) og þörunga sem myndast án hafíss (brassicasterol). Á tímabilinu í kringum hámark síðasta jökulskeiðs frá um 30 þúsund árum og fram til fyrir um 17 þúsund árum þá fannst hvorugur þörunganna, sem bendir til þess að samfelld hafísbreiða hafi hulið sundið. Hlýnunin á Bölling fyrir um 14-15 þúsund árum kemur greinilega fram í setkjörnunum, en þá var sundið íslaust jafnvel um vetrarmánuðina. Þá sáust engin merki um IP25, en töluverð aukning varð í brassicasterol.

Síðar koma báðir þörungarnir fram, sem sýnir að eftir það var sundið aðeins hulið hafís á veturna og vorin.

Áður en þessi rannsókn var gerð, þá var lengsta skráða saga hafíss um þúsund ár aftur í tíman (frá Íslandi), en til að staðfesta kenninguna voru notuð setlög sem hægt var að tengja við hafíssögu Íslands.

Heimildir

Hér er ágrip af greininni: Müller o.fl 2009 – Variability of sea-ice conditions in the Fram Strait over the past 30,000 years

Ítarleg frétt um greinina má sjá á heimasíðu Planet Earth: Ice cover linked to climate for at least 30,000 years

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál