Frétt: Nýsköpun – íslensk vísindi

Eins og sjálfsagt allir áhugamenn um vísindi vita, þá er Ari Trausti með þátt í Ríkissjónvarpinu sem heitir Nýsköpun – íslensk vísindi. Þessir þættir eru einstaklega áhugaverðir og við hér á loftslag.is munum sperra augu og eyru enn meir en venjulega nú, þar sem fjallað verður um það í kvöld hvernig íslenskum jöklum reiðir af við hlýnun loftslags.

8182-15. þáttur.

Sýnt: fimmtudagur 29. okt. 2009 kl. 21.25.
Endursýnt: 30. október 2009 kl. 18.25; 31. október 2009 kl. 10.20

Í fimmta þætti raðarinnar um íslensk vísindi og fræði fylgjum við nemendum sem búa til sjálfvirka, litla geimjeppa, könnum hvernig íslenskum jöklum reiðir af við hlýnun veðurfars og hvernig Orkuveita Reykjavíkur fer að því að tryggja að alltaf sé kalt vatn í krönunum.

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál