Frétt: Örður auka virkni metans sem gróðurhúsalofttegund

news_2009_smogoverLANýleg grein í Science eftir loftslagsvísindateymi frá NASA hefur með tilraunum og loftslagslíkönum fundið aukna virkni metans (CH4) og kolmónoxíð (CO) sem gróðurhúsalofttegundir. Á móti kemur að áhrif Níturoxíð (N2O) virðist vera minna en áður.

Metan, sem er mikilvirk gróðurhúsalofttegund en í mun minna magni en CO2, virðist auka gróðurhúsavirkni sína þegar það tengist örðum (e. aerosols), t.d. fínu ryki, sjávarsalti, súlfati og svörtu kolefni (sóti). Hingað til hafa gróðurhúsaáhrif metans verið talin 25 sinnum áhrifameira en samsvarandi magn CO2, en þessar nýju rannsóknir benda til þess að það sé um 33 sinnum áhrifameira (það er þó nokkur óvissa um nákvæma tölu).

Höfundar telja að taka verði tillit til þessa við framtíðaráætlanir við að minnka losun gróðurhúsaáhrifa og að auka þá sérstaklega áhersluna á að minnka losun á skammtímamengunarefnum (e. short-lived pollutants) eins og metan, kolmónoxíð, VOC og örðum – samfara minnkandi losun CO2. Með því móti mætti draga úr hlýnun frekar fljótt á meðan minnkandi losun langtímagróðurhúsalofttegunda, líkt og CO2, taka mun lengri tíma að hafa áhrif. Hagkvæmni minnkandi losunar metans með því að nýta það sem orkugjafa vekur einnig vonir á að þetta sé álitleg lausn.

Aukning nokkurra gróðurhúsalofttegunda síðastliðna áratugi.

Aukning nokkurra gróðurhúsalofttegunda síðastliðna áratugi.

Metan, örður og aðrar skammtímamengunarefni mynda flókin efnafræðileg tengsl. Sem dæmi þá getur metan aukið ósón í veðrahvolfinu sem er slæmt fyrir uppskeru. Það getur einnig að lokum oxast yfir í CO2 eða með öðrum efnaferlum myndað vatnsgufu í heiðhvolfinu – sem myndar einnig áhrifarík gróðurhúsaáhrif. Enn önnur áhrif metans er nýfundin tilhneiging þess að minnka myndun kælandi súlfat-arða.

Höfundar segja ennfremur að langtíma loftslagslíkön verði að taka þetta inn í myndina til að gefa skýrari mynd af framtíðarloftslagsbreytingum. Enn eru þessar niðurstöður þó á frumstigi og því nauðsynlegt að fleiri skoði þennan möguleika, svo hægt sé að komast að samkomulagi um það hvernig best sé að tækla þetta. Einn af óvissunum er sú að ef reglugerðum verður breytt þannig að losun muni minnka mikið á svörtu kolefni, þá geti áhrifin orðið þau að minnkandi kælandi áhrif þess verði til þess að það hlýni enn frekar.

Þetta eru stórar fréttir í heimi loftslagsvísindanna og við munum fylgjast með þessu áfram. Einn höfundanna skrifar einnig á RealClimate og því hljótum við að búast við frétt um málið fljótlega á þeim slóðum.

Heimildir

Skoða má ágrip af greininni hér: Schindel o.fl. – Improved Attribution of Climate Forcing to Emissions

Góða umfjöllun má finna á heimasíðu Nature, sjá hér: Aerosols make methane more potent 

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál