Tilefni fyrirsagnarinnar hér að ofan er engin tilviljun, en þessi færsla fjallar um loftslagsstríð með tvennum formerkjum.
Orðastríðið
Það virðist vera hálfgert orðastríð í gangi á milli þeirra sem eru sannfærðir um að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu raunveruleg hætta og þeirra sem ýmist viðurkenna ekki að loftslagsbreytingar eru að gerast, viðurkenna ekki að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum, halda því fram að loftslagsbreytingar verði litlar og ekki þurfi að bregðast við eða það sé of dýrt.
Um það fjalla góðir þættir sem birtust fyrst á BBC og þá í þremur þáttum og heita Climate Wars, en farið er í gegnum vísindin lið fyrir lið á aðgengilegan og auðskiljanlegan hátt. Hægt er að horfa á þá þætti á YouTube í 18 hlutum, en samtalst er þetta um þrjár klukkustundir af efni og því mátulegt í eina-tvær kvöldstundir. Fyrsta hlutann má sjá hér fyrir neðan – en hægt er að nálgast þættina á einfaldan hátt á YouTube með því að fylgja tillögum að næsta myndbandi (sem kemur strax og fyrsti hlutinn er búinn) eða með því að leita að Climate Wars BBC ásamt númeri næsta hluta (02, 03 osv.frv.).
Auðlindastríðið
Seinni hluti þessarar færslu fjallar um möguleg stríðsáök vegna rýrnandi kjara um allan heim vegna loftslagsbreytinga. Hvað gerist ef spár ganga eftir og ýmsar þjóðir verða fyrir umtalsverðum vatnsskorti og matarskorti vegna loftslagsbreytinga. Munu flóttamenn flykkjast að næsta góða landi? Munu þær þjóðir sem eru vel vopnum búnar ráðast á nágranna sína? Um þetta og fleira fjallar Gwynne Dyer, höfundur bókarinnar Climate Wars í útvarpsþáttum sem hægt er að hlusta á heimasíðu CBC Radio. Þetta eru þrír þættir, hver um sig klukkutíma langur. Grípandi útvarpsefni og verður aldrei langdregið, tilvalið í eina-tvær kvöldstundir. Brot úr útvarpsþættinum:
About 2 years ago I noticed that the military in various countries, and especially in the Pentagon, were beginning to take climate change seriously. Now, it’s the business of the military to find new security threats. It’s also in their own self-interest, since they need a constant supply of threats in order to justify their demands on the taxpayers’ money, so you should always take the new threats that the soldiers discover with a grain of salt. You know, never ask the barber whether you need a haircut.
But I did start to look into this idea that global warming could lead to wars. It turned into a year-long trek talking to scientists, soldiers and politicians in a dozen different countries. I have come back from that trip seriously worried, and there are four things I learned that I think you ought to know.
The first is that a lot of the scientists who study climate change are in a state of suppressed panic these days. Things seem to be moving much faster than their models predicted.
The second thing is that the military strategists are right. Global warming is going to cause wars, because some countries will suffer a lot more than others. That will make dealing with the global problem of climate change a lot harder.
The third is that we are probably not going to meet the deadlines. The world’s countries will probably not cut their greenhouse gas emissions enough, in time, to keep the warming from going past 2 degrees celsius. That is very serious.
And the fourth thing is that it may be possible to cheat on the deadlines. I think we will need a way to cheat, at least for a while, in order to avoid a global disaster.
Leave a Reply