Frétt: Fræðsluvefur Námsgagnastofnunnar um loftslagsmál

Nýr loftslagsvefur Námsgagnastofnunnar opnaði á dögunum. Þann 11. nóvember opnaði fræðsluvefur Námsgagnstofnunar um loftslagsmál. Efnið á vefnum er þríþætt. Þar er fjallaðu um Þemaheftið  CO ₂ – framtíðin í okkar höndum, sem Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur tók saman. Heftið er væntanlegt í janúar. Á vefnum er fróðleg fræðslumynd á íslensku sem fjallar um loftslagsbreytingar af mannavöldum, myndin heitir Gróðurhúsaáhrif – loftslagsbreytingar og hlýnun jarðar og fjallar um veðurfarsbreytingar sem hafa orðið á jörðinni. Einnig er í henni fjallað um gróðurhúsaáhrifin og hlut mannanna í aukningu gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu. Á vefsíðunni CO ₂ – framtíðin í okkar höndum, verða meðal annars kennsluleiðbeiningar, krækjur og myndefni, auk verkefna sem hægt er að vinna í tengslum við efni fræðslumyndarinnar.

Ritstjóri verksins er Sigríður Wöhler en grafíska vinnslu og umbrot annaðist PORT hönnun.

Slóðin á vefsíðuna er http://nams.is/co2/ og það má horfa á fræðslumyndina Gróðurhúsaáhrif – loftslagsbreytingar og hlýnun jarðar á vefnum, myndin er í 3 hlutum og er u.þ.b. 25 mín. í allt.

co2_is


Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.