Blogg: Að stela bíl og nota fyrir sjónvarp

Við skrifuðum um ansi heitt málefni fyrir tveimur dögum (sjá Hakkarar afrita tölvupósta og skjöl). Sem sagt í stuttu máli sagt: Hakkarar náðu að afrita tölvupóst loftslagsvísindamanna sem starfa við rannsóknarmiðstöð háskólans í East-Anglia (CRU) í Norwich. Þessir tölvupóstar – eða hluti af þeim hefur birst á vefsíðum sem sérhæfa sig í að efast um hlýnun jarðar af mannavöldum og margir fjölmiðlar eru nú farnir að bergmála það sem efasemdamennirnir segja – oft án þess að kynna sér hvað vísindamennirnir voru í raun og veru að segja.

Við fjölluðum í raun ekki ítarlega um þetta í upphafi, því okkur fannst líklegt eftir dálítinn lestur að það þyrfti ansi hreint magnaða samsæriskenningasmiði til að sjá eitthvað samsæri og falsanir út úr þessum tölvupóstum.

Meðal annars hafa íslenskir fjölmiðlar birt skrumskældar útgáfur af þessum fréttum – það selur víst að skrifa svona fréttir, þótt þær séu illa unnar. Hér er ágætt sýnishorn úr íslenskum fjölmiðli, feitletrað það sem augljóst er að þeir sem skrifa fréttina eru mataðir á rangfærslum:

visir.is – Loftslagsfræðingar sagðir ýkja stórlega:

Breski háskólinn University of East Anglia hefur staðfest við New York Times að hundruðum tölvupósta hafi verið stolið af vefþjóni skólans.
Þetta eru meðal annars póstar sem gengið hafa á milli þekktra breskra og bandarískra vísindamanna þar sem fjallað er um loftslagsmál.
Þar kemur ýmislegt fram sem efasemdarmenn um hlýnun jarðar segja að sýni ljóslega að vísindamennirnir stundi blekkingar til þess að ýkja áhrif mannsins á loftslagsbreytingar.
Í einum póstinum segir vísindamaður að hann hafi notað tölfræðilega brellu til þess að sýna framá skarpa hlýnun.
Birtir eru nokkrir póstar sem fóru á milli Kevins Trenberth loftslagsfræðing og annarra vísindamanna. Trenberth er loftslagsfræðigur við National Center for Athmospheric Research í Bandaríkjunum.
Vísindamennirnir tala um skort á skilningi á hitasveiflum sem mælst hafa undanfarið, sem benda til þess að jörðin sé nú að kólna. Trenberth segir meðal annars -Staðreyndin er sú að við getum ekki gert grein fyrir því hvers vegna jörðin er ekki að hitna núna og það er skrípaleikur.
Margir vísindamannanna sem nafngreindir eru í tölvupóstunum hafa staðfest við New York Times að þeir hafi skrifað þá.

Það sem er kannski einna helst athugavert  þessa frétt – er að höfundur þess gefur sér að það sem hann les um málið – annað hvort á bloggsíðum efasemdamanna eða í erlendum fjölmiðlum sem að vísa á bloggsíður efasemdamanna – sé eitthvað sem sé fullkomlega rétt og satt. Ekki er hafið fyrir því að leita upplýsinga um hvað í raun og veru var sagt í þessum tölvupóstum og hvað lá að baki þeim orðum sem að þar hafa nú birst.

Við skulum byrja á að kryfja það sem er feitletrað í þessari frétt.

Í einum póstinum segir vísindamaður að hann hafi notað tölfræðilega brellu til þess að sýna framá skarpa hlýnun

Pósturinn sem um er rætt má sjá hér, það sem er grunnurinn í þessari setningu hér fyrir ofan er feitletrað:

Dear Ray, Mike and Malcolm,
Once Tim’s got a diagram here we’ll send that either later today or
first thing tomorrow.
I’ve just completed Mike’s Nature trick of adding in the real temps
to each series for the last 20 years (ie from 1981 onwards) amd from
1961 for Keith’s to hide the decline.
Mike’s series got the annual
land and marine values while the other two got April-Sept for NH land
N of 20N. The latter two are real for 1999, while the estimate for 1999
for NH combined is +0.44C wrt 61-90. The Global estimate for 1999 with
data through Oct is +0.35C cf. 0.57 for 1998.
Thanks for the comments, Ray.

Cheers
Phil

Hér er Phil Jones að vísa í “brellu” við framsetningu gagna (ekki tölfræðilega) sem hann rakst á í Nature grein Manns o.fl. 1998 (Global-scale temperature patterns and climate forcing over the past six centuries) og snýst um að teikna á sömu mynd hitastig fengna með mælingum veðurstöðva og svokallað proxý-hitastig sem fengnar voru með óbeinum mælingum. Með því móti sást samhengi þessara gagna betur. Gögnin sem þetta átti að “fela” eru gögn sem vel eru þekkt að séu ekki góð fyrir árin eftir 1961 og þetta vandamál hefur verið kallað “divergence problem” (samleitni vandamálið). Þetta vandamál hefur verið þekkt frá 1998 og meðal annars rætt um það í grein Briffa o.fl 1998 (Reduced sensitivity of recent tree-growth to temperature at high northern latitudes – ágrip), en það er grein þeirra sem fyrst byrjuðu að nota þessi gögn, en þar mæla þeir með að ekki séu notuð gögn eftir 1961.

Það er því meira en viðeigandi að nota þá “brellu” að teikna ekki gögnin öll, sérstaklega þar sem ekki er mælt með að þau séu notuð (þ.e. gögnin eftir 1961).

Næsta setning:

Vísindamennirnir tala um skort á skilningi á hitasveiflum sem mælst hafa undanfarið, sem benda til þess að jörðin sé nú að kólna. Trenberth segir meðal annars -Staðreyndin er sú að við getum ekki gert grein fyrir því hvers vegna jörðin er ekki að hitna núna og það er skrípaleikur.

Það sem verið er að vísa í er úr eftirfarandi tölvupósti (feitletrað það sem við á):

Hi all

Well I have my own article on where the heck is global warming? We are asking that here in Boulder where we have broken records the past two days for the coldest days on record. We had 4 inches of snow. The high the last 2 days was below 30F and the normal is 69F, and it smashed the previous records for these days by 10F. The low was about 18F and also a record low, well below the previous record low. This is January weather (see the Rockies baseball playoff game was canceled on saturday and then played last night in below freezing weather).

Trenberth, K. E., 2009: An imperative for climate change planning: tracking Earth’s global energy. Current Opinion in Environmental Sustainability, 1, 19-27, doi:10.1016/j.cosust.2009.06.001. [1][PDF] (A PDF of the published version can be obtained from the author.)

The fact is that we can’t account for the lack of warming at the moment and it is a travesty that we can’t. The CERES data published in the August BAMS 09 supplement on 2008 shows there should be even more warming: but the data are surely wrong. Our observing system is inadequate.

That said there is a LOT of nonsense about the PDO. People like CPC are tracking PDO on a monthly basis but it is highly correlated with ENSO. Most of what they are seeing is the change in ENSO not real PDO. It surely isn’t decadal. The PDO is already reversing with the switch to El Nino. The PDO index became positive in September for first time since Sept 2007. see [2]http://www.cpc.ncep.noaa.gov/products/GODAS/ocean_briefing_gif/global_ocean_monitoring_current .ppt

Kevin

Hér er Kevin Trenberth að lýsa vangetu vísindamannanna í að mæla heildar geislunarjafnvægið (e. radiation balance) í efri lögum lofthjúpsins með nægilegri nákvæmni til að geta lýst orkubúskap (e. energy budget) jarðarinnar nægilega vel á stuttum tímakvarða. Þ.e. þær athuganir og mælingar sem til eru, nægja ekki til þess. Hægt er að skoða þessar pælingar Trenberths í grein sem kom út fyrr á árinu (An imperative for climate change planning: tracking Earth’s global energy).

Hér er því um að ræða skortur á nægjanlega góðum athugunum og mælingum sem gera það að verkum að ekki er hægt að reikna út orkubúskap jarðarinnar. Rímar ekki alveg við það sem ofangreind frétt á visir.is segir – eða hvað?

Niðurstaða

Eins og sést á þessum tveimur setningum sem eru hér greindar, þá er ekkert sem bendir til að um einhverskonar falsanir sé að ræða af hálfu þessara vísindamanna. Þarna urðu þeir í fyrsta lagi fyrir árás hakkara og í öðru lagi síðan fyrir árás efasemdablogga og fjölmiðla sem hafa reynt að snúa út úr orðum þeirra af mikilli vanþekkingu.

Vel getur verið að við skrifum um fleiri punkta sem skrumskældir verða úr þessum tölvupóstum – en á erlendum efasemdabloggum er verið að snúa og skrumskæla orð þessara vísindamanna í tugavís og því líklegt að fleiri punktar komi fyrir sjónir hér.

Eftir þennan lestur, þá ætti fyrirsögn bloggfærslunnar að skýra sig sjálf.

Ítarefni

Útskýringarnar eru að mestu fengnar af RealClimate – sem er bloggsíða skrifuð af loftslagsvísindamönnum, sem sumir hverjir hafa einnig orðið fyrir því að þeirra tölvupóstar hafa verið teknir úr samhengi. Sjá t.d. eftirfarandi bloggfærslur og athugasemdir þeirra: The CRU hack og The CRU hack: Context

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál