Frétt: Skýrsla – Kaupmannahafnargreiningin

LOGO_SÁrið 2007 kom síðasta stóra matsskýrslan um loftslagsmál út hjá Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC). Sú skýrsla var fjórða í röðinni og von er á þeirri fimmtu árið 2014. En frá því skýrslan kom út 2007 hafa komið fram nýjar rannsóknir um ástand mála. Í raun þá þurfti efnið sem er í skýrslunni frá 2007 að vera tilbúið 2006 til að vera með í skýrslunni, enda um stórt verk að ræða sem ekki er haspað af á stuttum tíma. Kaupmannahafnargreiningin (Copenhagen Diagnosis) er skýrsla 26 vísindamanna frá öllum heimshornum sem gefin var út 24. nóvember. Skýrslan er hugsuð sem viðbót við IPCC skýrsluna, og er um það sem gerst hefur í loftslagsrannsóknum síðan 2007. Eins og í matsskýrslum IPCC, þá er allt efni í Kaupmannahafnargreiningunni unnið út frá ritrýndu efni. Það er því ekki hægt að segja að þarna sé um nýtt efni að ræða, heldur samantekt á því sem höfundar telja skipta máli fyrir loftslagsráðstefnuna í Kaupmannahöfn (COP15) í desember.

Helstu atriði skýrslunnar

Þýðingarmestu atriðin varðandi loftslagsrannsóknir frá síðustu skýrslu IPCC eru:

Koldíoxíðslosun á heimsvísu er næstum 40% hærri í dag en hún var árið 1990. Jafnvel þó það takist að ná jafnvægi í losun koldíoxíðs strax í dag, þá er talið að aðeins 20 ára losun í viðbót muni þýða að það séu 25% möguleikar á því að hitastig hækki um meira en 2°C í framtíðinni, jafnvel þó lítil losun yrði eftir 2030. Hvert ár sem aðgerðir tefjast þýða meiri möguleika á því að hitastig hækki um meira en 2°C.

Hitastig á heimsvísu nú, sýnir fram á að hitastig hækkar af manna völdum: Á síðustu 25 árum hefur hitastig hækkað um 0,19°C á áratug, sem er nokkuð nærri þeim spám sem gerðar eru vegna meiri losunar gróðurhúsalofttegunda. Jafnvel á síðustu 10 árum, þrátt fyrir minni styrk sólar, þá er leitni hitastigsins upp á við. Náttúrulegar sveiflur hafa komið nú sem áður, en það hefur ekki verið nein marktæk breyting í leitni hitastigs.

Hröðun í bráðnun jökla og ísbreiðna: Stórt magn gagna frá gervihnöttum og ís mælingar sýna nú án vafa, að bæði Grænlandsjökull og ísbreiðan á Suðurskautinu eru að missa massa á auknum hraða. Bráðnun jökla um allan heim hefur líka aukist síðan 1990.

Hröð bráðnun hafíssins á Norðuskautinu: Sumarbráðnun hafíssins á Norðurskautinu hefur verið hraðari en spár gerðu ráð fyrir. Flatarmál hafísbráðnunar á tímabilinu 2007-2009 var u.þ.b. 40% meiri en gert var ráð fyrir í matsskýrslu 4 frá IPCC.

Hækkun sjávarborðs vanmetin: Gervihnettir sýna að sjávarborð á heimsvísu hefur hækkað meira, um 80% hraðar, en fyrri spár IPCC gerðu ráð fyrir (3,4 mm/ári á síðustu 15 árum).

Sjávarborðshækkun endurmetin: Fyrir árið 2100, er líklegt að sjávarborð muni hækka 2. sinnum meira en áætlanir vinnuhóps 1, í matsskýrslu 4 hjá IPCC gerðu ráð fyrir, án nokkurra mótvægisaðgerða gæti sú tala farið yfir 1 meter. Efri mörk hafa verið áætluð um 2 metra sjávarborðshækkun fyrir 2100. Sjávarborð mun hækka í margar aldir eftir að jafnvægi er komið á hitastig, og nokkra metra sjávarborðshækkun á næstu öldum er því talið líklegt.

Seinkun aðgerða gera meiri hættu á óafturkræfum skaða: Nokkrir viðkvæmir þættir í loftslagskerfinu (t.d. Amazon frumskógurinn, Vestur Afríku monsúninn o.fl.) gætu komist nærri þeim mörkum að skaðinn gæti orðið óafturkræfur, ef hitastig hækkar í takt við business-as-usual ferlið restina af öldinni. Hættan af því að fara yfir fyrir ákveðna vendipunkta (tipping points) eykst stórlega við áframhaldandi loftslagsbreytingar. Þar með er hætta á, að áframhaldandi bið eftir frekari vísindalegri þekkingu, geti þýtt að farið yrði yfir suma vendipunktana áður en borin eru kennsl á þá.

Viðsnúningnum verður að ná fljótlega: Ef takast á að stöðva hnattræna hlýnun af mannavöldum við mesta lagi 2°C, þá þarf losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu að ná hámarki á árunum 2015-2020 og svo að minnka hratt eftir það. Til að ná jafnvægi í loftslaginu, þá þarf að ná því að losun verði nánast engin áður en öldin er úti. Með meiri nákvæmni, þá þarf árleg losun hvers einstaklings að verða undir einu tonni fyrir árið 2050. Þetta er 80-95% af losun í þróuðum löndum árið 2000.

Heimildir:

Byggt á samantekt skýrslunnar; Kaupmannahafnargreiningin (Copenhagen Diagnosis) sem finna má á heimasíðunni www.copenhagendiagnosis.com.

LOGO_CD

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.