Oft skjóta upp kollinum spurningar um loftslagsbreytingar sem mjög auðvelt er að svara ef maður hefur aðgang að réttum gögnum. Dæmi um þetta sá ég í nýlegri blaðagrein þar sem eftirfarandi fullyrðing kom fram:
“As the world has already been through two of its coldest winters for decades, with all the signs that we may now be entering a third, the scientific case for CO₂ threatening the world with warming has been crumbling away on an astonishing scale.”
(Greinina má finna á vefsvæði Daily Telegraph, en hún er slíkt samsafn vafasamra fullyrðinga að það má teljast ábyrgðarhluti að benda á hana)
Þó fleiri rangar fullyrðingar væru í greininni hjó ég sérstaklega eftir þessari, því ég kannaðist ekki við að þetta væri rétt, auk þess sem það ætti að vera auðvelt að tékka á henni.
Nokkrar mismunandi samantektir eru til á hnattrænum meðalhita (sjá greinina “Hætti hlýnun jarðar eftir 1998” fyrir nánari umfjöllun), en ágæt röð til að nota hér er frá bandarísku veðurstofunni NOAA. Veðurfarsgagnamiðstöðin (NCDC) heldur úti síðu þar sem nýjustu mánaðargildi eru birt. Á síðunni má finna ítarlegar upplýsingar um það hvernig gögnin sem aðgengileg eru frá síðunni eru sett saman, en ekki verður farið nánar í þá sálma hér.
Gagnaröðin sem hér kemur að gagni má finna neðarlega á síðunni og hún er merkt sem
“The Monthly Global (land and ocean combined into an anomaly) Index (degrees C)”. Ef smellt er á krækjuna fer vafrarinn á FTP svæðið:
ftp://ftp.ncdc.noaa.gov/pub/data/anomalies/monthly.land_ocean.90S.90N.df_1901-2000mean.dat
Röðin sýnir hnattræn hitafrávik hvers mánaðar miðað við meðaltal 20. aldarinnar. Ef þessi gögn eru skoðuð sést að fyrstu áratugina (fram yfir 1920) eru frávikin iðulega minni en núll, en þau eru stærri en núll síðustu áratugina (Tölur sem vantar eru merktar -999, en þær eru aftast í röðinni og endurspegla þá mánuði sem vantar af árinu sem er að líða).
Hefðbundin skilgreining á vetri í veðurfarsfræðum er tímabilið desember til febrúar. Á Íslandi væri meira vit að nota lengra tímabil, en það er önnur saga. Ef tölurnar fyrir þessa mánuði síðustu tvö ár eru skoðaðar og bornar saman við árin á undan er erfitt að sjá að þær séu óvenjulega lágar.
Til að kanna þetta betur er best að teikna gögnin í töflunni. Hægt er að gera slíkt í töflureikni (t.d. Excel), en ég hef meira gaman af því að nota tölfræði- og teikniforritið R.
R er forrit sem hlaða má niður frá vefsíðunni www.r-project.org. Það er ókeypis og lítið mál að setja það upp á flestum tölvum (sjá leiðbeiningar).
Þegar búið er að setja upp forritið og ræsa það er fyrst að ná í gögnin
>dd=read.table(“ftp://ftp.ncdc.noaa.gov/pub/data/anomalies/monthly.land_ocean.90S.90N.df_1901-2000mean.dat“,
na.strings="-999.0000",col.names=c("ár","mán","hiti"))
Þessi skipun les gögnin inn í töfluna dd. Skipunin read.table hefur marga rofa sem hægt er að stilla þegar hún er gefinn. Til að fá upplýsingar um skipanir í R er sett “?” fyrir framan skipunina, t.d.
>?read.table
sem gefur meiri upplýsingar um skipunina read.table en góðu hófi gegnir. Hér gefum við tvo rofa , sá fyrri na.strings segir read.table að meðhöndla -999.000 sem “gildi vantar” (NA). Seinni rofinn gefur dálkunum nafn. Hvorugur rofinn er nauðsynlegur (sjálfgefin dálkheiti eru V1, V2 og V3) með því að gefa dálkum nafn verða þær skipanirnar sem fylgja læsilegri.
Skipunin
> dim(dd)
[1] 1560 3
segir okkur að taflan sé 1560 línur og 3 dálkar (þetta breytist milli ára).
Fyrstu gildin í töflunni má skoða með:
> dd[1:5,]
ár mán hiti
1 1880 1 -0.0491
2 1880 2 -0.2258
3 1880 3 -0.2095
4 1880 4 -0.1221
5 1880 5 -0.1279
og þær síðustu
> dd[1555:1560,]
ár mán hiti
1555 2009 7 0.5655
1556 2009 8 0.6053
1557 2009 9 0.6126
1558 2009 10 0.5673
1559 2009 11 NA
1560 2009 12 NA
Tölurnar lengst til vinstri eru línunúmer töflunnar, “ár”, “mán” og “hiti” eru dálkheitin. Takið eftir að hitatölurnar í línum 1559 og 1560 vantar, en þetta eru tölur fyrir nóvember og desember 2009 (en þau gildi eru óþekkt þegar þessi pistill er skrifaður). Í stað tölu er NA sem segir R að meðhöndla þær sérstaklega.
Til að teikna hitagögnin þarf einungis
> plot(dd$hiti)
Það hefði mátt nota dd[,3] í stað dd$hiti, fyrri aðferðin vitnar í dálkinn eftir númeri hans, sú seinni eftir nafni (sem er skýrara). Mynd 1 sýnir niðurstöðuna.
Þessi skipun teiknar hitann sem fall af línunúmerum. Greinilega hlýnar með hækkandi línunúmeri. Ef við viljum hafa eitthvað annað en línunúmer á x-ásnum þurfum við að segja plot skipuinni frá því. Það dugir nota skipunina seq() en hún býr til raðir.
> tt=seq(1880,2010-1/12, length.out=1560)
> plot(tt,dd$hiti)
Hér býr seq(1880,2010-1/12,length.out=1560) til tímaás sem hefur 1560 gildi. Þó þessi ás sé réttur þá hefur R betri aðferðir við að vinna með dagsetningar (meira um það síðar).
Mynd 2 er því sambærileg við mynd 1 en hefur x-ás sem gengur frá 1880 út árið 2009. Ef mynd 2 er skoðuð sjást tveir óvenju hlýir mánuðir skömmu fyrir aldamótin og eftir aldamótin. Með því að skoða töfluna á vefsíðu NCDC sést að hlýjasti mánuðurinn í röðinni er febrúar 1998, og janúar 2007 sá næst hlýjasti. Í fyrra tilvikinu var öflugasti ElNino sem vitað er um á fullu, í því síðara var snubbóttur ElNino í gangi (lista með mánaðartölum fyrir ElNino má sjá í fyrirlestri sem uppfærður er reglulega hjá annarri undirstofnun bandarísku veðurstofunnar).
Til að kanna fullyrðinguna að síðustu vetur séu óvenjukaldir er best að skoða styttra tímabil. Það getum við gert með því að skorða x-ásinn við árin eftir 1980. Í skipuninni hér að neðan er y-ásinn líka stilltur þannig að gögnin fylli sem best út flötinn, auk þess sem ásar eru eru merktir og myndin titluð.
plot(tt,dd$hiti,xlim=c(1980,2010),ylim=c(-0.2,0.9),
main="Mánaðarhitafrávik (NCDC)",xlab="Ár",
ylab="Hitafrávik (°C)")
grid()
Við að skoða mynd 3 er ljóst að nýlega hafa verið einstaka óvenju kaldir mánuðir (sérstaklega janúar og febrúar 2008), og þar þarf að fara aftur til áranna 1995 fram yfir aldamót til að sjá annað eins. En voru þessir mánuðir nægilega kaldir til að draga vetrarmeðaltalið niður?
Til að kanna það er fljótlegast að reikna þriggja-mánaða miðjað hlaupandi meðaltal. Þannig fæst röð með þar sem hvert gildi er meðaltal þriggja gilda, t.d. verður janúar gildið meðaltal desember, janúar og febrúar í upprunalegu röðinni. Í R dugir filter skipunin vel fyrir þetta. Þriggja mánaða hlaupandi meðaltal fæst með skipuninni:
filter(dd$hiti,c(1,1,1)/3)
og við bætum þessari línu (rauðlitaðri) á myndina með skipuninni
lines(tt,filter(dd$hiti,c(1,1,1)/3),col='red')
Nú eigum við bara eftir að merkja inn janúarmánuðina á rauðu línuna (en þeir eru meðaltal desember, janúar og febrúar frávika, þ.e. þeir eru vetrarmeðaltalið). Til að hirða janúarmánuðina úr tímaásnum má enn og aftur nota seq skipunina til að hirða 12 hvert gildi. Skipunin
seq(1,1560,by=12) býr til listann 1,13,25,….1549 og 12 hvert gildi í tt fæst með
tt[seq(1,1560,by=12)]
Hornklofinn við tt inniheldur tilvísanir á stök vigursins tt. Eitt af því snjalla við R er að hægt er að setja slíkar tilvísanir beint aftan við föll sem skila vigrum sem úttaki. Með því að bæta sömu seq skipuninni aftan við filter skipunina er má hirða vetrarmeðaltölin frá úttaki filter. Til að merkja inn punkta notum við skipunina points, og bætum loks við
points(tt[seq(1,1560,by=12)],
filter(dd$hiti,c(1,1,1)/3)[seq(1,1560,by=12)],col='red',pch=19)
Mynd 4 sýnir niðurstöðuna. Ef við skoðum nýlega vetur þá eru 2004/5, 2005/6 og 2008/9 álíka hlýir, 2006/8 er hlýjasti veturinn á myndinni, en 2007/8 er kaldur. Þessi síðastnefndi er á svipuðu róli og 2000/1, 1995/6 1996/7
Svo niðurstaðan er þessi. Síðasti vetur var ekki kaldur. Veturinn þar á undan var álíka kaldur og vetur upp úr aldamótunum og nokkrum árum þar á undan. Hlýjasti vetur raðarinnar var fyrir þremur árum.
Staðhæfingin
“As the world has already been through two of its coldest winters for decades, with all the signs that we may now be entering a third…”
er því röng.
Það er svo annað mál að höfundur virðist telja að tveir kannski þrír vetur í röð nægi til að gera út um málið. Slíkt er auðvita af og frá. Ef myndin er skoðuð vel má finna kólnun þrjá eða fjóra vetur í röð skömmu fyrir 1985, 1995 og um aldamótin. Samt er áberandi hlýnun í röðinni.
Eins og áður sagði er greinin í heild sinni er uppfull af vafasömum og kolröngum fullyrðingum. Þegar ég las hana datt mér í hug að hún væri skriflegt Gish gallop, en sú tækni gengur út á að drekkja andstæðingnum með flóði vafasamra fullyrðinga. En það má furðu sæta þegar höfundur er með fullyrðingar sem einungis þarf nokkurra mínótna vinnu til að hrekja.
Viðauki
Fyrir þá sem hafa áhuga á að ná sér í R og prófa að teikna þessa röð, þá hef ég með R-forrit sem sækir gögnin, teiknar NCDC hitaröðina, bætir við bestu línu og merkir. Tímaásinn á þessari mynd er gerður með því að nota sérstakt dagsetningarform (en amk. tvö slík eru í R). Þessi útgáfa ætti því ekki að úreldast strax, því hún á að vera rétt þó fleiri mánuðir bætist við í safnið hjá NCDC. Til að nota forritið þarf að hlaða því niður í þá möppu sem R notar sem vinnusvæði
(getwd() skilar því). Síðan þarf bara að gefa skipunina
source(“teiknaNCDC.R”)
Leiðbeiningar um uppsetningu R
Mér finnst allt of mikið að verið sé að predika og þar með sýna fram á, að það sé “sannað” að það sé að hlýna á Jörðinni.
M.ö.o. Mantra síðunnar hérna er það fari hlýnandi af mannavöldum, og það sé hinn heilagi sannleikur. Ekki er fjallað um annað, nema þá helst að “sýna” fram að allar aðrar staðhæfingar um hið gagnstæða séu ekki réttar.
Fer hlýnandi, eða fer ekki hlýnandi? Veit einhver þetta?
Hvað nú ef það kemur í ljós að það fari kólnandi á Jörðinni? Munu þá loftlagsfræðin fjalla um það hvernig eigi að koma í veg fyrir það, eða verður það þá bara látið gott heita að það fari kólnanadi á Jörðinni?
Það er alveg hreint með ólíkindum að fylgjast með þessum, afsakið orðbragðið,
hálfvitumsem halda því fram blákalt að möguleg hlýnun sé af mannavöldum. Og já, svo er maður bara skrýtinn ef maður dirfist að leggja orð í belg og réttilega gagnrýna þessa vitleysu.Greinarhöfundur talar um staðhæfingar. Hvað með að tala um STAÐREYNDIR. Vísindaleg staðreynd: Hitastig stýrir magni co2 í lofthjúpnum, EKKI ÖFUGT!
Hvort sem jörðin er að hitna eða kólna kemur þessari staðreynd lítið við. Jörðin er annars alltaf að hitna og kólna. Kallast náttúra!!!!
Þið globalwarming-hallelúja
fábjánarþurfið að horfast í augu við ofangreinda staðreynd áður en þið haldið lengra í þessum sjálfs-heilaþvætti.Já, og varðandi hlýnun vs. kólnun dæmið… hvaðan eruð þið að fá ykkar gögn annars? Það er löngu búið að fletta ofan af IPCC. Það breytir engu þótt þið viljið ekki trúa því, reynið að tala þetta niður og þagga. Sorry, heimurinn virkar ekki eftir ykkar heilaþvætti.
Verst að þið bekennið ykkur við vísindi. ÞVÍLÍK SJÁLFSBLEKKING!!!
[Hér er öllum velkomið að gera athugasemdir, en reynum að hafa umræðuna málefnalega: Ritstjórn Loftslag.is]
Jökull; Við segjum frá því sem vísindin segja okkur um hitastig jarðar. Ef við myndum segja að jörðin væri að kólna, þá væri það ekki rétt, sjá t.d. hitaferlana í færslunni hér að ofan. Þeir sem rannsaka þessi fræði telja (langflestir) að aukning gróðurhúsalofttegunda hafi bein áhrif á hitastig. Hægt er að lesa lítillega um þetta á síðunni um Grunnatriði kenningarinnar.
“Þeir sem rannskaa þessi fræði telja langflestir …..”
uhhh… hmmm… NEI!!
IPCC er mestmegnis EKKI vísindamenn, og af þeim er bara brot sem er veðurfarsvísindamenn.
Það er STAÐREYND að hitastig stýrir co2-magni. STAÐREYND!!!
Þarf að
fokkingstafa þetta fyrir ykkur??[Reynum að halda okkur á málefnalegum nótum: Ritstjórn Loftslag.is]
Hér er örlítill fróðleikur um Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál – IPCC. Farið er yfir helstu hlutverk, verksvið og verklag nefndarinnar.
Egill, þú ert að misskilja þetta.
„Global warming“ af mannavöldum er pólitískt og efnahagslegt fyrirbæri. Ekki veðurfræðilegt.
Hópar manna hafa laun af þessum „iðnaði“ eins og ýmsum öðrum umhverfis iðnaði. Hópar pólitíkusa halda sínum embættum/völdum með því að gera út á „global warming“ fyrirbærið, enda er hnattræn hlýnun af mannavöldum fyrir löngu orðin trúarbrögð (fólk trúir gangrýnislaust og það er guðlast að efast). Trúað fólk er auðvelt í taumi og foringjahollt, besta mögulega stuðningsfólk pólitíkusa.
Þetta hefur eingöngu að gera með peningalega hagsmuni og pólitísk völd.
Ætli það sé ekki best að skoða hvað liggur að baki vísindanna í stað þess að alhæfa um alheimssamsæri vísindamann og stjórnmálamanna (enda nokkuð langsótt). Sjá t.d. Söguna, Grunnatriði kenningarinnar og að lokum langar mig að benda á mýtuna um trúarbrögð í vísindum.
Gunnlaugur – ég veit ég veit. þoli bara ekki að því sé haldið fram að þetta sé vísindalegar niðurstöður.Sveinn Atli og ritstjórn loftslags – hvað er málið???
Enn einu sinni: Það er vísindalega STAÐREYND að hitastig stýrir magni co2, EKKI ÖFUGT eins og þið viljið halda fram!!! Það er engin forstenda fyrir því sem þið apið upp eftir IPCC.
..og svo eruð þið með eitthverja besserwisser-stæla… huhh.. verður bara að kíkja á grunnatriði kenningarinar og mýtur og eitthvað….
GRUNNATRIÐI KENNINGARINNAR????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????
Það sem liggur að baki vísindunum?????
ER GRUNNFORSENDAN EKKI AÐ CO2 STÝRIR HITASTIGI???????????
ERUÐ ÞIÐ ALGJÖRLEGA HEILALAUSIR???????????
Já, og á ég svo að halda mig á málefnalegum nótum???? Þið virðist þurfa nokkra löðrunga til að vekja ykkur úr dáinu. Kanski nokkur blótsyrði dugi, málefnalegar nótur eru ekki móttækilegar hjá ykkur.
Fokking fokk, opniði augun!!!
EF HITASTIG STÝRIR CO2 ÞÁ STÝRIR CO2 EKKI HITASTIGI!!! ÞETTA GERIST EKKI EINFALDARA!!!!!!!! HAAAAALLLLLÓÓÓÓÓÓ!!!!!
og Sveinn Atli… ef þú gleypir jafnhrátt mýtuna um globalwarming (sem by the way er verið að endurskíra ClimateChange… ætli það verði ekki ísaldarspár næst, þegar allir hafa opnað augun fyrir co2-bullinu), þá ættirðu að spá aðeins í sjálfum þér og eigin hugsanagangi. Mæli með sjálfstæðri hugsun.
Fræddu svo sjálfan þig með alvöru upplýsingum. Ekki apa upp skoðanir annara. Áttaðu þig svo líka á því að ef co2-bullið er plat, sem það er, hvað þýðir það þá um hvað sé í gangi í heiminum??? hugsaðu sjálfstætt
http://www.youtube.com/watch?v=VebOTc-7shU
[Vera málefnalegur takk fyrir]
[Til að svara þér í stuttu máli, þá eru skoðanir mínar byggðar á mælingum og rannsóknum vísindamanna, en ekki gífuryrðum eins og þeim sem þú viðhefur Egill]
Ef þetta er svona ofureinfalt og auðsjáanlegt, endilega útskýrðu það fyrir heimskunni í mér hvernig stendur á því að co2 á að stýra hitastigi, þegar það er vísindaleg staðreynd að hitastig stýrir co2.
Ekki vísa í einhverjar greinar og eitthvað, útskýrðu þetta bara fyrir mér. Það hlýtur að vera skítlétt.
..og þegar það virkar ekki að vera málefnalegur? Hvað þá?
Skoðanir þínar byggðar á mælingum og rannsóknum vísindamanna?
Er þér yfirleitt viðbjargandi???
Það eru mælingar og rannsóknir sem sýna og sanna það… enn einu sinni… allir saman nú….. HITASTIG stýrir co2, EKKI ÖFUGT.
VÍSINDALEG STAÐREYND, FENGIN FRÁ MÆLINGUM OG RANNSÓKNUM VÍSINDAMANNA!!!!!!
Hafið þið yfirleitt greindarvísitölu til að huxa?
Það vantar ekki hitann í umræðuna hér…
Jökull, tilgangurinn með þessum pistli er einmitt benda á staðreyndir en ekki að vera með einhvert mantra.
Ég er að benda á að hver sem er geti auðveldlega hrakið staðhæfinguna að nú sé þriðji kaldi veturinn í röð í uppsiglingu sem þýði að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu rugl.
[Það að staðhæfingin sé röng sannar auðvita ekki að gróðurhúsaáhrif séu að valda hlýnuninni, – eða að hlýnunin sé af mannavöldum. Það er önnur saga.]
En hitaröðin sem ég vísa í sýnir þér breytingarnar milliliðalaust. Og ef það skildi fara að kólna þá geturðu notað síðuna til að fylgjast með því gerast. Þú þarft þá ekki að láta túlka þetta neitt fyrir þig.
Egill, það er munur á því að segja skoðun galna, eða segja viðkomandi galinn. Sá sem kryddar mál sitt með því að kalla aðra hálfvita eða fábjána á það á ættu að vera talinn “bara skrítinn” og hunsaður. Sem er óheppilegt ef hann telur gagnrýni sýna að öðru leyti réttmæta. Sveinn Atli er þegar búinn að benda á hvar þú getur fengið upplýsingar um samsetningu IPCC. Varðandi CO2 og hita þá þykir mér líklegt að þú sért að vitna í þá viðurkenndu staðreynd að í lok síðasta jökulskeiðs hlýnaði áður en CO2 fór að aukast.
Tímasetning jökulskeiða ræðst að verulegu leyti af reglubundnum breytingum á því hversu mikið sólin hitar að sumarlagi á norðurhveli (þar sem stóru jökulhvel ísaldar myndast). Þessar breytingar sem kallaðar eru Milankovitch sveiflur eru litlar, og lengi var það nokkur ráðgáta hvernig þær gætu haft jafnmikil árhif og raun ber vitni. Sett var fram sú tilgáta að Milankovitch-drifin hlýnun setti af stað keðjuverkun þar sem CO2 ykist, sem aftur ylli meiri hlýnun. Mælingar sem sýndu að í lok ísaldar fylgdi aukning CO2 í kjölfar hlýnunnar hafa rennt stoðum undir þessa tilgátu. Þær afsanna á engan hátt orsakarsamhengið að aukin styrkur CO2 valdi meiri hlýnun. Um þetta má lesa á skeptical science, og auk þess hefur Peter Sinclair gert þátt um þetta.
Gunnlaugur, það er þetta með samsærið. Ef ég neita því að taka þátt í samsæri, sannar það ekki sekt mína? Fyrir um ári skrifuðum ég og Tómas Jóhannesson um þetta í grein sem birtist í Ritinu
Svo mörg voru þau orð.
Skemmtilega þröng sýn sem þú hefur á þetta mál Egill miðað við mikinn vilja þinn til að opna augu annarra.
Ég veit ekki hversu miklar grunnrannsóknir þú hefur gert sjálfur til þess að staðfesta að þau gögn sem þú hefur lesið. Hvað þá að þau séu réttari en þau gögn sem forsvarsmenn loftslag.is tala fyrir. Miðað við sannfæringarkraft þinn hefur og metnað fyrir að apa ekki upp skoðanir annarra hlýtur þú að hafa legið yfir hitamælunum hér og þar um jarðkringluna.
Persónulega er ég ekki sannfærður um að hnattræn hlýnun sé af manna völdum. En ég er hinsvegar langt frá því að vera sannfærður um að áhrif manna séu engin.
Þessi grunn útgangspunktur þinn um að þar sem CO2 sé stýrt af hita þá geti það ekki gengið í hina áttina er hinsvegar nokkuð ódýr afbökun á vísindunum. Það eru fjölmörg kerfi í náttúrunni sem haga sér svona og geta þau valdið keðjuverkun í sumum tilfellum. Þ.e.a.s. hækkun hita veldur losun á CO2, hækkað CO2 hækkar hita sem veldur enn meiri losun CO2…
Slík kerfi ná þó efra jafnvægi þar sem að aukning á orkuþörf til losunar á CO2 úr heimshöfum er ekki línuleg miðað við hitaaukningu sem CO2 veldur. Því er spurning hvar jafnvægi slíks kerfis liggur og hversu mikið CO2 menn geta losað án þess að gera jörðina ólífvænlega.
Svo er alltaf spurningin um hversu vel önnur kerfi sem tengjast hitatemprun jarðar geta brugðist við.
Hvert svo sem svarið við öllum þessum pælingum er þá er það nokkuð ljóst að fullyrðingin:
“Þar sem að hiti veldur losun CO2 og þar með er hnattræn hlýnun af manna völdum kjaftæði”
er í raun kjaftæði.
Ég get gert tilraun til að svara þessari spurningu Egill, það verða einhverjir tenglar til frekari fróðleiks og útskýringa. Ég skal reyna að hafa þetta á einföldum nótum.
Fyrst langar mig að nefna gróðurhúsaáhrifin, sem eru vegna þess að í andrúmsloftinu eru ákveðnar lofttegundir, m.a. koldíoxíð, metan og vatnsgufa sem eru svokallaðar gróðurhúsalofttegundir. Ef ekki væri fyrir gróðurhúsalofttegundirnar þá myndi hitinn á jörðinni vera -18°C í stað u.þ.b. 15°C. S.s. vegna gróðurhúsalofttegunda þá er hitastigið 33°C hærra en ella. Það þýðir m.a. að gróðurhúsalofttegundirnar valda því að lífvænlegt er á jörðinni. Þar af leiðandi er rökrétt og einnig mælanlegt að áætla að aukning gróðurhúsalofttegunda hafi áhrif á hitastig. Það hefur verið mikil aukning gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu frá iðnvæðingunni, eða um 38% aukning. Þessi aukning er af mannavöldum, þ.e. m.a. vegna brennslu jarðefnaeldsneytis, sjá t.d. þessa færslu þar sem nánar er gert grein fyrir þessu. Þetta er einfalda skýringin, en þér er velkomið að lesa nánar um þetta t.d. hér á þessum síðum. Eitt af markmiðum okkar með síðunni er að fá fram umræðu, á málefnalegum nótum, um þessi mál. Að lokum langar mig að benda á eftirfarandi færslu sem segir m.a. frá því hvaða ár eru heitust frá því mælingar hófust.
Ef ég skil þetta rétt þá vantar tölur yfir lengra tímabil svo niðurstaðan geti talist markverð. 200-500 ár aftur í tímann væri marktækara. Er ekki nauðsynlegt að fá tölur yfir lengra tímabil?
Loftslag fyrri tíma, bæði til skemmri og lengri tíma er ágætlega þekkt. Það er að sjálfsögðu einhver óvissa þegar hitastig aftur í tímann er skoðað, en þó hafa verið gerðar mælingar með óbeinum hætti, t.d. með borkjörnum úr jöklum og skoðun á trjáhringjum. Mig langar einnig að benda á fínan pistil Einars Sveinbjörnssonar um Veðurfar Norðurheimsskautsins frá upphafi okkar tímatals til nánari glöggvunar.
Takk fyrir Halldór
(Fínar R leiðbeiningar líka!)