Climategate er mál sem hefur verið svo kallað, af þeim sem vilja sýna fram á stórt samsæri vísindamanna um falsanir á gögnum og önnur svik. Þetta kom þannig fram að hakkari hakkaði sig inní tölvur Háskólans í East Anglia (CRU) og stal þar gögnum. Málið fór í kjölfarið eins og eldur í sinnu um útkróka netsins og náði að einhverju leiti í fjölmiðla líka. Þar var á ýmsum stöðum staðhæft að fundist hefðu gögn sem sýndu fram á að vísindamenn hefðu stundað falsanir á loftslagsgögnum og hefðu fleira misjafnt í pokahorninu. Við höfum birt færslur um þetta mál; Samhengi hlutanna og Að stela bíl og nota fyrir sjónvarp. Þetta mál hefur sýnt sig að vera stormur í vatnsglasi þar sem staðhæfingar og rangtúlkanir um innihald og orðalag í gögnunum hefur verið lagt út á versta hátt fyrir vísindamenn háskólans. Það vekur einnig furðu hversu fljótt farið var að túlka orð og annað úr gögnunum. Í myndbandinu hér er farið nánar yfir paranójuna sem myndaðist, aðalega varðandi tvö mest notuðu dæmin úr gögnunum.
Myndband: Um hið svokallaða Climategate
Posted in: Myndbönd
– 04/12/2009
Ekki trúa loftslagshysteríu-áróðri loftslag.is og þeirra skoðanabræðrum.
Þetta er bara hystería. Það er það eina sem þetta er. Lífið mun halda áfram sinn vanagang.
Lífið heldur áfram sinn vanagang, það er rétt Ari. En ætli það sé ekki best að skoða þær rannsóknir og mælingar sem vísindamenn stunda til að skoða stöðu mála. Þá getum við tekið ákvarðanir sem byggjast á þekkingu. Það er það sem málið snýst um, engin hystería þar. Þetta svokallaða Climategate mál var stormur í vatnsglasi, byggður á vanþekkingu og upphrópunum.
Góða helgi 😉
Ég er bara að hugsa um ef upp hefði komið sambærilegt atvik meðal ”efasemdarmanna” t.d. í sambandi við falsanir vegna hagsmuna olíufélaganna. Ætli sumir hefðu nú ekki gripið það feginshendi og yfirfært það yfir á heilindi allra ”efasemdarmanna”. Svona er veröldin.
Aðalatriðið varðandi þetta mál, er að þær fullyrðingar sem sumsstaðar hafa komið fram, þar sem snúið er útúr orðum og innihaldi tölvupóstanna er ekki rétt, heldur er þar um að ræða upphrópanir byggðar á vanþekkingu (hvernig sem hún er til komin). Það eru s.s. engin gögn í málinu sem upp hafa komið, sem benda til annars en að vísindin á bak við loftslagfræðin séu í aðalatriðum byggð á rannsóknum og mælingum sem hægt er að taka mark á, nú sem fyrr. Hér er reyndar ágætis grein af Nature vefnum sem fer yfir þetta mál að nokkru leiti.
Sveinn Farðu upp á töflu og skrifaðu hundrað sinnum
” Það trúir ekki nokkur maður þessu bulli úr okkur lengur”
En í öðrum tón Gleðilegt ár og allt það , þó svolítið seint á ferð sé.
Kv. B.
Takk fyrir innlitið Bjössi og gleðilegt ár.
Mér þætti vænt um ef þú kæmir með efnislegt atriði sem ég get svarað þér með. Ég skil eiginlega ekki hvað þú ert að fara með þessu.
Það er búið að hrekja all flestar alhæfingar þeirra sem hafa látið sem hæst varðandi Climategate, það er lítið sem ekkert eftir þar. Það er ekkert í þessu máli sem bendir til þess að loftslagsvísindin séu byggð á falsi eða svikum eins og sumstaðar er haldið fram. En þú býrð kannski yfir einhverri vitneskju sem ég hef ekki, þrátt fyrir all mikla athugun á málinu? Ef svo er máttu endilega koma með efnislegt dæmi, sem hægt er að svara efnislega. Annað er eiginlega ekki svara hæft.