Myndband: Um hið svokallaða Climategate

Climategate er mál sem hefur verið svo kallað, af þeim sem vilja sýna fram á stórt samsæri vísindamanna um falsanir á gögnum og önnur svik. Þetta kom þannig fram að hakkari hakkaði sig inní tölvur Háskólans í East Anglia (CRU) og stal þar gögnum. Málið fór í kjölfarið eins og eldur í sinnu um útkróka netsins og náði að einhverju leiti í fjölmiðla líka. Þar var á ýmsum stöðum staðhæft að fundist hefðu gögn sem sýndu fram á að vísindamenn hefðu stundað falsanir á loftslagsgögnum og hefðu fleira misjafnt í pokahorninu. Við höfum birt færslur um þetta mál; Samhengi hlutanna og Að stela bíl og nota fyrir sjónvarp. Þetta mál hefur sýnt sig að vera stormur í vatnsglasi þar sem staðhæfingar og rangtúlkanir um innihald og orðalag í gögnunum hefur verið lagt út á versta hátt fyrir vísindamenn háskólans. Það vekur einnig furðu hversu fljótt farið var að túlka orð og annað úr gögnunum. Í myndbandinu hér er farið nánar yfir paranójuna sem myndaðist, aðalega varðandi tvö mest notuðu dæmin úr gögnunum.

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.