COP15: Bætur, áskoranir og grátur

Yfirlit dagsins

Fyrsti dagur ráðstefnunnar í Kaupmannahöfn er að kvöldi kominn. Einhverjar af fréttum dagsins eru á jákvæðum nótum þar sem talað er um möguleika á einhverskonar samkomulagi í Kaupmannahöfn. Samkvæmt frétt Reuters, þá er heimurinn nær því að ná samningi sem tekur á losun gróðurhúsalofttegunda sem kemur í veg fyrir verstu afleiðingar af hnattrænni hlýnun en talið var. Þar kemur m.a. fram hjá Achim Steiner “Þeir sem halda því fram að samningur í Kaupmannahöfn sé ómögulegur: þeir hafa einfaldlega rangt fyrir sér” sagði hann.

loekke_cop15_20091207-123931-L_webÍ sama streng tekur Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur í opnunarræðu sinni, þar sem hann sagði “Það er í okkar höndum að ná samningi”. Einnig benti hann á þann fjölda þjóðarleiðtoga sem yrðu samankomnir á ráðstefnunni, og að það væri einstakt tækifæri fyrir þjóðir heims til að ná árangri. Alls hafa 110 þjóðarleiðtogar boðað komu sína.

Talið er að stefna þurfi að því að heildarlosun gróðurhúsalofttegunda verði ekki meiri en 44 milljarðar tonna árið 2020. Það markmið er talið vera nauðsynlegt til að halda hitastigshækkun innan við 2°C markið (þá er miðað við það hitastig sem var við byrjun iðnvæðingarinnar). Samkvæmt þeim tillögum sem nú liggja fyrir er talið að hægt sé að ná 46 milljarða tonna marki fyrir 2020 ef allar tillögur ná fram að ganga. Síðustu daga og vikur hafa lönd eins og t.d. Bandaríkin, Kína, Indland, Brasilía og Indónesía lagt ný markmið á borðið. Eins og staðan er í dag er, er losun gróðurhúsalofttegunda um 47 milljarðar tonna á ári. Ef ekki kæmi til nokkurra takmarkana á losun, þá er talið að losun yrði um 50 milljarðar tonna 2020.

Sumir sérfræðingar telja þó eð ekki sé nógu langt gengið og ekki gert nóg til að tryggja að losun gróðurhúsalofttegunda minnki eftir 2020. En þó má segja að þær tillögur sem liggja á borðinu séu nær því marki sem vísindamenn leggja til en áður var talið.

Helstu atriði dagsins, samkvæmt fréttaritara dr.dk Thomas Falbe:

1. Sádí Arabar vilja bætur

Það er ekkert nýtt í því að heimsins stærsti olíuframleiðandi vísi því á bug að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum. Þeir krefjast þess einnig að fá bætur vegna minnkandi tekna af olíusölu. En það þótti einnig eftirtektarvert að samningamaður þeirra skuli hafa notað mest allan tíman í ræðustól til að tala um þetta efni. Sádí Arabar hafa m.a. bent á hið svokallaða Climategate mál, sem einhverskonar sönnun fyrir því að losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum hafi ekkert með loftslagsbreytingar að gera.

2. Eindregnar áskoranir

Thomas Falbe þótti einnig eftirtektarvert, hversu eindregnar áskoranir um árangur á ráðstefnunni komu frá Connie Hedegaard, Lars Løkke Rasmussen og formanni loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, Rajendra Pachauric. Þau töldu öll þrjú að nú væri rétti tíminn til að ná saman um niðurstöðu.

3. Grátandi ræðumenn úr röðum NGO samtaka

Það þriðja sem þótti athyglisvert samkvæmt Thomas Falbe, er að nú hafa NGO samtök (NonGovernmental Organisation) fengið möguleika á að koma í ræðustól, þar sem samtökin geta komið fram með sitt sjónarhorn. Sum samtök völdu að setja ekki eingöngu atvinnufólk í pontuna, heldur einnig venjulegar manneskjur með tilfinningahlaðnar sögur. Til dæmis grét Leah Wickham frá Fiji úr regnhlífasamtökunum “tck tck tck” í ræðustólnum. Fiji er eitt af þeim löndum sem talið er að standi ógn af loftslagsbreytingum.

Annað:

Það er mikið eftir af fundinum sem hefur dregið fjöldan allan af fólki að. Mikill fjöldi gesta er í Kaupmannahöfn bæði til að taka þátt sjálfri ráðstefnunni og einnig til að standa að alls kyns viðburðum sem tengjast umræðunum. Mikill viðbúnaður er hjá lögreglu á staðnum, enda þykir jafnvel líklegt að einhver mótmæli verði. Lögreglan hefur fengið rýmri heimildir til að handtaka mótælendur og hafa mannréttindasamtök m.a. gert athugasemdir við það.

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.