Frétt: Heitasti áratugurinn frá því mælingar hófust

Það kemur eflaust fáum á óvart sem fylgjast með fréttum af loftslagi jarðar að þessi áratugur sé sá heitasti frá upphafi mælinga. Breska Veðurstofan (Met Office) er búin að gera greiningu, sem staðfestir það.

average-temps

Samkvæmt þeirra gögnum, þá er 1998 heitasta einstaka árið síðan mælingar hófust (hjá NASA er það 2005), en þrátt fyrir það hefur fyrsti áratugur þessarar aldar verið sá heitasti í 160 ára sögu mælinga á hitastigi jarðar. Gögnin eru úr gagnasafni Met Office og CRU í East Anglia (CRU er hvað þekktast nú orðið fyrir tölvupóstainnbrotið fyrir skömmu -sjá Climategate). Svipaðar niðurstöður hafa fengist við greiningar gagna frá NOAA og NASA.

Að auki segir að árið 2009 stefni í að verða fimmta heitasta árið frá upphafi mælinga.

Ítarefni:

Fréttatilkynninguna má sjá hér: Noughties’ confirmed as the warmest decade on record

Athugasemdir

ummæli

Tags:

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál