COP15: Vanda afstýrt, mótmæli og biðraðir

Áframhald var á mótmælum í Kaupmannahöfn í dag, þó meiri ró væri yfir þeim og mun færri handtökur en um helgina. Tölvupóstur sem um tíma var talin vera frá samninganefnd Kanadamanna olli ruglingi, þar sem það kom fram í tölvupóstinum að Kanadamenn ætluðu að draga nokkuð meira úr losun, miðað við fyrri tillögur. Síðar kom í ljós að þessi tölvupóstur var blekkingarleikur og ekki hefur komið í ljós hver sendi hann. Í morgun kom staðfesting frá nokkrum Afríkuríkjum að þau vildu ekki vera með á fundum sem áætlaðir voru í Bella Center í dag, ef ekki yrðu breytingar á viðræðunum. Þetta hefur haft áhrif á viðræður dagsins. Hugsanlegar sjávarstöðubreytingar framtíðarinnar voru einnig í kastljósi dagsins.

frontpage_picture_II

Helstu atriði 8. dags loftslagsráðstefnunnar, af dr.dk:

1. Vanda afstýrt

Mörg af þróunarríkjunum krefjast þess að haldið verði í ákveðna hluti gamla loftslagssamningsin, þ.e. Kyoto bókunarinnar, þar sem það myndi hafa þau áhrif að ríkari lönd myndu þurfa að draga meira úr losun en þau vanþróuðu. Þetta hafði þau áhrif að nokkur af fátækari ríkjunum drógu sig frá viðræðunum í dag. Hér undir kvöld höfðu Kína, Brasilía og Indland fengið þau aftur að borðinu. Þar með lítur út fyrir að þeim vanda sé afstýrt í bili. Ríkari þróunarríkin fengu hin fátækari til að ganga að málamiðlun. Formaður ráðstefnunnar, Connie Hedegaard mun gefa þeim ræðutíma á alsherjarfundinum (þ.e. á stóra fundarsvæðinu). Þar fá þau möguleika á því að gera grein fyrir því, hversvegna það er mikilvægt, að þeirra mati, að halda áfram með samning sem er á svipuðum nótum og Kyoto bókunin. Þrátt fyrir að vandanum hafi verið afstýrt, þá hefur þetta sett ferilinn að nýjum samning í meiri tímaþröng.

2. Mótmæli dagsins

Um það bil 3.000 voru í mótmælagöngum í dag til að sýna samstöðu með þeim manneskjum sem upplifað hafa loftslagsbreytingar. Mótmælagangan sem gekk nokkuð friðsamlega fyrir sig og fór gangan að lokum í áttina að Kristjaníu. Samkvæmt lögreglu, þá var 15 persónum haldið frá mótmælunum, og tveir mótmælendur voru handteknir fyrir að vera með andlitsgrímur, sem er ólöglegt í Danmörku.

3. Raðir við Bella Center

Í morgun var röðin við Bella Center svo löng að lögreglan valdi að loka metrostöðinni þar um tíma. Vandamálið kom til vegna þess að allt fólkið stóð í sömu röð. Það er að segja, það voru ekki sérstakar raðir fyrir fólk sem var með aðgangskort að ráðstefnunni í Bella Center.

Myndband með aðalatriðum 8. dagsins samkvæmt COP15 á YouTube, má sjá hér.

Eldri yfirlit og ítarefni:

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.