Nú er 10. degi loftslagsráðstefnunar að ljúka. Samkvæmt fréttum dagsins, þá lítur ekki út fyrir að mikillar bjartsýni gæti varðandi það hvort samningar náist. Connie Hedegaard varð að láta formannsembættið í hendur Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur í dag. Í ljós hefur komið nokkur óánægja með störf hennar, sérstaklega frá stóru þróunarríkjunum. Á þessum síðustu tímum ráðstefnunnar lítur út fyrir að erfitt verði að ná samkomulagi, m.a. vegna þess að þróunarríkin telja að of lítið fjármagn komi frá ríkari þjóðum. Lars Løkke Rasmussen og Gordon Brown héldu fund í kvöld þar sem þeir fóru yfir málin, ekki hefur enn komið fram, hvað þar fór fram.
Helstu atriði 10. dags loftslagsráðstefnunnar, af dr.dk:
1. Afglöp í dönsku formennskunni
Vegna svokallaðrar tæknilegrar aðferðarfræðivillu, gerða í stjórnun hinnar dönsku formennsku, hafa þróunarþjóðirnar brugðist hart við. Tveir vinnuhóparnir voru við vinnu síðastliðna nótt í Bella Center og áttu að leggja framlag næturinnar fyrir Connie Hedegaard um morguninn. Þegar það varð seinkunn á því, ákvað Connie Hedegaard að halda áfram vinnu við að leggja fram tillögur dönsku formennskunnar án þess að vinna og niðurstaða vinnuhópanna væru teknar til athugunar fyrst. Stuttu síðar gagnrýndu stóru þróunarríkin, Kína, Indland, Brasilía og Suður-Afríka aðferðina og stöðvuðu þar með að tillögurnar yrðu lagðar fram. Þar af leiðandi hefur stór hluti dagsins farið í að ræða aðferðafræðina og það er í fyrsta lagi í kvöld sem hægt verður að leggja tillögurnar fram. Samkvæmt nýjustu fréttum er ekki víst hvenær það getur orðið.
2. Amerísk bjartsýni
Einn mikilvægasti þátttakandi Bandaríkjanna á loftslagssviðinu, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og núverandi formaður fyrir utanríkisnefnd öldungadeildarinnar, John Kerry, fór í ræðustólinn í Bella Center í dag. Hann hefur trú á því að BNA komi til með að vera virkur þátttakandi í nýju loftslagssamkomulagi. Hann talaði um að á næsta ári muni verða samþykkt lög sem minnki losun BNA.
3. Forsætisráðherra tekur við formannsembættinu
Danski forsætisráðherran Lars Løkke Rasmussen tók í dag við formannsembættinu á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn af Connie Hedegaard. Hún neyddist til að draga sig í hlé, þar sem margir þjóðarleiðtogar eru á ráðstefnunni núna. Þar af leiðandi er það talið meira passandi að forsætisráðherrann taki við embættinu, segir fréttaritari DR Thomas Falbe.
Myndband með aðalatriðum 10. dagsins samkvæmt COP15 á YouTube, má sjá hér.
Eldri yfirlit og ítarefni:
- Dagur 1 – Bætur, áskoranir og grátur
- Dagur 2 – Leki, framlög, bið og barátta
- Dagur 3 – Uppnám, þrýstingur og titringur
- Dagur 4 – Eyríki, varagjaldeyrisforði og samstaða
- Dagur 5 – Drög, miljarðar og mótmæli
- Helgin – Helgin í hnotskurn
- Dagur 8 – Vanda afstýrt, mótmæli og biðraðir
- Dagur 9 – Vinnuhópar, stjórnmálaleiðtogar og 48 tímar
- Samningsstaða hina ýmsu þjóða – Kröfur og væntingar þjóða
- Yfirlit varðandi loftslagsráðstefnuna – COP15
Leave a Reply