Líða fer að lokum loftslagsráðstefnunnar. Á morgun er síðasti dagurinn, en í dag þarf að vera búið að ganga frá helstu málum ef samningur á að nást. Það ríkir ekki mikil bjartsýni á að ríkin nái saman um samkomulag í þessari atrennu. Einhver fundarhöld eru í gangi, m.a. hafa þau Hillary Clinton og Lars Løkke Rasmussen hittstí dag til að reyna að finna lausnir. Sarkozy forseti Frakklands segir að áfallið sé innan seilingar, nema þjóðarleiðtogar geti tekið stórar ákvarðanir í kvöld. José Manuel Barosso neitar að gefast upp og mun hitta þjóðarleiðtoga í kvöld og reyna til þrautar að finna lausn sem hægt er að koma sér saman um. Stoltenberg forsætisráðherra Noregs orðar það þannig, að til að samkomulag náist þurfi allir aðilar að leggja eitthvað til samninganna. Einnig hefur heyrst tal um framlengingu á viðræðunum.
Nú er rætt um þrjár mögulegar leiðir varðandi loftslagssamning, hérundir skoðum við muninn á þessum 3 leiðum:
- Lögformlegur og skuldbindandi samningur: Svipar til og er bindandi eins og Kyoto samningurinn frá 1997 en þó með nákvæmari markmið varðandi takmarkanir losunar á heimsvísu og loforð um fjárhagslegan stuðning til þróunarríkjanna. Svona samning þurfa einstök lönd að samþykkja og hann þyrfti að innihalda viðurlög ef þjóðirnar standa ekki við losunarmarkmið sín.
- Pólitískt samkomulag: Rammasamningur, sem inniheldur pólitísk markmið, en engar fastar skuldbindingar. Svoleiðis samkomulag þyrfti svo að ræða nánar á næstu mánuðum til að ganga frá smáatriðum þess. Samkomulagið myndi svo enda sem lögfræðilega bindandi alþjóðlegur samningur sem löndin þyrftu svo að staðfesta.
- Lokayfirlýsing: Óskuldbindandi yfirlýsing um áætlanir þjóða og yfirlýst loforð. Öll óleyst mál yrðu geymd þar til á næstu loftslagsráðstefnum, þ.e. í Bonn og Mexíkó, sem verða í haldnir í byrjun júní og í nóvember 2010. Svona yfirlýsing myndi verða túlkuð sem misheppnuð útkoma.
Helstu atriði 11. dags loftslagsráðstefnunnar, af dr.dk:
Góðu fréttirnar eru þær að loftslagsviðræðurnar í Bella Center eru að komast á sporið aftur, eftir þriggja sólarhringa ringulreið. Slæmu fréttirnar eru þær að viðræðurnar eru komnar í það mikla tímaþröng að talið er að erfitt verði að ná samkomulagi áður en hinir 119 þjóðarleiðtogar yfirgefa Kaupmannahöfn á föstudagskvöldið. Miklar breytingar urðu í dag hjá dönsku formennskunni, þegar Lars Løkke Rasmussen ákvað að birta ekki samningsdrögin sín, eftir að þróunarþjóðirnar héldu uppi andmælum vegna hins nýja danska texta. Í staðinn varð Connie Hedegaard sett sem formaður í 2 vinnuhópum með 16 undirhópum, sem nú vinna á samsíða sporum að því að finna lausnir. Þar með hefur Danmörk flutt ábyrgðina af því að ná árangri frá sér og yfir á alla þátttakendurna frá 193 löndum. Samkvæmt Connie Hedegaard, á nú að reyna að láta vinnuhópanna vinna að áþreifanlegum hlutum og reyna að höggva í hina pólitísku hnúta.
1. Eina mögulega leiðin
Talið er að sú leið sem valin var í dag, sé í raun eina mögulega leiðin fram á við. Ný drög að samningi frá Danmörku var orðið bannorð á ráðstefnunni. Það eru uppi raddir um að á bak við tjöldin séu lönd að reyna að leggja fram metnaðargjarna málamiðlun. En það er erfitt að sjá hvort að það sé hægt að klára það með þeim tímaramma sem eftir er. Það hefur verið mikil gagnrýni frá áhrifamiklum þróunarlöndum eins og Kína, Indlandi, Brasilíu og Súdan á Danmörku og formennskuna. Þau hafa ásakað Danmörku fyrir að hafa ekki unnið fyrir opnum tjöldum og að hafa annast hagsmuni ríku landanna. Lars Løkke Rasmussen skapraunar greinilega hinum súdanska talsmanni G77 hópsins og Kína.
2. Kína spilar fyrir fjöldann
Reyndur athugandi sagði við Ritzau, að kínverskar ásakanir um vöntun á opinni umræðu, sé mest spil fyrir fjöldann. Þetta er talið vera vegna þess að Kína neitar að draga sig út úr því hlutverki að vera þróunarland og taka ábyrgð á því að vera orðið heimsveldi. Forsætisráðherrann Lars Løkke Rasmussen og Connie Hedegaard hafa í undirbúningnum að ráðstefnunni ferðast um allan heim og er formennska Danmerkur eitt stærsta sem sést hefur í samhengi við loftslagsmálin. Stærsta hindrunin fyrir þennan fund, er að þróunarlöndin eiga í fyrsta sinn að bera ábyrgð með öðrum löndum, en það vill Kína ekki segir heimildamaður. Danska formennskan fékk á sama tíma hjálp frá mikilvægum evrópskum þjóðarleiðtogum, eing og Angelu Merkel, Nicolas Sarkozy og framkvæmdastjóra Evrópusambandsins José Manuel Barroso. Eftir að þau komu til Danmerkur héldu þau fund með Lars Løkke Rasmussen, þar sem farið var yfir málin. Í framhaldi af því buðu þau til kvöldfundar með öðrum leiðtogum annarra landa, bæði stórra og smárra. Það var haft eftir Barroso að leiðtogarnir eru ekki komnir til Kaupmannahafnar til að halda ræður. Þeir eru komnir til að skapa orku í samningaviðræðurnar.
3. Clinton reynir að blása lífi í ferlið
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Hillary Clinton, kom til Bella Center í dag, til að reyna, eins og fleiri, að blása nýju lífi í ferlið, áður en Barack Obama forseti Bandaríkjanna kemur á morgun. Clinton undirstrikaði að BNA vill ná samkomulagi og er reiðubúið að vinna hart að því. Clinton lofaði einnig að Obama, ásamt öðrum leiðtogum myndi vinna að því að safna fé í sjóð, sem frá og með 2020 á að greiða 100 miljarða dollara árlega til þeirra landa sem eru viðkvæmust fyrir loftslagsbreytingum, svo þau geti tekist á við afleiðingarnar. Hún nefndi þó ekki hvaða tölur BNA mun leggja til í sjóðinn. Það hefur fengið ýmsa til að ásaka hana fyrir svik og innantóm loforð. Það virðist ekki vera hægt að ákveða, hver á að greiða peningana og hvernig. Fátækari lönd hafa krafist þess að það eigi að vera hægt að mæla fjármögnunina og hafa eftirlit með henni. Í útspili BNA, er það, enn sem komið er, ekki hægt og það gerir það að verkum að þróunarlöndin eru ekki alls sátt við framgang mála. Obama hefur þó boðað að hann komi ekki tómhentur til viðræðnanna. Talsmaður hans sagði einnig í dag að innantómur samningur væri verri en engin samningur.
Myndband með aðalatriðum 11. dagsins samkvæmt COP15 á YouTube, má sjá hér.
Eldri yfirlit og ítarefni:
- Dagur 1 – Bætur, áskoranir og grátur
- Dagur 2 – Leki, framlög, bið og barátta
- Dagur 3 – Uppnám, þrýstingur og titringur
- Dagur 4 – Eyríki, varagjaldeyrisforði og samstaða
- Dagur 5 – Drög, miljarðar og mótmæli
- Helgin – Helgin í hnotskurn
- Dagur 8 – Vanda afstýrt, mótmæli og biðraðir
- Dagur 9 – Vinnuhópar, stjórnmálaleiðtogar og 48 tímar
- Dagur 10 – Afglöp, bjartsýni og formannsembætti
- Samningsstaða hina ýmsu þjóða – Kröfur og væntingar þjóða
- Yfirlit varðandi loftslagsráðstefnuna – COP15
Að lokum er hér stutt viðtal við loftslagsfræðinginn Stephen Schneider sem segir frá sínum vangaveltum varðandi COP15 o.fl. í viðtali við NatureVideo.
Flott hjá ykkur enn og aftur !
ESv