Lokadagur ráðstefnunnar virðist hafa verið dramatískur og ekki kom endanlega fram hvort samkomulag hafi náðst fyrr en í morgunsárið. Um tíma í gær láku út fréttir af einhverskonar samkomulagi. Fréttir af samningsdrögum
láku út og einnig birtust samningsdrög, sem töldust hafa verið hluti endanlegs samnings. Obama Bandaríkjaforseti hitti marga þjóðarleiðtoga eftir komu sína í gærmorgun. Meðal þeirra sem Obama ræddi við í voru forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao og Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Dana. Þjóðarleiðtogar frá öllum heimshornum funduðu stíft allan daginn og fram á morgun. Talað var um þrjá möguleika, eins og kom fram í pistli gærdagsins, sem eru 1) lögformlegur og skuldbindandi samningur, 2) pólitískt samkomulag og 3) lokayfirlýsing (sem yrði túlkuð sem misheppnuð útkoma). Fundinum var í morgun frestað, en síðar kom fram yfirlýsing sem byggð var á samkomulagi 26 þjóða sem gert var í gær. Á alsherjarþinginu, sem haldið var í nótt til að reyna að fá þjóðirnar til að samþykkja samkomulagið sem þessar 26 þjóðir lögðu fram, lögðust margar þjóðir gegn því. Þar féllu þung orð um samkomulagið, sérstaklega frá þróunnarþjóðunum.
Helstu atriði 12. dags loftslagsráðstefnunnar, af dr.dk – Kaupmannahafnaryfirlýsingin:
Það lítur út fyrir að samkomulagið sem lagt var fyrir fundinn sé einhverskonar yfirlýsing þjóða án skuldbindandi takmarka. Það má segja að til framlengingar hafi komið því ekki var gengið frá yfirlýsingunni fyrr en í morgunsárið.
Tveimur og hálfa tíma eftir að loftslagsráðstefnunni var frestað, þá hefur samkoman tekið Kaupmannahafnaryfirlýsinguna, sem 26 lönd standa að, til samþykktar. Það er nú í valdi hvers lands fyrir sig, að ákveða hvort þau viji vera með í viljayfirlýsingunni.
Danmörk getur verið stolt af framgöngu sinni á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, þó svo yfirlýsingin hafi ekki verið samþykkt samhljóða, var haft eftir forsætisráðherra Dana. Hann sagðist einnig vera ánægður, og tók fram að það væri að miklu leiti forseta Maldivíu Mohammad Nashed að þakka að yfirlýsingin hafi verið viðtekin. Nú eiga löndin eftir að skirfa undir og ef þau gera það, þá eru þau með í því sem var samþykkt ogg það mun samstundis hafa áhrif, bætir Lars Løkke Rasmussen við. Þetta er talið vera fyrsta skrefið í átt að samkomulagi í framtíðinni, má í því samband nefna loftslagsráðstefnunnar í Bonn og Mexikó (COP16) á næsta ári.
Aðalatriðin úr Kaupmannahafnaryfirlýsingunni
Hérundir eru aðalatriðin úr Kaupmannahafnaryfirlýsingunni af loftslagsráðstefnunni, sem 26 lönd þar með talin ESB urðu sammála um á föstudag:
Markmið til lengri tíma:
Samkvæmt yfirlýsingunni á að skera niður í losun CO2 eins og þarf, með skírskotun í það sem vísindin leggja til. Markmiðið er að stöðva hnattræna hlýnun, svo hitastigshækkunin verði ekki meiri en 2°C á þessari öld.
Fjármögnun til fátækari landa:
Í textanum að yfirlýsingunni segir að það eigi að vera “passandi, fyrirsjánleg og sjálfbær fjárhagslegur forði, tækni og afkastageta uppbyggingar”, sem á að hjálpa þróunarlöndunum í að aðlagast loftslagsbreytingunum. Iðnríkin hafa sett sér markmið um að leggja fram 100 miljarða dollara á ári frá 2020, sem eiga að koma til móts við að hjálpa þróðurnarlöndunum að aðlagast loftslagsbreytingunum. Í einni viðbót við yfirlýsinguna, er loforð um stuðning við þróunarlöndin til skamms tíma, 2010-2012, upp á 10,6 miljarða dollara frá ESB, 11 miljarðar dollara frá Japan og 3,6 miljarðar dollara frá BNA.
Minnkun losunar CO2:
Í textanum eru engin raunveruleg markmið, hvorki til meðallangs tíma (2020) eða til langstíma (2050) um losun CO2. En þar eru loforð ríkja um minnkun losunar reiknuð saman. Á ákveðnu skema getur hvert land fyrir sig, fyrir 1. febrúar 2010, gefið upp hvað þau ætla að gera í þeim efnum.
Staðfesting:
Eitt deiluefnanna í yfirlýsingunni, aðallega fyrir Kína, sem ekki vill alþjóðlegt eftirlit: Er orðað á þann veg, að stóru þróunarríkin eigi að gera upp CO2 losun sína og skýra SÞ frá útkomunni annað hvert ár. Þannig er gert ráð fyrir vísi að alþjóðlegu eftirliti til að uppfylla óskir Vestrænna þjóða um gagnsæi, og að auki að tryggja að “sjálfstjórn þjóða” verði virt.
Verndun skóga:
Í yfirlýsingunni er viðurkennd mikilvægi vegna losun CO2 sem kemur frá fellingu trjáa og eyðileggingu skóga. Það er orðað á þann veg að það skulli vera hvatning til að styðja skref í rétta átt með peningum frá iðnríkjunum.
Viðskipti með CO2 heimildir:
Þetta var nefnt, en engin smáatriði gefin upp. Það er orðað svo, að það skulli nýta fleiri möguleika, þar með talið möguleikann á að nota markaðskerfi til að draga úr losun CO2.
2 myndbönd með aðalatriðum 12. dagsins samkvæmt COP15 á YouTube, má sjá hér.
Eldri yfirlit og ítarefni:
- Dagur 1 – Bætur, áskoranir og grátur
- Dagur 2 – Leki, framlög, bið og barátta
- Dagur 3 – Uppnám, þrýstingur og titringur
- Dagur 4 – Eyríki, varagjaldeyrisforði og samstaða
- Dagur 5 – Drög, miljarðar og mótmæli
- Helgin – Helgin í hnotskurn
- Dagur 8 – Vanda afstýrt, mótmæli og biðraðir
- Dagur 9 – Vinnuhópar, stjórnmálaleiðtogar og 48 tímar
- Dagur 10 – Afglöp, bjartsýni og formannsembætti
- Dagur 11 – Möguleg leið, spil og ferli
- Samningsstaða hina ýmsu þjóða – Kröfur og væntingar þjóða
- Yfirlit varðandi loftslagsráðstefnuna – COP15
Leave a Reply