Það þarf geysilega öflugan tölvubúnað til að gera loftslagslíkön. Þangað til nýlega, þá þurfti tölvubúnað á stærð við herbergi til að standast tæknilegar kröfur sem til svona reikningsaðgerða er gerður. En þróun í tölvubúnaði og hugbúnaði hefur gert það að verkum að nú er hægt að nýta tölvur á stærð við borðtölvur til að gera hluta af þessum útreikningum. Þetta hefur m.a. gert rannsóknarfólki léttara að vinna að því að leita svara við hinum ýmsu spurningum varðandi heiminn okkar. Hér er myndband frá NASA-explorer sem útskýrir þetta. Nánar er hægt að lesa um efnið á síðu NASA um High End-Computing Program.
Myndband: Tölvubúnaður NASA
Posted in: Myndbönd
– 27/12/2009
Leave a Reply