Frétt: Hafíslaust yfir sumartímann fyrir 3,3-3 milljón árum

Samkvæmt nýlegum rannsóknum á vegum Jarðfræðafélags Bandaríkjanna (US Geological Survey – USGS) eru að koma fram nýjar vísbendingar um að Norður Íshafið og Norður Atlantshafið hafi verið það heitt að hafís hafi horfið yfir sumartíman á mið Plíósen (fyrir um 3,3- 3 milljónum ára). Það tímabil einkenndist af svipuðu hitastigi og búist er við að verði í lok þessarar aldar og er mikið notað til samanburðar og skilnings á mögulegum skilyrðum framtíðarloftslags.

Í grein um þessa rannsókn kemur fram að yfirborðshiti sjávar á Norðurskautinu, yfir sumartíman, hafi verið á milli 10 og 18°C á mið Plíosen, meðan núverandi hitastig yfir sumartíman er nálægt eða neðan við frostmark. Greindir voru steingervingar í borholum sem ná aftur til þess tíma.

Rannsóknir USGS á mið Plíósen er umfangsmesta rannsókn á fyrri hlýtímabilum jarðsögunar og er talið geta hjálpað við að fínstilla loftslagslíkön, sem hafa hingað til ekki náð að spá fyrir þá miklu bráðnun sem hefur verið á hafís Norðurskautsins.

Septemberútbreiðsla hafíss á Norðurskautinu í milljónum ferkílómetra til ársins 2008. Rauða línan sýnir beinar mælingar, en svarta línan spár loftslagslíkana IPCC ásamt óvissu. Eins og sést þá hefur bráðnun hafíss farið fram úr svörtustu spám IPCC. 2009 gildið var ekki teiknað inn, en það var hærra en 2008 gildið - eða um 5,1 milljón ferkílómetrar sem er töluvert neðan við spá IPCC.

Septemberútbreiðsla hafíss á Norðurskautinu í milljónum ferkílómetra til ársins 2008. Rauða línan sýnir beinar mælingar, en svarta línan spár loftslagslíkana IPCC ásamt óvissu. Eins og sést þá hefur bráðnun hafíss farið fram úr svörtustu spám IPCC. 2009 gildið er ekki teiknað inn, en það var hærra en 2008 gildið - eða um 5,1 milljón ferkílómetrar sem er töluvert neðan við spá IPCC.

Bráðnun hafíss er talin hafa margbreytileg og viðamiklar afleiðingar, líkt og að stuðla að áframhaldandi hlýnun, meira strandrof vegna aukins öldugangs, áhrifa á vistkerfið og veðrakerfið.

“Með því að fara 3 milljónir ára aftur í tíman, þá sjáum við öðruvísi munstur í hitadreifingu heldur en er í dag, með mun heitari sjó á háum breiddargráðum” að sögn Marci Robinson hjá USGS. “Skortur á sumarhafís á mið Plíósen bendir til þess að metbráðnun síðustu ára megi túlka sem viðvörun um að enn meiri breytingar séu í vændum”.

Meðalhitastig jarðar á mið Plíósen var um 3°C hærra en í dag, sem er innan þess hitabils sem IPCC spáir að verði í lok þessarar aldar.

Ítarefni

Umfjöllun á heimasíðu USGS: Arctic Could Face Warmer and Ice-Free Conditions

Greinin sem birtist í tímaritinu stratgraphy: New quantitative evidence of extreme warmth in the Pliocene Arctic

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál