Í þessu myndbandi frá Greenman3610, fjallar hann um lista sem samkvæmt mýtunni inniheldur 32.000 nöfn sérfræðinga sem skrifað hafa undir sem mótvægi þess að hnattræn hlýnun sé af mannavöldum. Er það satt? Ekki ef marka má þetta myndband, en til að komast að kjarna málsins, þá hittum við fyrst fyrir vísindamann sem einu sinni var framarlega á sínu sviði.
Það má segja um myndbönd Greenman3610 (Peter Sinclair) að myndbönd hans eru með hans persónulega stíl og verða að teljast nokkuð kaldhæðin á köflum. En það felast þó alloft, nokkuð góðir punktar í hans sýn á þessi mál. Það má sjá fleiri myndbönd frá Greenman3610 hér á síðunum, einnig má geta myndbanda eftir Potholer54 fyrir lesendur.
Leave a Reply