Skoðanakönnun

Nú er komið að lokum fyrstu skoðanakönnunarinnar, sem hefur verið í loftinu á Loftslag.is síðan hún opnaði, þann 19. september síðast liðinn. Þetta er ekki vísindaleg könnun og væntanlega er hægt að færa fyrir því rök að könnuninn nái til ákveðins hóps sem hefur fyrirfram ákveðnar skoðanir á loftslagsmálum. Spurningin var þannig orðuð; “Er ástæða til að halda uppi sérstakri síðu með upplýsingum um loftslagsmál?” Svarmöguleikarnir voru einungis 2, annað hvort “Já, enginn spurning” eða “Nei, það er nóg af upplýsingum annarsstaðar”. Nú kynnum við niðurstöðuna formlega. Niðurstaðan er á þá leið að heil 93% telja ástæðu til að halda uppi sérstakri síðu um loftslagsmál, eins og kemur fram í niðurstöðunni. Einungis 7% sögðu nei við spurningunni.

skoðanakonnun_1_loftslag_is_I

Eins og sjá má á þessu grafi fékk annað svarið mun fleiri atkvæði og kjósum við að túlka það sem svo að fólk sé almennt jákvætt opnun heimasíðunnar Loftslag.is. Þökkum við góðar viðtökur.

Næsta könnun hefur tekur við af þeirri gömlu og birtist bæði hér og svo verður hún einnig í hliðarstikunni þar til við ákveðum að ljúka henni. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hver niðurstaðan verður. Spurningin er “Hversu mikið gerir þú til mótvægis – til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda?” og svarmöguleikarnir eru fjórir, eins og sjá má herundir.

Hversu mikið gerir þú til mótvægis - til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda?

  • Nánast ekkert (35%, 58 Votes)
  • Nokkuð (29%, 48 Votes)
  • Tiltölulega mikið (19%, 32 Votes)
  • Lítið (10%, 17 Votes)
  • Hvorki né (7%, 12 Votes)

Total Voters: 167

Loading ... Loading ...

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.