Nú er komið nýtt myndband frá YouTube notandanum Greenman3610. Nú skoðar hann kuldahretið sem verið hefur víða um heim að undanförnu. Hvað segir það okkur um hnattræna hlýnun ef eitthvað. Að venju eru myndbönd úr myndbandaséríunni, sem hann kallar “Climate Denial Crock of the Week” full af kaldhæðni. Greenman3610 segir sjálfur í lýsingu á myndbandinu, eftirfarandi:
“Við höfum heyrt mikið tal að undanförnu frá afneitunarsinnum um að lágt hitastig sé sönnun þess að ekki sé um neina hnattræna hlýnun að ræða. Það lítur út fyrir að það sé að verða að árlegum viðburði hjá mér, að minna fólk á að það komi vetur eftir sumri. Þar sem það lítur út fyrir að afneitunarsinnar vilji trúa því að hlýnunin sé öll lygi, er hugsanlega gott að koma með smá upprifjun.”
Það má taka það fram að við höfum einnig skoðað þetta kuldakast hér á Loftslag.is, t.d. í færslunni “Kuldatíð og hnattræn hlýnun“. Einnig er ekki úr vegi að benda á ágæta umfjöllun Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings um þetta kuldakast, “Kuldarnir í Evrópu og Norður-Atlantshafssveiflan“. Það má nálgast fleiri myndbönd Greenman3610 hér á Loftslag.is.
Hvað segið þið um mýtuna að jöklar Himalayafjalla verði að mestu horfnir árið 2035
http://www.visir.is/article/20100118/FRETTIR02/877981067/-1
Við vorum búnir að sjá þetta, takk fyrir. Við munum væntanlega skrifa færslu um þetta á málefnalegan hátt fljótlega