Ógnvekjandi myndbönd

Myndbönd

Greg Craven hefur sett loftslagsvandann upp í ákvarðanaboxGreg_Craven (e. grid) þar sem hann gerir ráð fyrir fjórum útkomum út frá ákveðnum forsendum. Þarna færir hann rök fyrir því hvernig hægt er að nálgast ákvörðun um loftslagsvandann út frá áhættustýringu (e. risk management). Það eru í raun tvær ákvarðanir sem hægt er að velja á milli varðandi loftslagsmál að hans mati:

  1. Það er gripið til mótvægisaðgerða núna, sem mundi hafa í för með sér efnahagslegan kostnað og útkoman veltur á því hvort kenningar um hnattræna hlýnun af mannavöldum reynast; a) rangar eða b) réttar
  2. Það er ekki gripið til mótvægisaðgerða nú, sem mundi ekki hafa í för með sér efnahagslegan kostnað núna og útkoman veltur á því hvort kenningar um hnattræna hlýnun af mannavöldum reynast; a) rangar eða b) réttar

Þessi myndbönd hafa verið skoðuð oftar en 7 milljón sinnum, samkvæmt heimasíðu Greg Craven, og hann hefur einnig gefið út bók í kjölfar þessara vinsælda á YouTube. Þetta eru engin vísindi en athyglisverður vinkill í umræðuna og umhugsunarverður.

Fyrri parturinn, hér útskýrir hann módelið.

Seinniparturinn, hér er aðeins meiri leikur í þessu hjá honum, m.a. kemur önnur persóna við sögu.

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.