Myndbönd
Greg Craven hefur sett loftslagsvandann upp í ákvarðanabox (e. grid) þar sem hann gerir ráð fyrir fjórum útkomum út frá ákveðnum forsendum. Þarna færir hann rök fyrir því hvernig hægt er að nálgast ákvörðun um loftslagsvandann út frá áhættustýringu (e. risk management). Það eru í raun tvær ákvarðanir sem hægt er að velja á milli varðandi loftslagsmál að hans mati:
- Það er gripið til mótvægisaðgerða núna, sem mundi hafa í för með sér efnahagslegan kostnað og útkoman veltur á því hvort kenningar um hnattræna hlýnun af mannavöldum reynast; a) rangar eða b) réttar
- Það er ekki gripið til mótvægisaðgerða nú, sem mundi ekki hafa í för með sér efnahagslegan kostnað núna og útkoman veltur á því hvort kenningar um hnattræna hlýnun af mannavöldum reynast; a) rangar eða b) réttar
Þessi myndbönd hafa verið skoðuð oftar en 7 milljón sinnum, samkvæmt heimasíðu Greg Craven, og hann hefur einnig gefið út bók í kjölfar þessara vinsælda á YouTube. Þetta eru engin vísindi en athyglisverður vinkill í umræðuna og umhugsunarverður.
Fyrri parturinn, hér útskýrir hann módelið.
Seinniparturinn, hér er aðeins meiri leikur í þessu hjá honum, m.a. kemur önnur persóna við sögu.
Þetta er gamalt bulltrix, þekkt undir nafninu veðmál Pascals sjá t.d. hér
þar sem sá snjalli stærðfræðingur var að reyna að sýna fram á að það borgaði sig að lifa eins og guð væri til , burtséð frá því hvort þú tryðir á tivist guðs eða ekki, og fékk þá niðurstöðu að af því að það gæti kostað svo mikið ef guð væri til , og þú hagaðir þér á hinn mátann, en hinsvegar kostaði það ekkert að haga sér sem sanntrúaður.
Einn gallinn við svona röksemdafærslu er að , það er ekki tekið tillit til þess að það geti verið til fleiri en einn guð, og eins að ef bara er einn guð eins og eingyðistrúargrögð heimta , þá getur þú ekki verið viss um hver þeirra þú átt nota o.s.frv. og þess vegna getur kostnaðurinn af því að velja ranga guðrækni ( þ.e. villutrú –> beint til helvíts ) auðveldlega verið hærri en kostnaður af trúleysislífi.
M.O.O röksemdarfærslan er byggð á sandi.
Og það sama gildir hér, ef við setjum “heimshlýnun af völldum MMann-gerðum CO2″ í stað ” Fara eftir boðskapnum án tillits til sanngildis”,
ef við ákveðum að haga okkur eins og að drifkraftur heimsshlýnunar sé algjörlega eða að mestu leyti koldíoxíðútblástur frá orkutækninni sem við notum ,og það reynist svo rangt þá verður kostnaðurinn og skaðinn af bullinnu margfalt meiri en þessi öllu hinu. Farðu nú heim og lærðu betur og endilega lestu wikipediagreinina sem ég benti á hér að ofan.
Ekki ætla ég að verja það hvernig þú sérð þessa röksemdarfærslu Bjössi. Þessi nálgun Greg Craven eru svo sem engin vísindi eins og fram kemur í textanum við færsluna, aðalega fróðlegar vangaveltur, þar sem fram kemur einhverskonar nálgun við áhættustýringu.
Þessi tenging þín við trúarbrögð er undarleg, en ekki ný af nálinni, sjá t.d. mýtuna “Trúarbrögð í loftslagsvísindum“.
PS. Það er engin að tala um að við eigum að “haga okkur” út frá fyrirfram gefnum forsendum. En vísindin segja okkur að gróðurhúsalofttegundir hafi áhrif á hitastig, þ.a.l. hljótum við að vilja vita hver þau áhrif eru og hvaða hugsanlegu afleiðingar það hafi í för með sér, bæði til lengri og skemmri tíma.
Sveinn Atli
Ef þú hefur lesið Wikipedia greinina sem ég benti á , þá ættirðu að hafa náð því að ég er ekki reyna að tengja saman trúarbrögð og loftslagsfræði ( þó svo að umræðan minni ærið oft á trúarþrætur , frekar en vísindi ), heldur er ég að segja að röksemdafærsla eins og sú sem er notuð í þessu myndbandi , var notuð af Blaise Pascal 17hundruð og eitthvað í “trúarlegu áróðursskyni” til þess að sýna fram á að það borgaði sig að lifa eftir “réttu kenningunni” sumsé að Guð væri til án tillits til þess hvort tilvist hans væri “vísindalega” sönnuð.
Í rökfræðinni er þetta kallað rökvilla ( á ensku “false dilemma” prófaðu að skoða það í wikipedia ) af tegundinni “annaðhvort eða” rökvillan, þar sem gengið er út frá því að spurningin sem þarf að svara, sé svokölluð rökyrðing, þ.e.a.s geti bara haft já (=satt) eða nei(=ósatt) svar, en er í raun af þeirri tegundinni að það eru ( huganlega ) fleiri svör í boði t.d. “kannski” , “stundum satt” o.s.frv.
bæmi um slíka yrðingu er t.d.
“Klukkan er þrjú” , hún er sönn tvisvar á sólahring , annars ósönn, m. öðrum orðum það er háð því á hvaða tíma sólahringsins hún er sett fram hvort hún er sönn eða ósönn , svo ef það er ekki tekið með í svartöflunni, heldur bara boðið upp á möguleikana satt eða ósatt , þá er ekki hægt að nota aðferðina sem Craven þessi er að nota, til að komast að niðurstöðu sem er nothæf til byggja ákvörun um áhættustýringaraðgerðir á.
þú segir hér að ofan :
”
PS. Það er engin að tala um að við eigum að “haga okkur” út frá fyrirfram gefnum forsendum. En vísindin segja okkur að gróðurhúsalofttegundir hafi áhrif á hitastig, þ.a.l. hljótum við að vilja vita hver þau áhrif eru og hvaða hugsanlegu afleiðingar það hafi í för með sér, bæði til lengri og skemmri tíma.
”
Vitanlega viljum við vita hvaða áhrif og afleiðingar gróðurhúsalofttegundir hafa á umhverfi okkar, þ.e.a.s eru þau skaðleg? ,ef svo þá hve mikið (eða lítið)?, hvert stefnir ?, og svo framvegis.
og þá erum við komnir að kjarna málsins, þið “áhyggjumenn um loftslagsmál” takið það sem 100% forsendu að gróðurhúsalofttegundir ( eða öllu heldur magn þeirra í andrúmsloftinu) sé nánast eina ástæðan
fyrir hitasveiflum , og að samsvörunin þar á milli sé a.m.k. línuleg eða þaðan af verra, síðan einangrið þið eina tiltekna gróðurhúsalofttegund (CO2) og það þá sem einna minnst er af í andrúmsloftinu,hefjið virkni hennar upp fjórða eða fimmta veldi, takið svo, þann hlutann (1/50 af heildardæminu) sem kemur frá aflvélanotkun mannkynsins og setjið það upp sem “the root of all evil” í “vísindalegri” tilgátu ( e. “hypothesis” ) sem a.m.k áður fyrr gekk undir nafninu “The enhanced greenhouse gas theory” og á íslensku má kannski kalla “Kennisetningin um mögnunaráhrif gróðurhúsalofttegunda” , og beitið síðan ,eins er að koma betur og betur í ljós, allskyns tölfræðilegum bolabrögðum og svikamillum, ( og sumstaðar persónulegum níðherferðum ) í stórkostlegri áróðurherferð til að troða hinn “einu sönnu trú” ofan í kok á stjórnvöldum og almenningi ( og grunur er á að hjá að m.k. sumum talsmönnum kenningarinnar sé tilgangurinn aðallega að komast með hendurnar í peningaveski fólks), til útiloka alla möguleika á hér sé ekki örugglega um neitt annað að ræða en “vísindalega” sönnun á vandamáli sem verði að bregðast við hið snarasta, þvi annars eigi allt lífríkið í hættu á að leggjast af innan fárra áratuga.
Þetta er allavega eins og mér kemur staðan á umræðunni fyrir sjónir í dag, og ég er bara ekki tilbúinn að kaupa grundvallarforsendu þessarar að mínu mati “ósönnuðu” “pólitísku” kenningar án talsvert betri vitneskju en liggur fyrir í augnablikinu, en er um leið eindregið fylgjandi því að það sé eytt umtalsverðum kröftum í að fá á hreint hvað er rétt og rangt í málinu, og að það sé gert í víðara samhengi á raunverulega vísindalegum grunni, t.d. með að rörsýnin sem er innbyggð í stofnskrá IPCC (= man-made grenhousegases are the only causes to be considered ) , a.m.k. á meðan er verið að útiloka alla aðra áhrifavalda með nánast 100% vissu, og síðan sé um leið tekið mið af hvar er skynsamlegast að bera niður með tilliti til viðbragða
af hugsanlegri vá, svo sem eins hlusta a.m.k með öðru eyranu á Björn Lomborg, og skoða verulega betur en nú er gert í hvaða átt við ættum að reyna að fara hvað varðar hugsanlegar tæknilegar úrlausnir á því sem ég kalla stundum “aflvélakreppu” vandamálið =(hvernig á að fara að því að sjá til þess að allir (“mennskir”?) jarðarbúar nú og í kanski eina tvær næstu aldir eða svo ( getum ekki hugsað mikið lengra í því máli ens og er ?) hafi aðgang að nægri og “vistvænni” orku til að lifa mannsæmandi lífi, og svo framvegis og framvegis og bla bla.
Og eitt sem ég vil koma að það er gefið mál að eftir því sem mannkyni fjölgar því stærra verður þetta svokallaða “Carbon footprint” , ég er nokkuð viss um að samsvörunin milli þess og íbúafjölda er 100%, og ef þú skoðar þá hefur fjölgunarhraðinn svo til engöngu dregist saman dregist saman í heiminum á vesturlöndum , nokkurn veginn í sama takti og efnhagur þeirra batnaði, og ég svona geri því skóna að það sé vegna þess að þegar ríkidæmið vex eykst kostnaðurinn að koma börnunum upp og til mennta,jafnframt og með því að efnahagslegt öryggi á efri árum eykst vegna viðunandi eftilaunatrygginga og líkur á að börn nái fullorðinsaldri vaxa stórlega , vegna bættrar heilsufarsþjónustu sem þjóðríki koma sér upp í krafti ríkidæmisins o.s. frv. þá virkar það sem á hemill barneignir ,fjölskyldustærð minnkar, og þar af leiðandi dregur stórlega úr framtíðarvexti koldíoxíðútblasturs ef við, stefnum að því að að gera alla nægilega ríka, sem er þveröfugt við þær aðgerður sem ráðamenn heimsins í samkrulli við AGW-aktivista utan og innan stofnanaklerkaklíkunnar sem hefur að mestu ráðið ferðinni í þessum málum seinustu þrjá áratugina eða svo hefur uppi á borðinu í dag þar miðar allt að því að auka sem mest á fátæktina til að halda skrílnum niðri.
Jæja þetta er orðið fullangur “útblástur” hjá mér , en svona til þess að hafa eitt á hreinu vil þó taka sérstaklega fram að ég set þig persónulega ekki “skúrkadeildina” hún er fyrir kalla eins Algore Pakkúrí og Philjóns.
Ég álít að þú hafir ekki neinna einkahagsmuna að gæta í þessu máli, held frekar að þú sért verja tíma og hugsanlega fé líka í síðuna ykkar af óeigingirni, og að baki liggi óskin um að bæta heimin og mannlífið í kring um þig, ég er bar ekki viss um að þú sért á réttri leið í því dæmi.
Liðfðu heill og vel
Kveðja Bjössi
það datt smávegis út hjá mér í fyrri póst í málsgreininni
….
“og rangt í málinu, og að það sé gert í víðara samhengi á raunverulega vísindalegum grunni, t.d. með að rörsýnin sem er innbyggð í stofnskrá IPCC (= man-made grenhousegases are the only causes to be considered )”
….
þetta átti að vera svona
…..”og rangt í málinu, og að það sé gert í víðara samhengi á raunverulega vísindalegum grunni, t.d. með að rörsýnin sem er innbyggð í stofnskrá IPCC (= man-made grenhousegases are the only causes to be considered )sé fjarlægð og endurskilgreint sem t.d. ” vísindalegt mat á öllum hugsanlegum eðlisþáttum sem geti haft áhrif á hitafar jarðarinnar”
eða eitthvað í þá áttina”….
Takk fyrir þessa athugasemd/ir Bjössi. Ég sé ekkert athugavert við það að fólk sé ósammála um málefni. Ég ætla svo sem ekkert að svara þér í smáatriðum, enda held ég ekki að það hafi verið markmið þitt með þessari athugasemd hjá þér.
En hvað um það, það er þó tvennt sem mig langar að koma inná. Fyrst, loftslagsvísindin eru svo mikið meira en einstakar persónur. Það eru rannsóknir og mælingar margra vísindamanna sem sýna fram á tengsl hitastigs og magns gróðurhúsalofttegunda, það er að sjálfsögðu einhverri óvissu háð hversu nákvæmlega mikil þau áhrif eru. Þær rannsóknir í sjálfu sér eru óháðar stefnumörkun IPCC, þó skýrslur IPCC byggi að langmestu leiti á rannsóknum ósköp venjulegra vísindamanna, sem reyna að nálgast efnið með vísindalegum aðferðum.
Í öðru lagi, þá langar mig að spyrja þig að því hvað það er að þínu mati, efnislega, sem veldur því að þú telur ekki að gróðurhúsalofttegundir hafi áhrif á hitastig (ef ég skil þig rétt) eða hvað það er nákvæmlega sem veldur því að þú telur að þessi síða sé ekki tímans virði…? Ég er forvitin að fá efnisleg rök fyrir því að þú telur svo vera.
PS. Mig langar að bæta við, að ef þú telur að þessi síða sé eingöngu um áhrif CO2 á loftslag, þá tel ég það ekki vera rétta ályktun hjá þér, þar sem við komum inn á marga aðra þætti í sambandi við loftslagsmál. Við teljum heldur ekki að CO2 sé “nánast eina ástæðan fyrir hitasveiflum”, langt því frá, enda eru margir fleiri þættir sem hafa áhrif, sjá t.d. “Orskakir fyrri loftslagsbreytinga“.
En þetta er orðið aðeins lengra en ég ætlaði, en hafðu það gott Bjössi og ég vona að þú sjáir þér fært að svara spurningu minni hér að ofan.