Sveiflur í vatnsgufu í heiðhvolfinu

Lofthjúpur jarðar er lagskiptur og þykkastur næst jörðu en smám saman fellur loftþrýstingur eftir því sem ofar dregur. Hitastigullinn á myndinni sýnir hvernig hitastigið vex og minnkar til skiptir í hinum mismunandi lögum lofthjúpsins (af stjornuskodun.is)

Lofthjúpur jarðar er lagskiptur og þykkastur næst jörðu en smám saman fellur loftþrýstingur eftir því sem ofar dregur. Hitastigullinn á myndinni sýnir hvernig hitastigið vex og minnkar til skiptir í hinum mismunandi lögum lofthjúpsins (af stjornuskodun.is)

Loftslagsfræðingar hafa velt vöngum yfir því, af hverju hlýnun jarðar hefur hægt á sér undanfarinn síðasta áratug, eftir mikla hlýnun áratuganna þar á undan. Ný rannsókn bendir til þess að lækkandi styrkur vatnsgufu í neðri hluta heiðhvolfi jarðar geti að hluta til útskýrt þetta frávik.

Rannsóknin, sem birtist í tímaritinu Science, sýnir að styrkur vatnsgufu í neðri hluta heiðhvolfsins hefur minnkað um 10% síðasta áratug, líklega af völdum lækkandi hitastigs í mikilli hæð yfir hitabeltinu. Niðurstaða vísindamannanna er að þessi minnkandi styrkur vatnsgugu hafi hægt á hlýnuninni sem er af völdum gróðurhúsalofttegundanna um allt að 25%.

Þessi minni hlýnun frá árinu 2000 er ekki áhugaverð eingöngu fyrir fræðimenn. Þeir sem efast hafa um hlýnun jarðar af mannavöldum hafa haldið fram að þetta hitafrávik styðji mál þeirra. Aðrir segja að hlýnunin muni halda áfram og hafa bent á að hluti af skýringunni séu eðlilegar sveiflur í veðurfari og að undirliggjandi sé hlýnun jarðar af mannavöldum enn í gangi.

Einn aðalhöfunda – Susan Solomon – segir: “Það hefur verið hægfara hlýnun á jörðinni síðastliðin 100 ár, en frá einum áratugi til áratugs geta orðið sveiflur í leitni hlýnunarinnar”, líkt og af völdum vatnsgufu og annarra ferla.

Aðrar sveiflur hafa einnig haft áhrif á minnkandi hlýnun, eins og sveiflur í hafstraumum og sólvirkni, en þessi rannsókn bendir til þess að minnkandi vatnsgufa sé einnig hluti af ástæðu minnkandi hlýnunar.

Vatnsgufa er áhrifamikil gróðurhúsalofttegund. En magn vatnsgufu í andrúmsloftinu er háð hitastigi og því oft litið á hana sem magnandi svörun, þ.e. afleiðingu hækkandi hitastigs en ekki orsök:  hærra hitastig leiðir af sér meiri styrk vatnsgufu, sem aftur hækkar hitastig og svo koll af kolli.

Það hversu mikil vatnsgufa nær upp í heiðhvolfið er háð því hitastig sem að vatnsgufan þarf að fara um á leið sinni upp á við. Megnið af uppgufuninni á sér stað í hitabeltinu, á svæði þar sem hitastig kuldapolla í andrúmsloftinu hefur minnkað. Sem afleiðing af því, þá hefur minna af vatnsgufu náð upp í heiðhvolfið – og minnkað hlýnunina.

Heildarmyndin er þó enn óljós. Hlutverk vatnsgufu gæti verið mikilvægt í sambandi við þessa minnkandi hlýnun, en “það útilokar ekki aðra þætti”, líkt og breytingum í sólvirkni og hafstraumum, segir Dr. Solomon. Hingað til hefur ekki verið gert ráð fyrir sveiflum í vatnsgufu við loftslagslíkanagerð, og vísindamenn eiga enn eftir að finna ástæður þess að hitastig féll í kuldapollum yfir hitabeltinu síðastliðin áratug.

Við munum fylgjast með þessu máli, ekki spurning – enda ljóst að þetta hefur einhver áhrif á loftslag og loftslagsspár framtíðar.

Heimildir og ítarefni

Greinin sem þessi frétt er um, má finna hér (á bakvið áskriftarglugga): Solomon o.fl. 2010: Contributions of Stratospheric Water Vapor to Decadal Changes in the Rate of Global Warming

Einnig má finna umfjöllun um málið á heimasíðu NOAA (Stratospheric Water Vapor is a Global Warming Wild Card), á Real Climate (The wisdom of Solomon), á Skeptical Science (The role of stratospheric water vapor in global warming), á Wunder Blog (Stratospheric water vapor decline credited with slowing global warming) og hjá Haraldi Sigurðssyni (Vatn í Heiðhvolfi og Áhrif þess á Loftslag).

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál