Skýrsla um kostnað við bráðnun freðhvolfsins á Norðurslóðum

thumb_cryosphereTil að byrja með er rétt að benda á að orðið freðhvolf er þýðing á enska hugtakinu Cryosphere, sem er samheiti yfir frosið vatn, þ.e. jökla, hafís, sífrera og annars konar ís á og í yfirborði jarðar.

Út er komin skýrsla á vegum Pew umhverfissamtakanna þar sem reynt er í fyrsta sinn að reikna út kostnað við hlýnun á Norðurslóðum og áætla samtökin að kostnaðurinn gæti orðið um 2,4 billjónir dollara árið 2050.

 Skýrslan sem kynnt var á fundi fjármálaráðherra G7-ríkjanna sem haldinn er á  Suðaustur Baffinlandi. Meðal þess sem kemur fram í skýrslunni er að á þessu ári geti kostnaðurinn numið 61-371 milljarða dollara af völdum minnkandi hafíss Norðurskautsins, minnkandi snjóhulu og bráðnunar sífrera.

Til að áætla kostnað við bráðnun freðhvolfsins, þá notuðu höfundar skýrslunnar áætlaða bráðnun snjóa og ísa, auk hugsanlegrar losun á metangasi frá sífrera Norðurslóða. Reiknað var út miðað við áætlaðan kostnað á auknu kolefnisígildi (metans), áætlanir á áhrif loftslagsbreytinga á landbúnað, orkuvinnslu, aðgang að vatni, sjávarstöðubreytingum, flóðum og öðrum þáttum.

Þótt ljóst sé að höfundar hafa þurft að grípa til töluverðra einfaldana, þá er þetta að minnsta kosti fyrsta nálgun á kostnaði við bráðnun freðhvolfsins á Norðurslóðum.

Ítarefni og heimildir

Þessi frétt er unnin upp úr fréttatilkynningu Pew samtakanna: Pew Environment Report Says Melting Arctic Could Cost $2.4 Trillion by 2050

Skýrsluna má finna hér: An Initial Estimate of the Cost of Lost Climate Regulation Services Due to Changes in the Arctic Cryosphere (PDF)

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál