Nýtt iPhone forrit

iphone_app_top10Út er komið nýtt forrit frá iPhone þar sem mýtur efasemdarmanna um hlýnun jarðar eru skoðaðar og hraktar. Það er gert af John Cook sem heldur úti heimasíðunni Skeptical Science.

Ef þú átt iPhone síma (eða ætlar að eignast slíkan síma), þá getur þú nú náð þér í þetta forrit og næst þegar einhver segir að hlýnunin sé af völdum sólarinnar, að loftslag sé alltaf að breytast eða jafnvel að það sé að kólna en ekki hlýna – þá geturðu opnað iPhone símann og bent viðkomandi á það sem vísindin hafa að segja um málið.

Sá sem þetta skrifar er ekki nýjungagjarn og notar símann sinn aðallega til að hringja með og sem vekjaraklukku. En nýtt forrit sem nota má í iPhone símum fékk hann til að íhuga þann kost og athuga með verð á slíkum símum. Enn sem komið er, eru slíkir símar mjög dýrir – en miðað við eðlilega þróun, þá ættu þeir að verða viðráðanlegir í verði þegar á líður.

Hægt er að fræðast nánar um þetta forrit á heimasíðu Skeptical Science og umfjöllun má finna um það á óopinberu bloggsíðu Apple.

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál