Óvenjulegir þurrkar í Ástralíu

Síðustu áratugi hafa verið óvenjulegir þurrkar á Suðvesturhorni Ástralíu og bendir nýleg grein í Nature Geoscience til þess að þessir þurrkar geti verið þeir mestu í allavega 750 ár.

Í greininni er bent á bein tengsl milli þurrka í Suðvestur Ástralíu og mikillar snjókomu á Law Dome á Austur Suðurskautinu – vegna vindakerfa sem að draga þurrt kalt loft til Ástralíu á sama tíma og rakt hlýtt loft skellur á Suðurskautið.

Vísindamennirnir gerðu athugun á úrkomugögnum á Law Dome á Suðurskautinu og á Suðvesturhorni Ástralíu og fundu sterka öfuga fylgni milli gagnanna. Ískjarnar frá Law Dome sýna að undanfarin úrkomuaukning á Suðurskautinu sé mjög óvenjuleg miðað við síðustu 750 á og bendir það til að hið sama eigi við um þurrkana í Ástralíu.

Þeir benda á að það vindafar sem að ber mesta ábyrgð á þurrkunum í Suðvestur Ástralíu og mikillar snjókomu á Austur Suðurskautinu sé í samræmi við sumar spár um breytingar á vindakerfum tengdum loftslagsbreytingum af mannavöldum.

Heimild

Greinina má finna hér (ágrip): Tas D. van Ommen and Vin Morgan – Snowfall increase in coastal East Antarctica linked with southwest Western Australian drought

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál