Staðnir að óvönduðum vinnubrögðum

Tvær staðhæfingar

Tvær af þeim staðhæfingum sem hafa verið nokkuð áberandi meðal efasemdarmanna um hnattræna hlýnun hafa verið hraktar sem verandi alrangar og byggðar á óvönduðum vinnubrögðum.

Aðdragandi málsins er sá að tvær staðhæfingar um mælingar á hitastigi hefur verið haldið uppi af efasemdarmönnum (aðallega í BNA). Þessar tvær staðhæfingar eru:

  1. Að mikil fækkun í fjölda mælistöðva, fyrir hitastig, sem var gerð árið 1992 hafi leitt til rangrar hitaleitni (þ.e. að hitaleitnin hafi því sýnt meiri hækkun hitastigs en rétt sé)
  2. Að vinnsla gagna (leiðrétting gagna fyrir hverja mælistöð) hafi einnig leitt til rangrar hitaleitni.

Þessum staðhæfingum er m.a. haldið fram af þeim Anthony Watts og Joseph D’Aleo í skýrslu sem þeir birtu í síðasta mánuði. Í skýrslunni velta þeir ýmsu fram og staðhæfa ýmislegt, m.a. um þýðingu þess að fækka mælistöðvum og um vinnslu gagna. 

Aðferðafræði við vinnslu gagna

Til að byrja með er væntanleg gott að skoða aðferðafræðina við að reikna hnattrænt meðaltal frá veðurstöðvum. Aðferðafræðin er í grunninn þrískipt: 

  1. Skipta þarf jörðinni upp í reiti
  2. Reikna meðalhitabreytingu fyrir reitinn með því að nota allar stöðvar innan hans
  3. Reikna hnattrænt meðaltal allra reita.

Í 2. liðnum eru ýmis vandamál sem stafa af því að stöðvarnar í reitunum eru mismunandi, það eru göt í reitunum, stöðvarnar ná yfir misjöfn tímabil o.fl. Stórt vandamál er hvað gera skal við reiti þar sem fáar stöðvar eru. 

Í 3. liðnum þarf að taka tillit til flatarmál reitsins, sem þarf að vera vegið meðaltal. Taka þarf ákvörðun um hvað gera á við reiti sem hafa göt, vegna vöntunar í mæliraðir. 

Tamino

Í færslu eftir Tamino, á síðunni Open Mind, eru staðhæfingar efasemdarmannanna athugaðar. Það er svo sem ekki vitað hver Tamino er, en jafnvel er talið að hann sé stærðfræðingur. Það er oft vitnað í hann í loftslagsumræðunni og m.a. má finna tengingu á síðuna hans á heimasíðu RealClimate og einnig rakst ég á þessar upplýsingar um Tamino á loftslagssíðu Yale háskóla. Það má því segja að borin sé ákveðin virðing fyrir færslum hans á Open Mind síðunni. Tamino notar aðferð við að reikna ársgildin, svipað og útskýrt er hér að ofan, sem virðist virka vel varðandi ársgildi hitastigs. 

Staðhæfingarnar athugaðar

Til að rannsaka 1. staðhæfinguna, reiknaði Tamino út hver munurinn á norðurhvelinu var fyrir þær mælistöðvar sem hætt var að nota eftir 1992 og þeim sem voru notaðar voru áfram eftir 1992, til að sjá hvort að það væri marktækur munur á leitni hitastigs á milli þessara tveggja þátta á öldinni þar á undan.  Þannig á að vera hægt að sjá hvort líklegt væri að myndast hefði einhver skekkja við það að hætta að nota mælistöðvarnar 

Til að rannsaka 2. staðhæfinguna, reiknaði hann út meðalhitastig stöðva á norðurhvelinu með því að nota óleiðrétt gögn og bar það svo saman við leiðrétt meðalhitastig eins og NASA GISS notar, til að sjá hvort að það sé marktækur munur á leitninni, með eða án leiðréttinga eins og GISS notar. 

Fyrst skulum við líta á samanburð á gögnunum fyrir og eftir lokun mælistöðva

 

Það má sjá að það er smávægilegur munur á niðurstöðum þessara tveggja gagnasetta. Tamino reiknaði einnig mismun þessara gagnasetta. Hér má sjá munin á gögnunum fyrir og eftir lokun mælistöðva. 

  

Með því að bera saman mismun á milli stöðvanna, má sjá að stöðvarnar sem var lokað sýna ekki fram á ranga hitaleitni – ef eitthvað er, þá sýna stöðvarnar sem notaðar voru áfram, aðeins minni hlýnun en þær sem hætt var að nota, þó svo munurinn sé ekki tölfræðilega marktækur. 

Svo að staðhæfingunni um að leiðréttingar á hitastigsgögnum hafi leitt til falskrar niðurstöðu, þá er hér munurinn á norðuhvelinu, með því að nota óunnin gögn frá GHCN og bera það saman við leiðrétt gögn frá NASA GISS. 

  

Enn og aftur hafa staðhæfingar efasemdarmanna sýnt sig að vera rangar. Leiðréttingar þær sem NASA GISS hafa frekar minnkað, heldur en aukið nýlega hlýnun. 

Staðhæfingin um að fækkun mælistöðva beri ábyrgð á einhverri eða mestu af hitaleitni gagnanna undanfarna áratugi, er því samkvæmt athugun Tamino, algerlega og sannanlega röng. Staðhæfingin um að leiðrétting og vinnsla gagna eins og hjá NASA GISS hafi leitt til rangrar hitaleitni er einnig algerlega og sannanlega röng. 

Niðurlag

En hvað segir þetta okkur um þær aðferðir sem sumir efasemdarmenn nota? Þarna virðast þeir Watts og D’Aleo hafa sáð efasemdum meðal almennra borgara, byggða á staðhæfingum sem ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum. Spurningin er einnig hvort þeir hafi ekki gert þennan samanburð áður en þeir héldu þessum staðhæfingum fram. Ef þeir gerðu það og fengu þessa niðurstöðu (það bendir svo sem ekkert til að þeir hafi gert þennan samanburð), þá hafa þeir haft rangt við í að fullyrða um áhrif þessara þátta á leitni hitastigs í mæligögnum. Ef þeir hafa ekki framkvæmt þessa útreikninga en samt haldið fram þessum staðhæfingum þá hafa þeir einnig haft rangt við eða í besta falli ekki kunnað til verka. Það eru því óvönduð vinnubrögð, að mínu mati, að fullyrða um leitni hitastigs á þann hátt sem Watts og D’Aleo gera í skýrslu sinni, án þess að sýna fram á það með samanburði á mæligögnum eins og Tamino sýnir fram á. Tamino vinnur nú hörðum höndum að því að fá rannsókn sína birta í ritrýndu tímariti.

Ítarefni og heimildir:

Það hafa fleiri skoðað þetta á sama hátt og Tamino og komist að svipaðri niðurstöðu:

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.