Í suðupotti loftslagsumræðunnar

Í upphafi er rétt að taka það fram að við hér á loftslag.is fjöllum almennt séð lítið um þau mál sem að lúta meira að pólitík í kringum loftslagsmál né um áróðursstríðið sem virðist stundum verða í loftslagsumræðunni. Við viljum helst einbeita okkur að vísindunum á bak við þá ályktun að loftslag er að hlýna og af mannavöldum. Þrátt fyrir það, þá birtum við annað slagið umfjöllun um það sem er heitt í umræðunni, eins og þennan pistil – en einnig fylgdumst við vel með COP15 í Kaupmannahöfn fyrir áramót. Nokkur hitamál halda áfram að vinda upp á sig og hér er það nýjasta í þeim efnum.

Svo virðist vera sem að umræðan um loftslagsmál hafi komist á annað stig undanfarna mánuði. Líklega er það tengt tveimur heitum málefnum,  þ.e. Climategate og villu sem fannst í IPCC skýrslunni (sjá t.d. Heit málefni og Climategate). Af þessu hefur hlotist allsherjar orðastríð, sem hefur náð meira að segja inn í öldungadeild Bandaríkjanna (sem er kannski ekki undarlegt – þar sem þar er verið að rífast um hvort og þá hvernig eigi að bregðast við yfirvofandi hlýnun jarðar og sýnist sitt hverjum). Aðaltalsmaður efasemdamanna í Bandaríkjaþingi (Inhofe) hefur sett niður á blað 17 nöfn þeirra vísindamanna sem að hann vill að verði dregnir til saka. Líkindin við nornaveiðar er ljós öllum sem að fylgst hafa með þessum málum.

Hitinn er orðinn slíkur að vísindamenn hafa fengið hótanir – að því er virðist vera á skipulegan hátt, í þeim tilgangi að brjóta þá niður sálrænt séð. Þetta eru alls konar hótanir, allt frá saklausum uppnefnum og upp í hótanir í garð fjölskyldna þeirra. Tilgangurinn virðist helst vera sá að þagga niður í þeim sem að tala opinberlega um hlýnun jarðar af mannavöldum. Ástralskur blaðamaður, Clive Hamilton, skrifaði fyrir skemmstu athyglisverðar fréttaskýringar um ástandið í umræðunni í Ástralíu og þegar þetta er skrifað þá voru eftirfarandi greinar komnar hjá honum:

  • Hluti 1: Bullying, lies and the rise of right-wing climate denial
  • Hluti 2: Who is orchestrating the cyber-bullying?
  • Hluti 3: Think tanks, oil money and black ops
  • Hluti 4: Manufacturing a scientific scandal
  • Hluti 5: Who’s defending science?
    :
  • Það er frekar óhugnarlegt að lesa þetta og setja sig í spor vísindamanna sem að lenda í slíku. Á svipuðum nótum hafa menn þurft að glíma við hótanir á virtum heimasíðum sem að fjalla um loftslagsmál, t.d. á Discovery News, sjá Coping With Climate Science Haters.

    Einn af þeim sem að hefur orðið fyrir miklu aðkasti undanfarið er Al Gore. Hann hefur reyndar orðið fyrir aðkasti allt frá því að hann gerði myndina An Inconvenient Truth. Hann skrifaði fyrir stystu pistil í The New York Times (sjá We Can’t Wish Away Climate Change) og er vel þess virði að lesa. Annar athyglisverður pistill sem gott er að lesa er skrifaður af Bill McKibben (sjá The Attack on Climate-Change Science Why It’s the O.J. Moment of the Twenty-First Century) og er rétt að enda á broti úr þeim pistli:

    The campaign against climate science has been enormously clever, and enormously effective. It’s worth trying to understand how they’ve done it.  The best analogy, I think, is to the O.J. Simpson trial, an event that’s begun to recede into our collective memory. For those who were conscious in 1995, however, I imagine that just a few names will make it come back to life. Kato Kaelin, anyone? Lance Ito?

    The Dream Team of lawyers assembled for Simpson’s defense had a problem: it was pretty clear their guy was guilty. Nicole Brown’s blood was all over his socks, and that was just the beginning.  So Johnnie Cochran, Robert Shapiro, Alan Dershowitz, F. Lee Bailey, Robert Kardashian et al. decided to attack the process, arguing that it put Simpson’s guilt in doubt, and doubt, of course, was all they needed. Hence, those days of cross-examination about exactly how Dennis Fung had transported blood samples, or the fact that Los Angeles detective Mark Fuhrman had used racial slurs when talking to a screenwriter in 1986.

    Athugasemdir

    ummæli

    About Höski

    Áhyggjumaður um loftslagsmál