Ráðist á loftslagsvísindin

Dr. Jeffrey D. Sachs

Í fréttablaðinu í dag er mjög áhugaverður pistill eftir Dr. Jeffrey D. Sachs, sem er hagfræðiprófessor og stjórnandi Earth Institute við Columbia háskóla í Bandaríkjunum. Hann fjallar á opinskáan hátt um sína sýn á það sem hann kallar “Ráðist á loftslagsvísindin” og fjallar um stuld á tölvupóstunum og villu í skýrslu IPCC (sjá t.d. Heit málefni og Climategate). Hann segir meðal annars eftirfarandi:

Þeir sem berjast gegn aðgerðum í loftslagsmálum eru í mörgum tilfellum studdir af sömu hagsmunaaðilum, einstaklingum og fyrirtækjum sem lögðust á sveif með tóbaksframleiðendum til að gera lítið úr rannsóknum sem sýndu fram á orsakasamhengi milli reykinga og lungnakrabbameins. Síðar andmæltu þeir rannsóknum sem sýndu að brennisteinsoxíð frá kolaknúnum orkuverum yllu “súru regni”. Þegar í ljós kom að efni sem kallast klórflúrkolefni eyddi ósonlaginu, efndi sami hópur til rógsherferðar til að afskrifa þær niðurstöður líka (fréttablaðið 3. mars 2010).

Seinna í sömu færslunni er þessi góði punktur:

Þegar tölvuskeytin og villurnar í skýrslunni voru opinberuð hófu leiðarahöfundur The Wall Street Journal herskáa áróðursherferð, þar sem loftlagsrannsóknum var lýst sem gabbi og samsæri. Þeir fullyrtu að vísindamenn skálduðu niðurstöður til að afla sér rannsóknarstyrkja. Mér fannst þetta fáránleg ásökun á sínum tíma, í ljósi þess að vísindamennirnir sem lágu undir ámæli höfðu varið ævinni í að leita sannleikans og hafa alls ekki sankað að sér auði, sérstaklega samanborið við jafningja þeirra í fjármálageiranum. Síðan mundi ég eftir því að þessi lína – að ráðast á vísindamenn undir því yfirskyni að þeir væru bara á höttunum eftir peningum – var nánast samhljóða þeirri sem The Wall Street Journal gaf út þegar þeir tóku upp hanskann fyrir tóbaksframleiðendur, afneituðu súru regni, eyðingu ósónlagsins, skaðsemi óbeinna reykinga og annarra spilliefna. Með öðrum orðum voru mótbárur þeirra gamlar tuggur sem þeir grípa kerfisbundið til, burtséð frá viðfangsefninu (fréttablaðið 3. mars 2010).

Við á loftslag.is mælum með þessum pistli og viljum hrósa Fréttablaðinu fyrir að birta hann – hvort sem þeir ákváðu sjálfir að þýða pistil Sachs eða að þeir hafi fengið greinina senda frá sjálfum höfundinum, en þessi pistill hefur áður birst í The Guardian. Hægt er að skoða pistilinn í gegnum tengil hér fyrir neðan.

Ítarefni

Skoða má Fréttablaðið á netinu og pistilinn á blaðsíðu 8 í aukablaðinu Markaðurinn: Ráðist á loftslagsvísindin

Sami pistill birtist í The Guardian og má lesa hér á ensku:  Climate sceptics are recycled critics of controls on tobacco and acid rain).

Svipað umfjöllunarefni birtist hér nýlega á loftslag.is og mælt er með lestri pistlanna sem vísað er í þar: Í suðupotti loftslagsumræðunnar

Þá má benda á umfjöllun um aðferðafræði efasemdamanna við að koma höggi á vísindamenn og gögn þeirra: Staðnir að óvönduðum vinnubrögðum

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál