Climate TV – útsending í kvöld

Við fréttum fyrir skemmstu af útsendingum hjá netsjónvarpstöð sem kallar sig  Climate TV, en við höldum að fyrsta beina útsendingin hefjist í nótt klukkan 1:00 að íslenskum tíma (aðfaranótt 26.mars).

Við vitum í raun lítið um þessa sjónvarpstöð, annað en það sem við sáum á Desmogblog, en svo virðist sem að einn af stjórnendum þess sé Kevin Grandia, sjá umjöllun hans um útsendinguna í nótt: Climate Crock Live and Interactive With Peter Sinclair Tonight.

Þarna verða beinar útsendingar og gagnvirkt (interactive), þar sem kastljósinu er beint að persónum, höfundum, kvikmyndagerðamönnum, heimildamönnum, sérfræðingum í stefnumótun og stjórnmálamönnum sem hafa vit á og fjallað hafa um loftslagsbreytingar. Áhorfendur geta svo sent inn spurningar til þeirra sem eru í útsendingunni.

Í nótt (klukkan 1:00 að íslenskum tíma) verður Peter Sinclair, höfundur myndbandanna Climate Crock of the Week  sem einnig kallar sig Greenman3610 á YouTube.  Þá verður fyrst sýnt nýlegt myndband eftir Peter, sem við birtum á loftslag.is fyrir stuttu síðan (sjá Hvað er vitað um loftslagsbreytingar?) og svo fær hann spurningar bæði frá stjórnanda og áhorfendum.

Við hvetjum alla sem að halda sér vakandi svo lengi að kíkja á þetta – lofum þó ekki að það verði gott samband, en hver veit. Þess ber að geta að nú þegar er fullt af myndböndum þar sem hægt er að horfa á, viðtöl og fleira.

Sjá Climate TV

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál