Bráðnun jökulbreiðna Grænlands

Myndband um bráðnun í Grænlandsjökli. Eftirfarandi er hluti þeirrar lýsingar sem fylgir myndbandinu á YouTube:

Ný skýrsla tekur saman þá flóknu mynd úr nýjustu vísindaniðurstöðum varðandi jökulbreiður Grænlands með tilliti til loftslagsbreytinga. Skýrslan er bráðabirgða afurð um ástand; snjó, vatns, ís og sífrera á Norðurslóðum og var gerð af helstu sérfræðingum heims og upp úr ritrýndum vísindagreinum sem gefnar voru út fyrir vorið 2009. Skýrslan var kynnt þann 14. desember á viðburði tengdum COP15, í Bellacenter í Kaupmannahöfn.

Þrjár niðurstöður:

1. Jökulbreiður Grænlands eru að missa massa og jöklar losa meiri ís. Jakobshavn Isbræ hefur hopað um 15 kílómetra síðustu 8 ár.
2. Nýlegar spár um breytingu sjávarborðs, sem innihalda framlag jökulbreiðna Grænlandsjökuls og annars íss á landi, ásamt varmaþennslu sjávar, gefa vísbendingar um að sjávarborðbreytingar gætu orðið u.þ.b. 1 meter á þessari öld. Vísindamenn telja að þegar farið er yfir ákeðna vendipunkta, þá geti verið að jökulbreiðurnar fari í ástand, þar sem óafturkallanlegar breytingar geti átt sér stað sem leiði til algerar bráðnunar.
3. Loftslagsbreytingar geta leitt til þess að ný atvinnutækifæri verði til á Grænlandi, en einnig hamlað venjubundnu lífsviðurværi þar.

Hugsanlega tengt efni:

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.