Bráðnun Grænlandsjökuls, sem hefur verið að aukast á Suður Grænlandi undanfarinn áratug hefur einnig verið að aukast til norðurs eftir Vesturströnd Grænlands, samkvæmt niðurstöðum í nýlegri grein sem birtist í Geophysical Research Letters.
Niðurstöðuna fengu vísindamennirnir með því að bera þyngdarmælingar frá gervihnettinum GRACE, saman við samfelldar GPS mælingar á berggrunni við jaðar jökulbreiðunnar.
Gögnin frá GPS mælingunum, ásamt þyngdarmælingunum veita upplýsingar um meðal-landris mánaðarlega, af völdum massabreytinga í Grænlandsjökli. Rannsóknateymið fann að landris við Thule flugstöðina á norðvesturströnd Grænlands var um 4 sm frá október 2005 til ágúst 2009. Þótt upplausn gervihnattagagnanna sé of lítil (um 250 * 250 km reitir) til að sýna nákvæmlega hvar jökull bráðnar mest, þá bendir þynning jökulsins við jaðar jökulbreiðunnar til þess að hraði skriðjöklanna sé að aukast.
Heimildir og ítarefni
Hægt er að nálgast greinina sjálfa hér (ágrip): Spread of ice mass loss into northwest Greenland observed by GRACE and GPS
Umfjöllun um greinina má nálgast á heimasíðu háskólans í Colorado: Greenland Ice Sheet Losing Ice Mass on Northwest Coast, Says New International Study
Tengdar fréttir um Grænlandsjökul og bráðnun hans á loftslag.is:
- Bráðnun jökulbreiðna Grænlands
- Hvenær fer bráðnun Grænlandsjökuls á fullt?
- Hlýir sjávarstraumar hraða bráðnun Grænlandsjökuls
- Bráðnun Grænlandsjökuls
Að lokum er hér myndband sem sýnir hvernig bráðnun Grænlandsjökuls er að dreifa úr sér, samkvæmt gögnum frá GRACE gervihnettinum, frá árinu 2003-2009:
Áhugaverðar þessar GRACE rannsóknir. Getur velverið að massi sé eitthvað að minnka. Og GPS og gervitunglamælingar eru einna nákvæmustu mælingar sem til eru.
En það sem fær mig til að efast um að það sé eitthvað mjög óvenjulegt og alvarlegt í gangi er að sögulegar heimildir segja að margir skriðjöklar (nokkrir amk) voru minni á síðustu öld, fyrir ca 50 árum síðan. Minni jöklar þá helst í hendur við það að þá var einnig hærri hiti, samkvæmt mælingum. Svo ef jöklar voru minni á þeim tíma en nú þá er varla ástæða til að hafa áhyggjur af því að Grænlandsjökull muni nú allt í einu skríða á miklum hraða út i sjó. Þ.e. Grænlandsjökull gerði það ekki þá… þegar var líklega hlýrra og jöklar minni.
Þessi bráðnun er óvenjuleg, jafnvel þó farið sé 50 ár aftur í tímann, sjá hér.
Höski. Samkvæmt línuritinu í greininni sem þú bentir á er það bara, sýnist mér, á síðustu tíu árunum þar sem massajafnvægi hafi verið mjög mikið í mínus. Á árunum 1980-2000 var massajafnvægi nálægt núll. Var aðeins í mínus í kringum 1970 og fyrir og í kringum 1960 var hann einnig nálægt núlli. Á síðustu 10 árum virðist massinn fara hratt minnkandi. Ættu þessar breytingar ekki vera sýnilegar fyrr eða síðar? Og allra síst ættu jöklar að fara skríða fram, eins og sumir núna. Væri fróðlegt að heyra jöklafræðing segja hvað er það sem besta einkenni þess að jökull sé að stækka, massi að aukast.
En ef vísbendingar um að hop jökla er að ganga til baka á allra síðustu árum eru réttar þá myndi massaferillinn í línuritinu fara upp á við aftur. Spennandi að fylgjast með því.
Takk fyrir athugasemdirnar Karl. Það er fróðleg grein eftir Tómas Jóhannesson jöklafræðing á Veðurstofunni á loftslag.is, sjá Jöklabreytingar og hækkun sjávarborðs heimshafanna. Þar sem þú hefur verið að velta fyrir þér Helheimskriðjöklinum langar mig m.a. að benda á það sem stendur undir myndinni í þeim pistli:
Okkur vitandi þá eru langflestir skriðjöklanna á Grænlandi að hopa, sjá t.d. um Petermann jökulinn og Jakobshavn Isbræ. Getur þú nefnt skriðjökla sem ekki eru taldir vera að hopa Karl, það gæti verið fróðlegt að skoða það nánar.