Bráðnun Grænlandsjökuls til norðvesturs

Bráðnun Grænlandsjökuls, sem hefur verið að aukast á Suður Grænlandi undanfarinn áratug hefur einnig verið að aukast til norðurs eftir Vesturströnd Grænlands, samkvæmt niðurstöðum í nýlegri grein sem birtist í Geophysical Research Letters.

Niðurstöðuna fengu vísindamennirnir með því að bera þyngdarmælingar frá gervihnettinum GRACE, saman við samfelldar GPS mælingar  á berggrunni við jaðar jökulbreiðunnar.

Gögnin frá GPS mælingunum, ásamt þyngdarmælingunum veita upplýsingar um meðal-landris mánaðarlega, af völdum massabreytinga í Grænlandsjökli. Rannsóknateymið fann að landris við Thule flugstöðina á norðvesturströnd Grænlands var um 4 sm frá október 2005 til ágúst 2009. Þótt upplausn gervihnattagagnanna sé of lítil (um 250 * 250 km reitir) til að sýna nákvæmlega hvar jökull bráðnar mest, þá bendir þynning jökulsins við jaðar jökulbreiðunnar til þess að hraði skriðjöklanna sé að aukast. 

Heimildir og ítarefni

Hægt er að nálgast greinina sjálfa hér (ágrip): Spread of ice mass loss into northwest Greenland observed by GRACE and GPS

Umfjöllun um greinina má nálgast á heimasíðu háskólans í Colorado: Greenland Ice Sheet Losing Ice Mass on Northwest Coast, Says New International Study

Tengdar fréttir um Grænlandsjökul og bráðnun hans á loftslag.is:

Að lokum er hér myndband sem sýnir hvernig bráðnun Grænlandsjökuls er að dreifa úr sér, samkvæmt gögnum frá GRACE gervihnettinum, frá árinu 2003-2009:

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál