Helstu atriðið varðandi hitastig marsmánaðar á heimsvísu
- Sameinað hitastig fyrir bæði land og haf fyrir mars 2010 var það heitasta samkvæmt skráningum, með hitafráviki upp á 0,77°C yfir meðalhitastigi 20. aldarinnar. Þetta var 34. marsmánuðurinn í röð sem var yfir meðaltal 20. aldarinnar.
- Hitastig á landi á heimsvísu var 1,36°C yfir meðaltali 20. aldarinnar, og var sá 4. heitasti samkvæmt skráningum.
- Hitastig hafsins á heimsvísu í mars 2010, var það heitasta fyrir mánuðinn samkvæmt skráningu, með hitafrávik upp á 0,56°C yfir 20. aldar meðaltalið.
- Fyrir tímabilið janúar – mars var sameinað hitastig fyrir bæði land og haf, með hitafrávik upp á 0,66°C yfir meðaltalið, 4. heitasta fyrir það tímabil.
Mars 2010
Helstu atriði sýnd á myndum og gröfum, bæði fyrir mánuðinn og tímabilið janúar – mars.
Í töflunni hér fyrir neðan má lesa helstu tölur varðandi hitastig fyrir marsmánuð 2010.
Mars | Frávik | Röð (af 131 ári) |
Heitasti/næst heitasti mars samkv. skrám |
---|---|---|---|
Á heimsvísu | |||
Land | +1,36°C | 4. heitasti | 2008 (+1,83°C) |
Haf | +0,56°C | Heitasti | 1998 (+0,55°C) |
Land og haf | +0,77°C | Heitasti | 2002 (+0,74°C) |
Norðuhvel jarðar | |||
Land | +1,52°C | 4. heitasti | 2008 (+2,34°C) |
Haf | +0,54°C | Heitasti | 2004 (+0,49°C) |
Land og Haf | +0,92°C | 3. heitasti | 2008 (+1,07°C) |
Suðurhvel jarðar | |||
Land | +0,95°C | Heitasti | 1998 (+0,92°C) |
Haf | +0,59°C | 2. heitasti | 1998 (+0,61°C) |
Land og Haf | +0,64°C | 2. heitasti | 1998 (+0,65°C) |
Í grafinu hérundir má sjá þessi gögn í öðru ljósi:
Og svo að lokum hitafrávikin fyrir tímabilið janúar – mars 2010.
Heimildir og annað efni:
- Hitastig febrúar 2010 á heimsvísu
- Hitastig janúar 2010 á heimsvísu
- Hitastig árið 2009
- NOAA – mars 2010
- Tag – Hitastig
Leave a Reply