Áhrifavaldar sjávarstöðubreytinga

Sjávarstaða gæti risið um 0,6-1,6 metra fyrir árið 2100 miðað við sjávarstöðu í dag, samkvæmt nýjum rannsóknum.  Í IPCC skýrslunni frá árinu 2007, þá var reiknað með að þennsla vegna hlýnunar sjávar og bráðnun jökla (utan ísbreiðanna á Grænlandi og Suðurskauti) myndi hækka sjávarstöðuna um 18-59 sentimetra í lok þessarar aldar.

Í stað þess að skoða einstaka þætti sem hafa áhrif á sjávarstöðubreytingar sér, þá notuðu höfundar tölfræðilíkan til að áætla uppsöfnuð áhrif frá ýmsum áhrifavöldum loftslagsbreytinga, til hlýnunar og kólnunar og jafnt náttúrulega og af mannavöldum. Þeir skoðuðu líka hlutfallslegt mikilvægi einstakra þátta í sjávarstöðubreytingum framtíðar og fundu út að hærri styrkur CO2 í andrúmsloftinu myndi valda meirihluta breytinga í sjávarstöðu á þessari öld. Jafnvel þótt sólvirkni myndi falla niður að lægsta gildi þess síðastliðin 9300 ár, þá myndi það einungis minnka sjávarstöðuhækkunina um 10-20 sentimetra. Svipað myndi gerast ef eldvirkni næði hæstu virkni sína síðastliðin 1000 ár, það myndi draga úr sjávarstöðuhækkunina um 10-15 sentimetra.

Höfundar segja að mat þeirra sé í takt við fyrri sjávarstöðubreytingar og hvernig þær brugðust við loftslagsbreytingum og telja að mat sem byggir eingöngu á viðbrögðum jökla og varmaþennslu sjávar sé ekki fullnægjandi.

Heimildir og ítarefni

Greinin sem birtist í Geophysical Research Letters má finna hér (ágrip):  Jevrejeva o.fl. 2010 – How will sea level respond to changes in natural and anthropogenic forcings by 2100?

Tengdar færslur á loftslag.is:

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál