Norðurskautsmögnunin

Í Nature kom fyrir stuttu grein eftir þá Screen og Simmonds (2010), en hún heitir The central role of diminishing sea ice in recent Arctic temperature amplification. Þeir sem hafa ekki áskrift af Nature, verða að láta sér nægja ágripið, en þar segir í lauslegri þýðingu:

Hlýnun við yfirborð sjávar hefur verið næstum tvisvar sinnum meiri á Norðurskautinu en sem nemur hnattrænu meðaltali síðustu áratugi – nokkuð sem kallað er Norðurskautsmögnunin (Arctic amplification). Aukinn styrkur gróðurhúsalofttegunda hefur stjórnað hlýnun Norðurskautsins og Jarðarinnar í heild; hin undirliggjandi ástæða Norðurskautsmögnunarinnar hefur verið óljós hingað til. Hlutverk minnkunar í snjó og hafísútbreiðslu og breytingar í straumum loftshjúps og sjávar, skýjahula og vatnsgufa er enn ókljáð deiluefni. Betri skilningur á þeim ferlum sem hafa verið ráðandi í hinni magnandi hlýnun er nauðsynlegt til að dæma um líkur, og áhrif, á framtíðarhlýnun Norðurskautsins og hafíssbráðnunar.

Í þessari grein sýnum við að hlýnun Norðurskautsins er mest við yfirborðið flest árin og er að mestu leiti í samræmi við minnkun í hafísútbreiðslu. Breytingar í skýjahulu hafa, aftur á móti, ekki haft mikil áhrif á undanfarna hlýnun. Aukning í vatnsgufu lofthjúpsins, sem er að hluta afleiðing minnkandi útbreiðslu hafíss, gæti hafa aukið á hlýnun í neðri hluta lofthjúpsins yfir sumartímann og í fyrri hluta haustsins.

Niðurstaða okkar er sú að minnkandi hafís hefur haft afgerandi hlutverk í Norðurskautsmögnuninni. Sú niðurstaða styrkir tilgátur um að sterk magnandi svörun milli hafíss og hitastigs sé hafið á Norðurskautinu, sem eykur líkurnar á hraðari hlýnun og frekari bráðnun hafíss, sem mun líklega hafa áhrif á vistkerfi Pólsins, massabreytingar jökulbreiða og mannlegar athafnir á Norðurskautinu.

Sjá einnig umfjöllun í The Guardian.

Við höfum áður fjallað um magnandi svörun á loftslag.is, en þar segir meðal annars:

“Magnandi svörun (e. positive feedback) er hugtak sem er frekar mikið notað í loftslagsfræðum. Þar er átt við ferli þar sem afleiðingin magnar upp orsökina og veldur keðjuverkun með hugsanlega slæmum stigvaxandi áhrifum. Á hinn bóginn getur afleiðing myndað dempandi svörun (e. negative feedback) á móti orsökinni og dregið úr henni.

Magnandi svörun

Við hlýnun jarðar eru ýmis ferli sem valda magnandi svörun.  Við hlýnun eykst t.d. raki eða vatnsgufa í andrúmsloftinu og þar sem vatnsgufa er gróðurhúsalofttegund þá magnar það hlýnunina upp.

Annað þekkt ferli er hið svokallaða Ice-Albeido effect þ.e. þegar hafís bráðnar vegna hlýnunar jarðar þá endurspeglast minna sólarljós út úr lofthjúpnum og sjórinn gleypir meiri hita og því hitnar meira og meiri hafís bráðnar.”

Magnandi svorun

Hvað þetta þýðir er erfitt að gera sér grein fyrir, en út úr orðum ágripsins má skilja sem svo að líklegt sé að ekki sé aftur snúið varðandi hafís Norðurskautsins, hann sé kominn í niðursveiflu sem hann magnar upp sjálfur – hvort vendipunkti sé náð, verður að koma í ljós.

Tengdar færslur á loftslag.is 

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál