Hvað er rangt við þetta graf?

Við fréttum af þessu grafi hér undir sem kemur úr þessu PDF-skjali og er afurð m.a. tveggja vel þekktra efasemdarmanna um hlýnun jarðar af völdum aukningar gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum, þeim Willie Soon (sem er stjarneðlisfræðingur) og Lord Monkton (sem er ekki Lord), sjá heimasíðu SPPI. Í lok skjalsins segir meðal annars í aðdraganda þess að grafið er sett fram:

Clearly, it is now time for us all to use the grey matter between our ears and to think for ourselves!

Ætli það sé ekki ráð að nota gráu sellurnar og grannskoða þetta graf. Gröf þessu líkt hafa einmitt sést á ýmsum blogg og heimasíðum og eiga að gefa til kynna vöntun í fylgni hitastigs og aukins styrks CO2. En hvað er rangt við þetta graf?

Það vill svo vel til að Michael Tobis hefur gert greiningu á svipuðu grafi og fundið þrjár blekkingar í því sem mætti kalla tæknileg atriði gagnanna og meðhöndlun þeirra í grafinu.

  1. Sitthvor aðferðin við vinnslu gagnanna er notuð. Hitastigið er sett fram sem mánaðar meðaltal, en styrkur CO2 virðist vera án árstíðabundina sveiflna. Þetta gerir það að verkum að á meðan styrkur CO2 eykst jafnt og þétt, þá lítur út fyrir miklar sveiflur í hitastiginu, sem ekki eru í takti hvort við annað.
  2. Val á skölum á lóðrétta ásunum ýkir áhrifamikið breytinguna í styrk CO2. Á síðustu hundrað árum hefur styrkur CO2 hækkað um u.þ.b. 100 ppm, en hitastig um 0,8°C. En á grafinu eru 0,8°C settar á lóðrétta ásinn á móti aðeins 35 ppm á CO2 skalanum, sem þýðir að styrkur CO2 er ýktur sem nemur þreföldun á móti hitastigskvarðanum.
  3. Mjög stuttur tímarammi fjarlægir 90% af mælingum og skilur okkur eftir með allt of lítið af hitastigsgögnum til að ákvarða marktæka leitni. Loftslag er oft skilgreint sem 30 ára tölfræði veðurlags, þannig að ekki ætti að setja fram leitni með notkun á gögnum sem ná aðeins yfir 15 ár.

Michael Tobis hefur gert endurbætt graf, sem ekki inniheldur þessar villur.

40 ár af gögnum ætti að duga til að ná fram marktækum samanburði á gögnunum. Lóðrétti skalinn er þarna samanburðarhæfur fyrir bæði gagnasettin og þetta eru hvorutveggja gögn sem eru unnin út frá mánuðum, með þeim sveiflum sem því tilheyra á báðum tilfellum.

Efra grafið er enn eitt dæmið um þær blekkingar sem stundum sjást úr röðum þeirra sem telja ekki að vísindin geti veitt svör við spurningum varðandi hlýnun jarðar við aukningu gróðurhúsalofttegunda.

Heimildir:

Tengt efni af Loftslag.is:

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.