Ólöglegar útvarpsbylgjur trufla gervihnetti

Evrópskur gervihnöttur, sem að vaktar raka í jarðvegi, verður fyrir truflun frá ólöglegum útvarpsbylgjum. Í febrúar byrjaði SMOS (Soil Moisture and Ocean Salinity) gervihnötturinn að senda niðurstöður mælinga sinna niður til jarðar, en hingað til hafa verið miklar truflanir af völdum ólöglegra útvarpsbylgja.

Í lok mars kom tilkynning frá vísindamönnunum um þessar truflanir, en sendar sem senda á sömu bylgjulengdum og gervihnettirnir nema, líkt og óleglegar útvarps og sjónvarpsbylgjur eru helstu truflanavaldarnir. Þær bylgjulengdir eru fráteknar fyrir vísindarannsóknir. Einnig hafa verið einhver vandkvæði vegna loftneta sem sett voru upp í kalda stríðinu og eru enn virk.

Frá því í mars, þá hefur orðið nokkur árangur í að loka fyrir þessar ólöglegu bylgjur. Hér fyrir neðan má til dæmis sjá mynd sem sýnir truflanir fyrir og eftir á Spáni – þó enn séu truflanir:

Truflanir af völdum útvarpsbylgja, fyrir og eftir lokunum ólöglegra útvarpssendinga á Spáni.

 Suður Evrópa er þó ekki enn orðin “hrein” af ólöglegum útvarpsbylgjum, ennig eru stór vandamál enn í Afríku og Asíu. Það er sérstaklega bagalegt í Afríku þar sem mikilvægt er að fylgjast með raka í jarðvegi og til að halda utan um vatnsforða í Afríku.

Búist er við aukinni pressu á að lokað verði á þessar ólöglegu útvarpssendingar, þar sem Bandaríkjamenn hyggjast senda á loft tvo nýja gervihnetti sem mæla á sömu bylgjulengd, auk gervihnattar frá kínverskum rannsóknaraðilum.

Ítarefni

Lesa má fréttatilkynningar um SMOS hér: SMOS News

Frétt af heimasíðu BBC: Europe’s Smos ‘water mission’ battles interference

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál