Hér er komið nýtt myndband frá góðkunningja okkar, Greenman3610 sem fjallar jafnt um mýtur efasemdamanna sem og lausnir til að draga úr losun CO2 út í lofthjúpinn. Hér kemur lausn mánaðarins um endurnýjanlega orkugjafa – að þessu sinni fjallar hann um Vindorku. Lýsing Greenman3610 (sem heitir réttu nafni Peter Sinclair) á þessu nýja myndbandi er á þessa leið:
Að það sé orka í vindinum er ekki ný uppgötvun, maðurinn hefur verið að nota hana í þúsundir ára. Það sem fólk veit þó almennt ekki, er hversu mikið hefur verið að gerast undanfarin 100 ár í rannsóknum á henni.
Það er enginn skortur á orku… [Eftirfarandi tenglar fylgja myndbandinu til frekari upplýsinga]
20% af vindorku árið 2030 -|- Að skipta yfir í endurnýjanlega orku árið 2030 | og hér -|- Kína tekur forskot í virkjun vindorku -|- Hreyfimynd af olíuslysi -|- Saga beislunar vindorku – hluti 1 -|- Saga beislunar vindorku – hluti 2 -|- National Academy – fuglar -|- Orkugeymslustöðvar í Bandaríkjunum -|- Lækkandi orkuverð með hjálp vinds -|- Vindþurrð -|- Af hverju vindþurrð í Texas veldur ekki áhyggjum -|- Rannsókn ERCOT á vindþurrð Danmörk: toppsæti fjárfestinga 2 ár í röð -|- Hafsjór ónýttrar orku -|- Neikvætt verð -|- Danmörk: Hamingjusamasta fólk veraldar
Í síðustu viku kom ákall frá Greenman um að kjósa sig í netkosningu, en hann á kost á að fá styrk frá Brighterplanet. Hægt er að kjósa þrisvar og hvetjum við alla sem hafa gaman að myndböndunum hans að kjósa. Nauðsynlegt er að skrá sig inn til þess. Hægt er að skoða myndband með ákalli Greenman, hér.
[Viðbót, 14. maí] – framhald af þessu myndbandi má sjá í færslunni Vindorka – II. hluti
Leave a Reply