Framhald af síðasta myndbandi Greenman3610 – Endurnýjanleg orka – Lausn mánaðarins. Myndböndin um lausn mánaðarins er um endurnýjanlega orkugjafa – að þessu sinni fjallar hann um Vindorku. Við mælum með því að sjá fyrra myndbandið fyrst. Lýsing Greenman3610 (sem heitir réttu nafni Peter Sinclair) á þessu nýja myndbandi er eitthvað á þessa leið:
Ég gat aðeins komið hluta þess efnis sem ég klippti saman í fyrsta myndbandinu, mörg af ónotuðu klippunum gefa svör við þeim spurningum sem hafa komið fram í kjölfarið.
Fyrir stuttu síðan kom ákall frá Greenman um að kjósa sig í netkosningu, en hann á kost á að fá styrk frá Brighterplanet. Hægt er að kjósa þrisvar og hvetjum við alla sem hafa gaman að myndböndunum hans að kjósa. Nauðsynlegt er að skrá sig inn til þess og er það tiltölulega einfalt ferli. Hægt er að skoða myndband með ákalli Greenman, hér.
Þetta eru vandaðar myndir hjá Greenman. Hann fjallar um vandamálin í sambandi við virkjun vindorku. Sum vandamálin eru miklu minni en margir halda, t.d. hávaðamengun og fugladauði. Vandamálið með hina óstöðugu orkuframleiðslu er leysanlegt. A.m.k. tekst Dönum að framleiða meira en 20% af sinni orku með vindmyllum.
Vindmyllur hafa tiltölulega lítil varanleg umhverfisáhrif, en nokkuð mikil sjónræn áhrif. Nokkrar stórar í stað skógar af litlum eru betri fyrir augað. Hér er myndband af stærstu vindmyllu sem framleidd er:
http://www.youtube.com/watch?v=LQxp6QTjgJg
Óneitanlega nokkuð tíguleg.
Vindorkuver framleiða nú 2% af allri raforku jarðarinnar. Framleiðslan hefur 2faldast á 3 ára fresti hingað til. Með því áframhaldi verður talan komin upp í 8% eftir 6 ár. Ég ætla ekki að spá neinu um hvort það verður raunin. Hins vegar er hættuminna að spá því að orkuframleiðslan 3faldist á næstu 8 árum. Til að það gerist þarf uppsetningin á nýjum vindorkuverum bara að standa í stað að meðaltali næstu 8 ár.
PS. Áðan gleymdi ég að reikna með aukningu á heildar raforkuframleiðslu heimsins. Þó að framleiðsla með vindorkuverum 2faldist á 3 ára fresti þá er ekki þar með sagt að hlutfallið af heildinni tvöfaldist.
En tölurnar sem ég studdist við eru fengnar úr “World Wind Energy Report 2009”. Hana er hægt að nálgast hér:
http://www.wwindea.org/home/index.php
Takk fyrir athugasemdirnar og tenglana Jón Erlingur. Ég ætla að skoða þessi skýrslu betur við tækifæri 🙂
Það lítur út fyrir að Greenman hafi borið sigur úr bítum í kosningunni, það hefur þó ekki verið tilkynnt opinberlega hver sigurvegarinn er enn þá.
Vindmyllur hafa einusinni framleitt meira en helminginn af raforkunni í Danmörku, en yfirleitt er þetta ca. 20% skilst mér.