Olíulekinn í Mexíkóflóa er gríðarlegt umhverfisslys. Mér hefur persónulega fundist fréttaflutningur hér á landi (og víðar) vera út frá einhverjum undarlegum vinkli um það hvað BP er alveg að fara að gera… eða næstum búið að koma í veg fyrir… í sambandi við lekann. Það virðist þó að mínu mati hafa orðið einhver breyting á því nýlega, nú þegar umfang olíumengunarinnar er að verða öllum ljós. Það hafa verið misvísandi fréttir af því hversu mikil olía lekur í flóann á hverjum sólarhring. Í fyrstu var talað um “aðeins” 5.000 tunnur á sólarhring og þótti mörgum nóg um. Nýlegar fréttir benda þó til að lekinn úr borholunni á hverjum sólarhring sé um 40.000 tunnur. Hvort það hefur verið svo mikið magn allan tímann skal ósagt látið, fyrir utan svo að það hefur náðst einhver árangur við að draga úr lekanum. Þessi leki mun hugsanlega hafa mikil áhrif á vistkerfi Mexíkóflóa og ströndum sem liggja að honum og jafnvel víðar. Þetta mengunarslys er nú þegar orðið eitt það stærsta í sögunni og engin ástæða til að draga eitthvað úr þeirri staðreynd. Meintur árangur við að draga úr lekanum héðan í frá minnkar ekki þann skaða sem nú þegar er orðin vegna þessa. Vonandi munu aðgerðir þær sem nú eru í gangi bera skjótan árangur, svo hægt verði að koma í veg fyrir að umfang mengunarinnar verði enn meiri en komið er.
Það hafa ýmsir aðilar skoðað lekann í samhengi við aðra hluti. Til að mynda hafa sést ýmsir útreikningar á samanburðinum á losun CO2 á dag í heiminum og svo lekans í Mexíkóflóa á degi hverjum. Til að nálgast þetta má líta til tölunnar 40.000 tunnur á sólarhring. Hver tunna er u.þ.b. 138,8 kg af óunninni olíu, heimild. 40.000 tunnur * 138,8 kg / tunna = 5.552.000 kg af olíu á sólarhring, eða 5.552 tonn, sem verður að teljast nokkuð mikið…
Til samanburðar þá höfum við, með losun koldíoxíðs vegna bruna jarðefnaeldsneytis, bætt 2 ppm af CO2 á ári í lofthjúpinn, sem eru um 15,6 Gt (milljarðar tonna) CO2 á ári. Þarna erum við að tala um magn CO2 í kg, til einföldunar skulum við bera þessa tölu saman við olíulekann. Útreikningur: 15.600.000.000 tonn / 365 dagar / 5552 tonnum af olíu / dag = 7.698 olíulekar á dag…
Til að draga þetta saman, þá þýðir í stuttu máli: Losun CO2 á degi hverjum svarar til u.þ.b. 7.700 olíulekum á degi hverjum…
Þessi útreikningur svarar til þess útreiknings sem er gerður hér. Á RealClimate nefna þeir töluna 5.000 í þessu sambandi, en þeir gáfu ekki upp útreikningana sérstaklega. Hvort sem er réttara, má sjá að losun CO2 er gríðarleg á degi hverjum.
Mannkynið losar mikið magn af CO2…það er nokkuð ljóst og það mun hafa afleiðingar, sérstaklega til lengri tíma litið. Umhverfisslysið í Mexíkóflóa verður þó ekki minna af því og það verður að taka á því máli af styrk til að koma í veg fyrir enn verri afleiðingar en fyrirsjánlegar eru miðað við núverandi olíumengun, það er hið mikilvæga verkefni dagsins…til lengri tíma verðum við svo að draga úr losun á CO2 í lofthjúpinn…við þurfum að átta okkur á því sem fyrst.
Heimildir:
- And You Think the Oil Spill is Bad?
- Five Thousand Gulf Oil Spills
- Mynd NASA
- Wikipedia – heimild
Tengt efni á loftslag.is:
- Súrnun sjávar hraðari en fyrir 55 milljónum ára
- Fordæmalaus hlýnun Tanganyika vatns
- Útdauðinn fyrir 250 milljónum ára
- Fjöldaútdauði lífvera
- Súrnun sjávar – hinn illi tvíburi
Ég sé að þið eruð ennþá við sama heygarðshornið þrátt fyrir að þið hlýnunarsinnar hafi verið teknir með buxurnar á hælunum í climategate við fölsun gagna og afvegaleiðingu almennings. Og þið vitnið ennþá í þessa hörmulegu áróðursíðu RealClimate.Í sambandi við þennan olíleka þá er þetta vissulega hörmulegt en ennþá hörmulegra finnst mér að sjá Obama og hans hnattvæðingarhyski vera að blóðmjólka hann til að koma þessum ömurlega gróðurhúsaloftegunda pakka sínum í gegnum þingið. Ég efast reyndar um að þeir séu í einhverri alvöru að reyna stoppa þetta.
P.S. Ég mótmæli því harðlega að vera kallaður afneitunarsinni, en þar er greinilega verið að skírskota í þá sem afneita helförinni. Það lýsir svolítið málefnafátæktinni hjá ykkur.
[Við ætlum ekki að svara ómálefnalegum aðdróttunum, ef þú telur þig geta bent á eitthvað efnislegt sem styður þær skoðanir þínar um climategate-málið eða að RealClimate stundi áróður, þá máttu koma með málefnalega nálgun varðandi það og við skoðum það. S.s. halda sig á málefnalegum nótum, takk fyrir – Ritstjórn loftslag.is]
Og öllum var sama um Nígeríu
Nigeria’s agony dwarfs the Gulf oil spill. The US and Europe ignore it
http://www.guardian.co.uk/world/2010/may/30/oil-spills-nigeria-niger-delta-shell
Ari, það er vonandi að það komi meiri fókus á þessi umhverfisspjöll í Nígeríu núna, enda hafa þau staðið yfir í mörg ár.
Í 2 mánuði eru helstu verkfræðingar heimsins búnir að reyna stoppa lekann, en geta það ekki. Það má þess vegna búast við að lekinn haldi áfram,þangað til lindin klárast.
Þetta mun líklega hafa margar hliðarverkanir, eins og aukið álag á veiðar í öðrum höfum heimsins, þar sem eftirspurnin eftir fisk og skelfiski minnkar ekkert.
Einnig á þetta eftir að hafa áhrif á svifplöntur og svifdýr,sem eru undirstaða næstum alls í höfunum.
Einnig er hvirfilbyljatímabilið að hefjast í haust, sem getur fleygt olíunni á land og mengað grunnvatn í fylkjunum sem liggja að þessu.
Það virðist því miður sem verstu dómsdagsspámenn hafa haldið fram, að mannkynið mun líklega deyja út á næstu 100-200árum vegna þess að mannskepnan kann ekki lengur, og vill ekki lengur lifa í sátt við vistkerfi jarðarinnar
Albert; þetta er slæmt umhverfisslys, það er alveg ljóst og mun hafa afleiðingar, sérstaklega í Mexíkóflóa. Hversu lengi lekinn mun standa yfir er ómögulegt að segja, en að lindin klárist finnst mér ekki líklegt. Ætli það komi ekki fram lausnir á næstu mánuðum sem duga til verksins. Annars virðist vera búið að gera, ef svo má að orði komast, “tilraun” í Nígeríu á síðustu árum, jafnvel áratugum, með mikla olíumengun á ákveðnum svæðum þar, samanber athugasemd Ara, hér að ofan. Það hefur haft gríðarlega áhrif hjá þeim staðbundið, en virðist þó vera minna út fyrir svæðið, þó svo kannski hafi ekki allar afleiðingarnar komið fram þar.
Ég hef persónulega enga trú á dómsdagsspám um útdauða mannkyns á næstu öldum…hef meiri trú á okkur en svo 😉
Trú fólks á að mannkynnið munni bjarga sér er rómantísk hugmynd fólks.
Frá lokum síðari heimstrialdar hefur heilu fjöllunum verið mokað í burtu og heilu skógunum rutt i burtu.
Mengun hefur aukist svo gríða að á aðeins síðustu 10 árum og er allt að 80% af öllu ferskvatni í kína og á Indlandi mengað,en þar búa yfir 2milljarðar.
Í öllum höfum heimsins eru fiskistofnar og aðrar sjávarlífverur ofveiddar.
EF skoðaðar eru tölur um fiskistofna, sjávarskjaldbökkur og sjávardýr hafa stofnarnir minnkað allt að 90% á aðeins 30-40árum!! Við þetta bætist við gríðaleg mengun í höfum heimsins.
Mannfjöldinn mun halda áfram eftir að aukast á jörðinni og álagið á vistkerfin munu komast á það stig þar sem ekki verður aftur snúið.
Miðað við hraðan á síðustu 40árum, verður því miður að segjast að kynslóðin sem hefur verið að fæðast síðustu 10árin mun fá þetta af fullum þunga í fangið.
Á Íslandi sem búa aðeins 300þús manns, hefur sjávarbotnin á mörgum stöðum verið að breytast í eyðimörk, vegna botndælingar þar sem sjávarbotnin er hreinlega mokaður upp og skilin eftir eyðimörk og vegna veiðafæra fiskiskipa og engin fylgist með þessu. Þetta hefur gerst aðeins á ca 40árum! Heilu fjöllinn eru mokuð í burtu og það af aðeins 300þús hræðum.
Loftslagsógnin mun því ekki hafa áhrif á næstu kynslóðir mannkyns, heldur er mengun og hrun vistkerfa miklu verra mál.
En auðvita má fólk halda að mannskepnan sé fokking klár að hún geti allt en mannskepnan er bæði gráðug og heimsk, annars væru ekki stríð og ekki einræðisherrar.
Þetta olíuslys er bara eitt af þúsundum svona atvikum sem eru að eyðileggja jörðinna.
Albert, ekki ætla ég sérstaklega að rökræða við þig varðandi þetta. En ítreka þó að dómsdagsspár eiga það til að rætast ekki. En það er margt sem við höfum gert rangt í umhverfismálum á síðustu árum og áratugum, það er ljóst…en við getum ekki, að mínu mati, hunsað loftslagsógnina vegna dómsdagsspáa.
Í yfirheyrslum yfir yfirmönnum stóru olíufélaganna fyrir rannsóknarnefnd Bandaríska þingsins kom í ljós að ekkert félaganna hefur ekki viðbragðáætlun eða búnað ef svona sprenging gerist á olíuborpöllum til að stöðva lekann og öryggslokar halda ekki.
Við yfir heyrslur yfir yfirmanni BP kom í ljós að þeir vísuð hver á annan og þrátt fyrir gríðarleg laun kom í ljós að þeir vissu ekkert.
Hérna er svo annar olíuleki sem er nuna í rauðahafinu.
Egypt confirms oil leak from rig off Red Sea coast
AP
By SALAH NASRAWI, Associated Press Writer Salah Nasrawi, Associated Press Writer – 53 mins ago
CAIRO – Egypt’s government confirmed Monday that oil has leaked from one of several rigs operating off the coast of the Red Sea resort Hurghada.
Government spokesman Magdy Rady said the amount was “limited,” but he did not say how much. He said the spill was detected last week and has now been largely contained, according to comments carried by the official Middle East News Agency.
Oil company officials in the port city of Suez said the spill was caused by a leak from an offshore oil platform in Jebel al-Zayt north of Hurghada and has polluted about 100 miles (160 kilometers) of coastline including tourist beach resorts. They spoke on condition of anonymity because they were not authorized to speak to the media.
Hurghada is one of Egypt’s top tourist destinations and the government kept quiet about the leak for days. The silence could be a sign of concern that the leak might scare away tourists — a vital source of income for Egypt.
Núna er margir eldar kveiktir í Mexicoflóa, til að brenna olíunni á sjónum.
hefur verið reiknað út hversu mikil losun Co2 er þarna útaf eldunum
Ég veit ekki til þess að gerðir hafi verið útreikningar á þessu (ekki útilokað þó). Það má þó gera ráð fyrir því að það sé lítið í samanburði við það sem er losað í heiminum, samanber færsluna hér að ofan. Það eru 2 þættir sem gera það að verkum að ég álykta svo (ber ekki að taka sem einhvern stóra sannleik), 1) það virðis vera sem lítill hluti olíunar sem lekur hafi verið brenndur og 2) þetta er “lítið” magn miðað við brennslu jarðefnaeldsneytis í heiminum. Það má þó ekki líta svo á að mér þyki þetta alveg sjálfsagt mál að brenna olíuna, en væntanlega er þetta spurning um marga slæma valkosti í þessu sambandi.