Þetta myndband frá Greenman3610 (Peter Sinclair) er á öðrum nótum en venjulega. Yfirleitt eru myndbönd hans nokkuð kaldhæðin og mjög gagnrýnin á afneitunariðnaðinn. Í þessu myndbandi skoðar hann hinsvegar hvernig þjóðaröryggismál eru tengd loftslagsmálunum. Bandaríkjaher hefur m.a. skoðað hugsanlegar afleiðingar fyrir þjóðaröryggismál í tengslum við loftslagsbreytingar eins og þær sem spár gera ráð fyrir í framtíðinni. Sérfræðingar þeirra skoðuðu m.a. leitnina og hvað hún segði okkur. Fróðlegur vinkill, sem getur þó verið ógnvekjandi á köflum.
Hægt er að nálgast fleiri myndbönd eftir Greenman hér á loftslag.is: Greenman3610
Tengt efni á loftslag.is – Greenman3610 myndbönd:
- Að slá botn í Climategate
- Hvernig verða mýtur til?
- Sjávarstöðubreytingar
- 32.000 sérfræðingar
- Hrakningar Lord Monckton – 1. hluti
- Hrakningar Lord Monckton – 2. hluti
- Hvað er vitað um loftslagsbreytingar?
Leave a Reply