Í kjölfar niðurstöðu bresku vísindanefndarinnar varðandi hið svokallaða Climategate-mál í síðustu viku, þar sem vísindamenn voru hreinsaðir af ásökunum af óheiðarlegri meðferð gagna, þá birtist fróðlegur leiðari í The New York Times. Niðurstaða bresku vísindanefndarinnar er samt ekki hin eina sem vísar til þessarar niðurstöðu, m.a. er hægt að lesa um sýknun Michael Mann og þess að sakir voru bornar af Phil Jones á loftslag.is. Mig langar að koma aðeins inn á innihald leiðara NYT þar sem eftirfarandi kom m.a. fram (í lauslegri þýðingu):
Kannski getum við nú lagt hið sjálftilbúna deilumál, hið svokallaða Climategate, að baki og snúið okkur að verkefninu sem snýr að því að gera eitthvað við hnattrænni hlýnun….
Það hafa komið fram nokkrar skýrslur sem styðja grunnliggjandi niðurstöður S.Þ., þar með talið stór skýrsla frá Vísindaakademíu Bandaríkjanna. Í þeirri skýrslu er ekki aðeins staðfest að samhengi sé á milli loftslagsbreytinga og athafna manna, en einnig er varað við aukinni áhættu – sjávarstöðubreytingum, þurrkum, sjúkdómum – sem þarf að mæta fljótt með ákveðnum aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Miðað við þá braut sem vísindamenn segja okkur vera á, þá verðum við að vona að hin vísindalega skýrsla og hrakning Climategate-málsins muni fá eins mikla umfjöllun og hið meinta deilumál fékk upprunalega.
Í lokaorðunum felst kannski kjarni málsins. Fjölmiðlar þurfa að sýna loftslagsmálum meiri áhuga og segja frá því þegar loftslagsvísindin hafa verið hreinsuð af ásökunum eins og þeim sem fram komu í þessu máli. Þessi niðurstaða bresku vísindanefndarinnar hefur því miður ekki fengið mikið pláss í fjölmiðlum. Það er því tilefni til þess að óska eftir því að fjölmiðlar sýni meiri áhuga á umfjöllun á máli eins og þessu og almennt því sem vísindin hafa í raun um málið að segja svo ekki komi fram rangtúlkanir sem erfitt er að vinda ofan af síðar. Það er stundum sagt að lygin komist hálfan hringinn í kringum hnöttinn áður en sannleikurinn nær að hnýta reimar sínar, þ.a.l. er mikilvægt að vanda til umfjöllunar strax frá upphafi svo ekki komi fram misskilningur sem erfitt getur verið að vinda ofan af.
Tengt efni á loftslag.is:
- Vísindamenn hreinsaðir af ásökunum um óheiðarlega meðferð gagna
- Sakir bornar af Phil Jones
- Michael Mann sýknaður af vísindalegum misgjörðum
- Að stela bíl og nota fyrir sjónvarp
- Hakkarar afrita tölvupósta og skjöl
- Samhengi hlutanna
- Rannsókn á svokölluðu Climategatemáli
- Tag – Climategate
Ítarefni:
- Leiðari NYT – A Climate Change Corrective
Leave a Reply